Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 49
r
Maðurinn er ábyrgur gerða sinna.og hann verður að vita, að svo sé,
annars tekur ekkert við nema dauðinn. Hér er um að ræða nauðsyn
sjálfs mannlífsins, forsendu alls mannlegs lifs, allrar manniegrar breytni.
Siðrænir dómar eiga rétt á sér, þvf að ákvarðanir mannsins ráða athöfn-
um hans og siðgæðisdómarnir verða að vera vitaðar orsakir og leiðarljós
ákvarðananna. Einstaklingurinn verður að skynja sig sem þjóðfélagslega
veru, er hefur ábyrgð gagnvart öðrum einstaklingum þjóðfélagsins.
Að svo miklu leyti, sem maðurinn skapar sögu sfna sjálfur og breytir
heiminum vitandi vits um afleiðingár athafna sinna, láta hugmyndir hans
um rétt og rangt til sfn taka f þróuninni. Þannig verður "hugsjón að
efnislegum veruleika, þegar hun nær tökum á fjöldanum", eins og Marx
orðaði það.
Frelsið er ekki frelsi undan löggengi, það er frekar á vissan hátt innsýn
f þetta löggengi. Frelsið felst að nokkru f þvf, að við þekkjum lögmái
hins hiutverulega heims sem og þá þætti innra með okkur sjálfum, er
áhrif hafa á gerðir okkar. Það felst einnig f þvf, að við þekkjum og ger-
um okkur grein fyrir afleiðingum gerða okkar að það, sem verður, sé
vitað og viljað f okkur sjálfum, að við vitum, hvernig hið liðna felur f
sér hið ókomna, vfsindaleg þekking er þvf nauðsynleg forsenda frelsisins.
Þannig verður vituð afleiðing ákvörðunarinnar jafnframt ein af orsökum
hennar, ákvörðunin verður frjáls, þegar við skynjum, að við erum sjálf
löggjafar og skapendur atburðarrásarinnar. Og þvf auðveldar sem við eig-
um með að skapa sögu okkar, vera löggjafar okkar eigin Iffs, þvf frjálsari
erum við. En sú ópersónulega tækniveröld, sem nú umlykur okkur, hindr-
ar þetta sköpunarstarf, gerir okkur undirgefin lögmáium, er við sem ein-
staklingar getum engin áhrif haft á og skynjum okkur þvf ófrjálsa.
Gestur ölafsson
133
MitiVMin rfþr land okVar
Af bls. 14.
viðvfkjandi hernum er fáránlegt, - það eru lygar og áróðursbragð, - upp-
spuni frá rótum. fsland yrði aldrei varið nema með styrjöld og gæti
slfkt orðið dýrkeypt spaug. Herstöðin hefur engan varnarmátt, enda er
hún ekki hér til að verja okkur fslendinga, þvf hvaða heilvita manni
dettur f hug, að Bandarfkjamenn láti hag okkar sig einhverju skipta. Það
hefur þvf míður bæði sýnt sig og sannað, að þar skiptir ekkert máii
nema þeirra eigin hagsmunir og hika þeir ekki við að myrða heila þjóð,
ef þvf er að skipta. f þorskastrfðinu, þegar einni "vinaþjóðinni" varð
það á að haldast hér uppi vopnavald og yfirgangur, þá reyndust bæði
varnarsamningurinn og Natoaðild Iftils virði, - þá urðum við einir að
standa f strfði, þrátt fyrir alla þá aðstoð og allt það verndarblaður,
sem fest er á blað f Natosáttmálanum. A Suðurnesjum hefur herinn
sprengt upp húsaleigu, þar grær herstöðin eins og iílgresi f vanræktum
jurtagarði, illgresi, sem við eigum að taka okkur saman um að reyta.-
Það er augljóst mál, að Bandarfkjamenn ætla sér að gleypa hverja fs-
lenzka sál og hafa nú þegar náð f sárgrætilega margar. Við höfum
fylkt okkur um arðræningja og kúgara, við höfum látið þjáningar annarra
okkur engu skipta, en varpt eggjum fyrir blóðþyrsta og peningasjúka
djöfla. Eg skil ekki blindni fólks f þessum efnum, skil ekki hversu
mjög hefur tekizt að breyta manndómi margra, hvernig sjálfstæðishvatir
þeirra virðast afmáðar með öllu. Afleiðing hersetunnar er glötun heið-
arleika, frelsis, sjálfstæðis og þjóðernis, hún er djöfullinn sjálfur.
A Suðurnesjum eru mörg sjávarútvegsþorp og þar er auðvelt fyrir okkur
að byggja upp fullvinnslu sjávarafurða, sem skapaði næga atvixmu. Það
er svo sannarlega tfmi til kominn að amerfska auðvaldið hætti að græða
á fslenzkum verkalýð. - Við fslendingar einir höfum rétt til að ráða
þessu landi og byggja það. Enn höfum við tækifæri og skulum þvf neyta
allra krafta til að koma hernum burt. - VINNUM AFTUR LAND OKKAR
OR HÖNDUM AMERISKS AUÐVALDS.
Unnur S. Bragadóttir