Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 18

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 18
hugsað sér anarkista, sem ekki er einstak- lingshyggjumaður. Max Stirner reisti aftur við einstaklingur- inn, þegar hinn heimspekilegi leikvöllur laut yfirráðum Hegelsinnaðra and-einstakl- lingshyggjumanna. 1 langan tíma var Stirner einangraður í anarkískum breytingum, sér- vitringur, sem aðeins lítill hópur ein- s'taklingshyggj umanna fylgdi. Hann skrifaði í líflegum stxl, fullum af spakmælum eins og: „Leitið ekki í sjálfsafneitun að frelsi, sem afneitar sjálfum ykkur... Það er enginn dómari annar en ég sjálfur, sem getur ákveð- ið, hvort ég hef rétt eða rangt fyrir mér... Þú hefur rétt til að vera hvað sem þú hefur styrk til að vera... Hvað sem þér hlotnast, hlotnast þér sem einstaklingi". Stirner segir, að til þess að frelsa sjálfan sig verði einstaklingurinn að byrja á því að einbeita sér að hinum andlega farangri, sem foreldrar hans og kennarar hafa lagt á hann. Stirner var mjög argur út í kynferðislega siðgæðið. Siðferðislegu hleypidómarnir, sem kirkjan innrætir , hefur mjög sterkt tak á alþýðu manna. Fólkið hvetur lögregluna af miklum ofsa gegn öllu því, sem bví finnst ósiðlegt eða..jafnvel óviðeigandi, og þessi almenna ástríða fyrir siðgæði varðveitir lögregluna sem stofnun af meiri röggsemi en stjórnvöld gætu nokkurn tíma gert. Stirner heldur áfram: „Frá barnæsku er okkur eytt með siðferðishleypidómum. Siðgæði er orðið að innvortis afli, sem þú getur ekki losnað við. Alræði þess er miklu meira en áður, vegna þess að nú styrkir það þig innan þinnar eigin samvisku. Æskan er send í hjörð- um í skólann til þess að læra gömlu orða- tiltækin, og þegar hún kann orðagjálfrið utan að, er hún sögð vera orðin fullorðinV. Stirner lýsti yfir, að hann væri myndbrjóturinn. „Guð, samviska, skyldur og lög eru allt mistök, sem troðið hefur verið í hjörtu okkar og huga." Hjá Stirner er „egóið" ofar öllu. Ég mun stjórna sjálfum mér án utan- aðkomandi hjálpar. I baráttu sinni fyrir sjálfstjórn þessari stendur Stirner frammi fyrir sama óvini og anarkistinn í baráttunni fyrir frelsinu, þ.e. Ríkinu. Ríkið, hvort sem það er einræðislegt eða lýðræðislegt, er neitun á einstaklingsviljanum. Það er reist á dýrkun heildarinnar og enn fremur í staðfestun, þ.e. stöðnun í athöfn og skoðun, sem sá, er óskar að beita sjálfum sér sjálf- stjórn getur ekki þolað. Því er barátta egó- istans og ríkisins óhjákvæmileg. Yfirtaka hvers,manns á kröftum sínum, sem sjálfstjórn- in gefur til kynna, þýðir samt sem áður að inati Stirners ekki yfirráð allsherjarágirnd- ar eða stöðug slátrun né þýðir það stjórnun eigin kratts yfir öðrum. Hver maður verndar sjálfsstjórn sína með krafti sínum, en þegar hann hefur gert sér ljósan hinn sanna egóisma, þarf hann ekki að íþyngja sjálfum sér með fleiri eignum en hann hefur þörf fyrir sjálfur, og hann lítur á það að ráða yfir öðrum yrði til þess að eyðileggja eigið sjálfstæði. Egóisminn afneitar ekki félagi einstak- linga. Jafnvel getur hann vel fóstrað ósvik- ið og sjálfvakið félag, því að einstaklingur- inn er einstakur, ekki sem félagi í flokki. Hann gengur í félagið af fúsum og frjálsum vilja, og hann gengur úr því á sama hátt. Þá komum við að hinni meginstefnunni innan anarkismans, því, sem ég kýs að kalla sambandsstefnu, í anarkískum skilningi, þ.e. kollektív-anarkismi eða anarkó-kommúnisti. Komum við þá að þvx hugtaki, sem nefnt er kommúna í heimildum mínum. Proudhon skilgreindi hina sjálfstýrðu kommúnu af nokkurri nákvæmni. Skilgreining hans er þannig: „Hún (kommúnan) er nauðsynlega sjálfstæð vera, og sem slík hefur hún rétt til að ráða og stjórna sér sjálf, leggja á skatta, ráðstafa eignum sínum og tekjum, setja á stofn skóla fyrir æsku sína og skipa kennara o.s.frv. Þetta er það, sem kommúnan er... Hún afneitar allri takmörkun, tak- markar sig sjálf, öll utanaðkomandi þvingun er óvinur og ógnun við tilveru hennar". Sýnt hef ur verið fram á, að Proudhon taldi sjálfsstjórn ósamrýmanlega við hvers kyns stjórnarfyrirkomulag ríkisvaldsins, á sama hátt getur kommúnan ekki átt neitt saman að sælda við yfirvöld, sem eru mið- stýrð að ofan. Bakunin útskýrði, að því er talið er, framtíðarskipulagningu kommúnunnar betur en Proudhon Verkalýðsfélögunum átti að vera frjálst að sameinast innbyrðis innan kommúnunnar, og hvað varðar kommúnurnar, þá Anarkisti í nútímaþjóðfélagi. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.