Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 21
náttúrulega, þegar við byrjuðum 1 skóla, var mjög skammt liðið síðan Megas t.d. hafði verið þarna, hann er stúdent vorið áður, svo að menn vissu vel af því, sem hann hafði verið að gera 1 skólablaðinu. Blm.: Varstu búinn að yrkja eitthvað áður, eða byrjaðir þu 1 Menntaskolanum: Þ.: Ég hafði eitthvaö veriö aö fikta viö þaÖ strax í gagnfræöaskóla. Blm.: Var þaö aðallega í skólablaöinu, sem eitthvað birtist eftir ykkur ? Þ.: Já, það var að mestu þar. Að vísu var eitthvað um þaö, aö menn væru að birta kvæði í Lesbók Morgunblaðsins og fleiri stöðum, en aðallega var þetta skóla- _ kveðskapur. Blm.: Hvað segir þú um menningarstarf í skólum fyrr og nú ? Þ.: Ég veit lítiö um þetta, hvernig þetta er núna, en ég gæti trúaö, að þessi ahugi, sem þarna var á skáldskap og þess háttar, væri að einhverju leyti afleiðing þess, að Menntaskólinn hafi litiö stærra á sig þá en nú, og það er þetta, sem ég var t3!3 um áðan, að þetta hefur breyst svo mikið vif það, hvað skólunum hefur fjölgað. Þarna var fólk saman komið, sem haföi þaö ein- hvern veginn á tilfinningunni, að það væri óskaplega merkilegt, sem þaö var náttúru- lega ekki. Menn voru almennt afskaplega gafaöir, og flestir kunningjar mínir litu ekki á skólann sem eitthvert fyrirbæri, þar sem maður ætti að sitja og mennta sig, heldur hafði maður mest á tilfinningunni, að þetta væri svona eins konar biðstofa fyrir þá, sem höfðu ekki aldur og þroska til aö fara í háskóla, en voru búnir með gagnfræðaskóla. Og flestir tóku þetta þannij Blm. : Var aöalstarfsemin í skáldskap, en ekki £ tónlist eða öðru ? h-: Jú, jú, þaö var. Ég hugsa, aö það hafi þó ekki verið áberandi tónlistarlíf, en í þessu félagslífi var náttúrulega allt til. Blm.: Blómstraði ekki rokkiö á þessum t íma ? h.: Bítlaöldin rís náttúrulega þarna, en það var samt þannig með mestu menningar- mennina, að þeir voru eiginlega of fínir til að taka þátt í slíku, og það er ekki fyrr en svona tveimur til þremur árum seinna, sem það fer aö verða fínt lxka. Menn voru ekki síðhærðir, en þaö var þó orðið mjög almennt utan skóla meðal yngri *anna. Eins var algengasti klæðnaður innan skóla gráar terylenbuxur, og komu tenn aldrei í skóla nema með bindi og í lakka. Það voru líka margir sem ekkert voru x skáldskap eða neinu slíku, heldur voru eins og lítil gamalmenni, sem voru t.d. aö undirbúa sig undir að verða stjórn- málamenn eða ætluðu sér að verða það og voru í öllu fasi og framgöngu eins og fimmtugir ráöherrar. Blm.: Var pólitískur æsingur í mönnum ? Þ.: Nei, það var ekki nein veruleg póli- txsk alda. Það kom, að mér skilst, ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Ég varö stúdent 1969, og auðvitað höfðu menn póli- tískar skoðanir, og það var deilt um slíka hluti, en það var ekkert, sem litaði skól- ann verulega, þaö varö meira svona tveimur árum seinna. Blm.: Hvaö tók viö eftir stúdentspróf ? Þ■: fig tók stúdentspróf úr máladeild, þá voru bara tvær deildir, máladeild og stærð- fræðideild, mjög einfalt. Ég barst eftir það til Sviþjóðar svona meira og minna fyrir tilviljun og var þar fyrst um sumar- ið eftir stúdentspróf og var að vinna á spítala. Síðan, að hausti, hóf ég háskóla- nam 1 Lundi og fór að læra bókmenntasögu, sem reyndar var þá af einhverjum ástæðum farið að kalla bókmenntavísindi. Ég var svo £ Lundi meira og minna til ársins 1975 um vorið. Þá lauk ég prófi £ þessum fræð- um, fil.cand. prófi, og fluttist til Stokkhólms eftir þaö, Þá var ég orðinn fjölskyldumaður fyrir alllöngu. Siðan var ég búsettur £ Stokkhólmi alveg þangað til núna um áramótin 1979 til 1980. Fljótlega eftir aö ég kom til Stokkhólms fór ég al- varið að sinna þv£ eingöngu aö skrifa. Það L 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.