Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 22

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 22
var nú reyndar hlutur, sem eg haföi alltaf ætlaö mér, en var náttiírulega haldinn talsverðu öryggisleysi um það, hvort maður hefði nokkuð í það að leggja út á þá braut. En það endaði samt með því, að ég tók hreinlega þá ákvörðun, að ég ætlaði að helga mig því fyrst og fremst. blm.: Hvenær tókstu þessa ákvörðun? Þ.: Fljótlega eftir að Ig lauk þessu námi, þurfti maður í raun og veru að velja, því að þá var annaðhvort að fara út í einhverja launavinnu eðá halda áfram námi, sem mundi þá leiða út í kennslu eða eitt- hvað slíkt, eða hyggja á einhvern háskóla- karrier. Nú og nám, sem er þess eðlis, sem mitt nám er, býður líka upp á, hvað á mað- ur að kalla það, menningarskúmavinnu, t.d. að vera gagnrýnandi eða útvarpsmaður eða sjónvarpsmaður eða eitthvað slikt. En mér leist ekki á að stunda neitt þess háttar. Eins og ég segi, þá er þetta það, sem mig raunverulega langaði til að gera, svo að Ig ákvað, að svo skyldi verða og ekki yrði aftur snúið með það. Blm.: Og þú slrð ekki eftir því ? Þ. : Nei, alls ekki. Blm.: Hvernig gengur að lifa á þessu ? Þ. : Mlr hefur gengið það alveg prýðilega. Hins vegar er það svo, að þetta er ákaflega ótrygg braut, ef maður er að hugsa um fjár- hagslega afkomu. Stundum, þegar allt geng- ur vel og þannig stendur á, að maður er kannski nýbúinn að gefa eitthvað út, sem gengur vel, selst vel hreinlega, og getur kannski í sömu andrá fengið starfslaun rit- höfunda og svona hitt og þetta, sem til fellur, má komast upp í sæmileg mánaðarlaun En svo geta komið þeir tíma, að þetta geng- ur ekki eins vel, maður verður bara að vera undir það búinn. Blm.: Hvernig hagarðu vinnudeginum ? Þ.: Það hefur verið allur gangur á þvi í gegnum tíðina. Þá náttúrulega er á það að líta, að ég bjó lengi í útlöndum, konan mín var í námi og þá verður tíminn öðruvísi Þá var eiginlega mest um skorpuvinnu fyrir ákveðin verkefni, en það, sem lætur mér í rauninni best, það er að hafa einhvern ákveðinn tíma, og þannig hef Ig haft það núna. Ég vinn alltaf á morgnana. Þá kem ég í rauninni í vinnu hjá sjálfum mlr og vinn markvisst, og stundum gengur vel og stundum illa. En það, sem er kannski verst við það að vinna á þann hátt, er það, að maður þarf að koma sér upp algjörlega pott- þéttu kerfi með að taka sér alltaf þennan vinnutíma. Það þarf svona sérstakan aga til þess. Blm.: Sestu þá niður og bíður eftir hugmyndum : Þ.: Lengst af hef Ig verið í þeirri að- stöðu að Ig hef fleiri hugmyndir en Ig hef tíma til að skrifa. Ég hef ekki bein- línis þurft að sitja og naga mig í hand- arbökin og segja? "Hvað á ég að skrifa næst?" Það er miklu frekar, að maður safnar í sarp, og síðan dregur maður fram eitthvað, sem maður telur þess virði að reyna að gera eitthvað úr því. Svo leggur maður línurnar og byrjar að reyna að vinna markvisst að því, en eins og ég segi, þá eru engar svona fastar reglur. Blm.: Þú yrkir mest hefðbundið ? Þ.: Já, ég hef aldrei gert neitt verulegt af því að yrkja kvæði í óbundnu máli. Þó hef ég aðeins borið það við, en finnst það miklu erfiðara en yrkjarímur. En maður verður að líta á það, að okkur finnst núna óeðlilegt að yrkja á þennan hátt, vegna þess að atómkveðskapurinn svokallaði, kveðskapur, sem ekki er ortur undir hefð- bundnum bragarhætti, er algjörlega alls- ráðandi og hefur verið það núna nokkra síðustu áratugi. En þeir, sem þannig yrkja, tala samt enn þá eins og þetta sl einhver óskapleg nýjung, sem standi í and- stöðu við hefðbundinn kveðskap að forminu Hús skáldsins. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.