Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 72

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 72
í'þessum hluta er reynt aö skerpa þá óljósu mynd, sem áður hefir verið ^jregin upp af dialektiskri efnishyggju, og eru skrifin einkum studd bók R.Normanns og S.Sayers, Hegel, Marx and Dialectic: A Debate. Verja þeir félagar þar ólíkar túlkanir sínar á dialektiskri heimspeki, en hér liggur túlkun Sayers aðallega til grundvallar þar eða túlkun hans er eins og Norman segir „vissulega hin díalekt- , 2 5 íska efnishyggja Engels og Leníns". Er tilgangurinn að lýsa henni, en ekki hinum ýmsu ólíku skoöunum seinni tíma manna. Telja má Marx og Engels báða höfunda sögulegrar efnishyggju, en sú altæka kenning er að mestu leyti byggð á könnun á kapítalismanum og breytingunni úr lénsskipulagi i kapitalisma. Berum orðum er hins vegar ekki komið að díalektískri efnishyggju fyrr en i sjálfstæðum skrifum Engels. Hjá nafni Hegels veróur og ekki komist eigi lýsingin að vera fullnægjandi þó aó hans díalektík eigi einungis við um söguna og mannsandann. „Hve óendanlega fjölbreyttar sem breytingarnar i náttúr- unni reynast, sýnir sig að þar er um endurtekningar aó ræða. I náttúrunni er 2 fi ekkert nýtt undir sólinni." Eigi að rannsaka hluti á dialektískan, hlutstæðan (concrete) hátt er nauósynlegt að pannsaka þá í samhengi við aðra hluti þvi að þeir hljóta hreyfingu og i sifelldri þróun. Þýðir það þó ekki algjöra neitun á kyrrstöóu heldur einungis að slik staða getur einungis varað stuttan tima. A þetta við um alla náttúruna og er ekkert undan skilið, ekki einu sinni stærðfræóilegar og rökfræðilegar reglur, einnig þær hafa þróast. Rót þessara sam- ofnu tengsla milli alls eru andstæóurnar sem i öllum hlutum finnast. Allir hlutir eru mótsögn i sjálfu sér. I öllum hlutum og milli allra hluta eru stööugir árekstrar og eru þeir grundvöllur allra hreyfinga og breytinga. Dialektiskum eiginleikum þessum má lýsa með táknmálinu A — A og A ^ A, sem þýóir að andstæóur i hlutum séu ekki komnar til af tilviljun, heldur séu nauðsynlegar og hafi hlotið að skapast. Táknar það einingu andstæónanna þ.e. i öllum hlutum séu andstæður. „1 öllum raunverulegum hlutum finnast andstæður. Þar af leióandi er jafngilt að þekkja eða með öórum orðum að skilja hlut og að vióurkenna hann samsettan úr andstæðum". (Hegel.) „Reglan um andstæður i hlutum, reglan um einingu andstæónanna er grund- vallarregla dialektiskrar efnishyggju". (Maó Tse-tung.) F.H. Bradley skýrir svo hvi eining andstæóna er talin nauósynleg forsenda þróunar: „Hugtökin „þróun", „þroski" og „framför" (evolution, develop- ment, progress) fela öll i sér, aó einhver hlutur þróist, en sé samt sem áður sami hluturinn.... Eitthvað veróur að þróa sjálft sig, og þetta eitthvaó, sem er endirinn, verður einnig aó vera upphafió. (Hér er um skýringardæmi að ræða og kenningin um sifellda þróun hundsuó. - L.G.) Það veróur að vera þaó, sem hreyfir sig til endans og endirinn, sem var orsök hreyfingarinnar. Þróun verður að þróa sjálfa sig til sjálfrar sin..., ekki vegna ytri þvingunar, heldur vegna innri eiginleika. Og enn fremur, - sé endirinn ekki ólikur byrjuninni, þá er ekki um þróun að ræða. Það, sem þroskar eða þróar sjálft sig, bæði er og er ekki. Það er, annars gæti það ekki verió þaó, sem þroskast, og það, sem að endingu hefur þroskazt. Það er ekki, annars gæti það ekki oróið. Það verður það, sém það er; og sé þetta fásinna, þá er þróun fásinna. Þróun er mótsögn; og þá er mótsögnin lióur undir lok, liður þróunin undir lok. Framför er mótsögn og aóeins vegna þess aó hún er mótsögn, getur hún verið framför....Framför er mótsögn, og upplausn mótsagnar þýðir í öllum til- 29 fellum endalok framfarar Til nánari skýringar á kenningunni, aó á mótsagnir hlutar verði að lita til aó skilja hann, skal nefnt sígilda dæmið um öreigann og borgarann. Þeir séu báð.ir afsprengi kapitalismans og geti hvorugur til verió án hins. Ekki sé hægt að skilja eðli hvors um sig, nema á þá sé litið sem andsT:æóa hluta af sömu heild. Stéttabaráttan sé nauðsyn- leg þjóðfélaginu, og það afl knúi sögu- lega þróun, Einnig mætti taka dæmi úr náttúrunni, t.d., að kraftur geti ekki verkaó, nema á hann verki annar kraftur (sbr. 3. lögmál Newtons). Tökum nú eitt dæmi um það, á hve altækan hátt Hegel, Engels og fleiri dialektiskir hugsuðir beita kenningunni um einingu andstæðnanna. Dæmiðer um áðurnefndan Zenón og sönnun hans á, að hreyfing sé skynvilla. „Ör er skotið að marki. Skynjunin segir okkur, að örin hreyfist. En leiðin frá boganum til marksins er samsett af óendanlega mörgum punktum, sem hafa ekkert rúmtak og standa kyrrir. Hvar sem er á leióinni til marksins, hvilir örin þvi á punktum, 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.