Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 70

Skólablaðið - 01.03.1982, Blaðsíða 70
„Til aö skilja hvaö Hegel á viö þá er hann ræðir um frelsi innan ríkisins verður mönnum aö vera ljóst að skynsemin eöa heimsandinn birtist sem söguleg áætlun , sem sögulegt lögmál eöa söguleg nauö- syn. " Ýmsir fræðimenn ætla kenninguna einfaldlega þýða aö maðurinn fái engu ráöiö um framvindu sögunnar. Karl Popper (f.l902> túlkar kenninguna svo og byggir ðlafur Björnsson umfjöllun sína um díal- ektík Hegels á túlkun hans. „Eins og kunnugt er, grundvallaðist heimspeki Heg- els umfram allt á hinni svonefndu þráttar- hyggju (dialektik). HÚn segir, aö öll framvinda, bæöi í náttúrunni og samfélagi manna hafi átt sér staö á þann hátt, aö barátta hafi staðið milli ákveðinna and- Stæðna eöa mótsagna. Henni lauk meö sam- runa þessara andstæðna og myndaðist þá nýtt og æöra þróunarstig. Á því þróunar- stigi urðu svo til nýjar andstæður, sem runnu saman eftir lengri eöa skemmri átök og þannig koll af kolli. Þessar kenningar ööluöust mikið fylgi meöal heimspekinga á fyrri hluta 19. aldar, ekki sízt vegna þess, að margir töldu um skyldleika að ræöa milli þeirra og þróunarkenningar Darwins, sem náö hahfi viðurkenningu sem einhver merkasta uppgötvun vísindanna til þess tíma. Þaö liggur utan verkefnis þessa rits aö ræöa þráttarhyggjuna sem slíka, enda væri þá farið inn á svið háspeki (metafysik) , þar sem ekkert verður sannaö eða afsannaö með neinum óvéfengjanlegum rökum. Hitt skiptir hér máli, aö þráttar- hyggjan í túlkun Hegels er hornsteinn þeirrar alræöishyggju, sem boðuð hefir verið dulbúin eða ódulbúin af honum og lérisveinum hans. Fyrir þessu má færa tvær meginröksemdir, sem nánar veröa raktar hér á eftir. 1 fyrsta lagi þá, að samkvæmt þráttathyggjunni er lögð áherzla á and- stæðurnar innan samfélagsins og baráttuna milli þeirra. Stéttarbarátta innan einstakE þjóðfélags og átök þjóða í milli verða þannig eins konar náttúrulögmál, sem óraun- hæft er aö hugsa sér aö breytt verði. Þessi skoöun brýtur í bága við t.d. kenn- ingar Sókratesar annars vegar, og kristin-- dómsins hins vegar. Frjálshyggjumaöurinn Sókrates hélt því fram-gagnstætt alræðis- hyggju Platós og Hegels- að skynsamlegar og friösamlegar rökræöur myndu leiða til niðurstöðu, sem væri sú besta fyrir málsaöila. Kristindómurinn boðaði einnig umburðarlyndi og frið- samlega sambúð einstaklinga og þjóða, enda þótt kirkjan hegðaði sér engan veginn alltaf í samræmi við það, sbr. hinn illræmda rannsóknardómstól mið- aldakirkjunnar. Þráttarhyggjan telur þannig, að stríö, ofbeldi og hatur séu a.m.k. eðlileg, ef ekki beinlínis æskileg fyrirbrigöi, en Sókrates og kristnin kenna hió gagnstæða. Hitt meginsjónarmið þráttarhyggjunnar er það, að framvindan sé háð órofa lögmálum, og það, sem samkvæmt hinum sögulegu lögmálum er óumflyjanlegt, fullnægir kröfum sannleika og réttlætis. Þar með er i rauninni öllu siðgæði, réttlætis- og ábyrgðartilfinningu varpað fyrir róða. Sá, sem þekkir hin sögulegu lögmál og veit þannig, hvert þróunin stefnir, gerir alltaf rétt með því að stuðla að þvi, að flýtt sé fyrir þessari óhjá- kvæmilegu þróun og þarf þá ekki aó hafa neitt samvizkubit út af meðulum, ef þeim er aóeins beitt i þágu sliks markmiós. Mér er ljóst, að það er mikió álitamál, hvort rétt sé að þýða orðið „díaledtík" með þráttarhyggju. Geta aðrir „þráttað" en vitsmunaverur? En i heimspeki hefur dialektik viðtækari merkingu en þá, að eingöngu sé átt við átök og samruna andstæóna i mannlegu samfélagi. í þessu sambandi má nefna það, að i hinu fróðlega heimspekiriti Brynjólfs Bjarnasonar, fv. ráðherra: A mörkum mannlegrar þekkingar, er orðið dialektik ekki þýtt, og leggur Brynjólfur sig þó mjög fram um að þýða á islensku þau erlendu orð, sem fyrir koma sem heiti heimspekilegra hugtaka. Ekki skal dregið i efa, aó Brynjólfur hafi djúpan skilning á heimspekilegari merkingu orðsins dialektik, og vafalaust hafa honum verið kunnar tilraunir til þess að þýða orðið á islenzku, en ekki likað árangurinn af þvi. Ég hefi þó talið það verjandi að þýða dialektik með þráttarhyggju, með hliðsjón af þeim þrönga bás, sem hér er markaður, þar sem eingöngu er rætt um þráttarhyggju- sjónarmið það, sem liggur að baki þeim kenningum Platóns, Hegels og Marx, að átök milli þjóóa eða stétta ákvæðu á nær þvi vélrænan hátt framvindu mannkyns- sögunnar. I gagnrýni á þessum kenningum felst engan veginn, að þvi sé neitaó almennt, að sjónarmið þráttarhyggjunnar i heimspeki og á mörgum sviðum visinda geti verið gagnleg. Það er nú einu sinni svo, að ekki er unnt að leysa öll visindaleg viðfangsefni á grundvelli 18 einnar einfaldrar formúlu. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.