SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 2

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 2
2 6. febrúar 2011 Við mælum með 6. febrúar Sýning sýninganna á Kjarvals- stöðum er listamanna- og sýn- ingastjóraspjall. Þar kemur saman spænsk/íslenska listamanna- tvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Þau eru fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum 2011 og ræða málin ásamt sýningarstjór- anum Ellen Blumenstein. Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamannatvíeyki 24 Í óravíddum innra rýmis ... Ragnar Axelsson rifjar upp söguna af því þegar hann fékk brim, fjall og hest til að renna saman í eina mynd – alveg óvart. 26 Ástfangin á einni viku Arthur Palsson á Eyjafjallajökli líf sitt að þakka. Foreldrar hans kynntust fyrir atbeina eldfjallsins aðeins níu mánuðum áður. 28 Alvanur blammeringum Páll Magnússon útvarpsstjóri gagnrýnir Landsbankann og svarar gagn- rýni þess efnis að RÚV sinni ekki menningarhlutverki sínu. 34 Skylda að taka ofan höfuðfatið Leifur Sveinsson fór í eftirminnilega ferð til Þýskalands árið 1955 og hitti meðal annars stórmyndarlegan hótelstjóra með einvígisör á kinn. 36 Kyntákn og mannvinur Hollywoodstjarnan Paul Newman lét sér standa á sama um frægð og frama og ákvað að láta gott af sér leiða. Skapaði sína eigin arfleifð. 38 Varð nekt sinni að bráð Franska leikkonan Maria Schneider, sem lék meðal annars í Síðasta tangó í París, fallin frá, 58 ára að aldri. 40 Heimabakað gómsæti Kanntu brauð að baka, já það kann ég. Margir kannast við söng þennan sem ágætt er að kyrja yfir helgarbakstrinum. Lesbók 44 Alltumlykjandi skáldverk Fátt finnst enska rithöfundinum David Mitchell skemmtilegra en að strá um bækur sínar alls kyns tilvísunum og lyklum. 47 Guðvelkomnir góðir vinir, gleðjist Þankar Margrétar Hallgrímsdóttur um þjóðminjar. 18 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Júlíus Sigurjónsson af slysi á Þrengslavegi árið 2007. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið S tebbi, getur þú rétt mér tuskuna?“ segir ungur maður sem var að hella niður. Honum er rétt tuskan og hann snýr aftur að borðinu sínu. Á stóru tjaldi í öðrum endanum er verið að sýna handboltaleik milli Ís- lendinga og Þjóðverja. Nú er að duga eða drepast og stemningin eftir því. Það er kallað, hvatt og klappað. Staðurinn er ekki stór en smekkfullur af Íslendingum sem sitja á stólum eða uppi í glugga og standa þar sem hægt er. Útsendingin er skrykkjótt á köflum og um stund dettur hljóðið út. Einn gestanna kallar fram, hvort einn starfs- mannanna ætli ekki að segja brandarann góða? Svo verður þögn, hlegið, allir bíða, síðan fer leik- urinn aftur af stað. Á barnum er nóg að gera og fullmannað þjónustulið sem hefur varla við að skenkja þyrstum Íslendingunum einn kaldan. Það er hægt að panta á íslensku á barnum sem er dá- lítið sérstakt því við erum nefnilega ekki stödd á knæpu í miðborg Reykjavíkur heldur í miðri Kaupmannahöfn. Hið ástkæra, ylhýra hljómar hér um allt, örugglega huggun mörgum sem þjást af heimþrá og verðið á bjórnum er ríflegt miðað við það íslenska. Sé miðað við gengi dagsins í dag. Ekki amalegt vilji maður íslenska stemningu beint í æð. Svo er þetta líka dálítið eins og að koma á ættarmót fyrir þá sem í borginni búa. Hér þekkjast flestir, eru í skóla saman, eiga sameigin- lega vini að heiman eða hafa einfaldlega kynnst hér á þessari agnarsmáu íslensku eyju í miðri kóngsins Köben. Það er svo sem ekkert nýtt að við Íslendingar fyllum borgina og okkur í borg- inni ef því er að skipta. En það er samt skemmti- legt og notalegt að geta verið í svona íslenskri stemningu í útlenskri borg. Enda bjuggu bara fjórir eða fimm Íslendingar í þeirri útlensku borg sem ég bjó í og á maður því ekki svo heimilislegri stemningu að venjast. Stemningin er svo góð að strákarnir okkar eru hvattir áfram til síðustu mínútu. Jafnvel þó að ljóst sé að við munum tapa. Þá er bara að fara nokkrar ferðir í viðbót á barinn, drekkja sorgum sínum fram eftir kvöldi og fallast svo í faðma að lokum. Skála og syngja að Íslendinga sið. En fara varlega á heimleiðinni, enda vill enginn detta í stiganum … María Ólafsdóttir maria@mbl.is Íslendingar hafa löngum flykkst til Kaupmannahafnar til náms og starfa. Morgunblaðið/Ómar Íslenska eyjan í Kaupmannahöfn 8.febrúar Alþjóðlegi net- öryggisdagurinn 2011. Mennta- og menningar- málaráðuneytið, innanríkisráðu- neytið og SAFT standa fyrir ráð- stefnu um Internetið á Hilton hóteli, Nordica. 9. febrúar Tónleikar Óp- hópsins í Salnum. Meðal annars verða flutt atriði úr óperum eftir Mozart og Carmen eftir Bizet. 10. febrúar Ráðstefna Lions um áhrif krepp- unnar á börn, ungmenni og fjöl- skyldur þeirra í Norræna húsinu. Ýmsir fyrirlestrar eru á dagskrá. 31

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.