SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 8

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 8
8 6. febrúar 2011 Af mergjuðum mið- herjapörum úr sögu Liverpool minna Car- roll og Suárez fljótt á litið mest á Kevin Keegan og John Tos- hack. Litli og stóri. Úrúgvæinn er að vísu ekki með smæstu mönnum (181 cm) en við hlið Carrolls (191 cm) er hann ekki mik- ill fyrir mann að sjá. Keegan og Toshack, sem léku saman hjá Liverpool frá 1971-77, vógu hvor annan frábærlega upp. Annar firnasterkur í loftinu en hinn þreifst best í sverðinum. Hversu mörg mörk lögðu þeir upp hvor fyrir annan? Átt þú þær tölur, Arngrímur Baldursson? Vinsælt var að bera Toshack og Keegan saman við fræg tvíeyki úr sögunni, lífseigust var samlíking hins rómaða sparktímarits Shoot, Leðurblökumaðurinn og Robin. Dreif blaðið þá kumpána meira að segja í fræga myndatöku í gerv- um. Ætli Carroll og Suárez séu ekki meira svona Butch Cassidy og The Sundance Kid. Butch og Sundance? John ToshackKevin Keegan H unt og St. John. Keegan og Toshack. Dalglish og Rush. Aldridge og Bear- dsley. Fowler og Owen. Þau eru ófá framherjapörin sem gert hafa garðinn frægan á Anfield gegnum tíðina. Þá var Fernando Torres þegar best lét ígildi tveggja manna. Guð allsherjar forði mér undan reiði Rauða hersins fyrir að nefna þann auma Júdas á nafn! Eftir að innkaupadeildin á Anfield gekk bók- staflega af göflunum á mánudaginn var Liverpool skyndilega komið með glænýtt par framherja tveimur mínútum fyrir miðnætti. Úrúgvæjann Luis Suárez og Englendinginn Andy Carroll. Hlut- verk þeirra verður að leysa téðan Torres af hólmi. Suárez, 24 ára, tók þegar til óspilltra málanna, hafði ekki verið inn á vellinum í margar mínútur í sínum fyrsta leik, gegn Stoke City, í vikunni þegar tuðran lá í netinu. Andy Wilkinson, leikmaður gestanna, gekk þar raunar í milli en Úrúgvæinn fær markið líklega fært á sína ferilskrá þar sem knötturinn var á leið í markið. Suárez fagnaði eins og hann hefði aldrei skorað áður. Sú er þó ekki raunin. Kappinn gerði 111 mörk í 159 leikjum á þremur og hálfu ári fyrir Ajax í Hollandi, þar af 49 mörk í 48 leikjum á lið- inni leiktíð. Það eru geggjaðar tölur. Beit mótherja í öxlina Það er fleira geggjað í fari Suárez. Árla á Ajax- ferlinum var honum legið á hálsi fyrir grófan leik og fyrr á þessari sparktíð gerði kappinn sér lítið fyrir og beit Otman Bakkal, leikmann PSV, í öxl- ina eftir að ágreiningur reis þeirra í millum í leik. Hlaut Suárez sjö leikja bann að launum. Þá er varsla hans með hendinni í leik Úrúgvæ og Gana á HM síðastliðið sumar alræmd en hún skilaði þjóð hans á endanum í undanúrslit mótsins. Sá gjörn- ingur er til marks um sigurvilja Suárez, hann læt- ur einskis ófreistað til að hafa betur í leikjum. Ekki veitir Liverpool af slíkum hugsjónamönnum á þessum síðustu og verstu. Burtséð frá þessu hefur Suárez margsýnt að hann er frábær knattspyrnumaður. Útsjón- arsamur, mjúkur í móttökunni, skytta góð og lús- iðinn. Svolítill Carlos Tévez. 22,8 milljónum sterl- ingspunda hefur að líkindum verið vel varið. 35 milljónir punda fyrir Andy Carroll, 22 ára, eru meiri áhætta. Miðherjinn stæðilegi, sem kom frá Newcastle United, er sannarlega með athygl- isverðari leikmönnum sem fram hafa komið í Englandi á liðnum misserum en hann hefur aðeins leikið 49 leiki í efstu deild. Gert í þeim 14 mörk. Menn væta ekki brækur sínar yfir þeirri tölfræði. Á móti kemur að Carroll er rétt að byrja. Hann er gamla gerðin af miðherja, stór, sterkur og lag- aður til loftárása. Kevin Keegan hefur til að mynda látið hafa eftir sér að Carroll sé í hópi þriggja fremstu kollspyrna sem hann hafi augum litið. Og er Keegan eldri en tvævetur. Nú ríður bara á að Carroll haldi að sér höndum utan vallar. Bið verður á því að Carroll klæðist rauðu treyj- unni, hann á við meiðsli að stríða, en afar fróðlegt verður að sjá hann stilla sér upp við hlið Luis Suárez í framlínu Liverpool. Hvort tvíeykið fer síðar meir á blað með þeim mönnum sem nefndir voru hér í upphafi mun tíminn hins vegar skera úr um. Bíta og slá frá sér Nýtt par fram- herja á Anfield Kóngurinn og kanónurnar. Kenny Dalglish býður Andy Carroll og Luis Suárez velkomna á Anfield í byrjun vikunnar. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Louisa M atthíasdóttir Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk) þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold fer fram mánudaginn og þriðjudaginn 7. og 8. febrúar, kl. 18 báða dagana í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.