SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 12
12 6. febrúar 2011
Þriðjudagur
Gerður Kristný tók
leigubíl heim úr leik-
húsinu. Bílstjórinn
var að hlusta á Gettu
betur og sagði mér
hinn kátasti að rétt
áður en ég steig upp í bílinn hefðu
unglingarnir verið spurðir að því
hvers dóttir ég væri. Þessari hefði
ég nú getað rúllað upp.
Miðvikudagur
Árni Torfason Ef aul-
inn sem er að bora í
blokkinni vekur dótt-
ur mína þá mun
skinka berast í póst-
kassann hjá viðkom-
andi næstu 6 mánuði.
Fimmtudagur
Bragi Valdimar
Skúlason Frumsýn-
ing á Ballinu á
Bessastöðum í
kvöld! Nú hefði verið
tilvalið að setja á sig
fálkaorðuna sína – ef „einhver“
hefði verið búinn að skammast til
að sæma mig einni!
Hlín Jóhannesdóttir Brim, The Go-
od Heart + Gauragangur = 31
Eddu tilnefning (!)
Fésbók
vikunnar flett
Ó
lafur Stefánsson er vissulega
einn fremsti íþróttamaður
sem Íslendingar hafa eignast
en að mínu mati eru Vil-
hjálmur Einarsson og Gunnar Huseby
þeir bestu.
Ég er yfirleitt á móti því að kjósa ein-
hvern mestan og bestan allra tíma; það
er tvíeggjað og ekki mikil vísindi á bak
við það en mitt mat byggist á því að Vil-
hjálmur og Gunnar eru þeir íþróttamenn
sem ég hef dáðst mest að.
Vilhjálmur vann silfurverðlaun á Ól-
ympíuleikunum 1956, náði að setja
heimsmet í þrístökki sem stóð að vísu
ekki lengi, og Gunnar varð tvívegis Evr-
ópumeistari í kúluvarpi, í bæði skiptin
með fáheyrðum glæsibrag. Hann var
bestur í Evrópu í um það bil áratug. Þetta
voru stórkostleg afrek og í raun ótrúleg
hjá þeim báðum á þessum tíma, þegar
ekki var búið eins vel að íþróttamönnum
okkar og í dag.
Ólafur er frábær íþróttamaður og einn
besti handboltamaður heims, það fer
ekkert á milli mála; frábær liðsmaður og
frábær persóna. Ég tel hann í hópi með
knattspyrnumönnunum Ásgeiri Sig-
urvinssyni og Albert Guðmundssyni;
þeir eru allir konungar í sínum greinum,
skammt á eftir Vilhjálmi og Gunnari,
eins og frjálsíþróttamaðurinn Örn Clau-
sen sem líka er óhjákvæmilegt að nefna.
Það er ekki til nein vísindaleg skýring
á því hvers vegna íslenskir íþróttamenn
voru jafn góðir um miðja síðustu öld og
raun ber vitni. Sumir halda því fram að
viðurværi Íslendinga á styrjaldarárunum
hafi verið miklu betra en annarra þjóða
en ég er á móti þeirri skýringu. Ég held
þetta hafi frekar tengst lýðveldisstofn-
unni; hún var mikill hvati og blés ís-
lensku þjóðinni í brjóst; menn tvíefldust,
vildu sýna sig og sanna og höfðu enga
minnimáttarkennd gagnvart öðrum
þjóðum sem hefur oft verið raunin síðan.
Ég hef oft sagt að íþróttamennirnir í
kringum 1950 hafi gert meira til þess að
efla þjóðernisvitund Íslendinga en
nokkrir stjórnmálamenn. Íþróttamenn-
irnir sem ég nefndi, ásamt Friðrik Ólafs-
syni skákmeistara, höfðu mikil áhrif.
Þegar við vorum nýlega orðin sjálfstæð
og minnimáttarkennd að drepa ýmislegt
í dróma komu þessir menn fram og unnu
mikil afrek.
MÓTI
Bjarni
Felixson
fyrrv. íþrótta-
fréttamaður
Ó
lafur er að mínu mati besti
íþróttamaður sem komið
hefur fram á Íslandi. Verð-
launasafnið talar sínu máli;
hann hefur orðið landsmeistari í þremur
löndum, unnið meistaradeild Evrópu
með tveimur liðum og síðan til silf-
urverðlauna á Ólympíuleikum og brons-
verðlaun í Evrópukeppni landsliða.
Ólafur hefur leikið með fremstu liðum
heims og er enn í toppformi, 37 ára gam-
all sem segir mjög mikið um líkamstást-
and hans. Þá hefur hann aldrei misst
neitt úr að ráði vegna meiðsla sem mér
finnst mjög merkilegt og eiginlega ótrú-
legt; ég man ekki eftir því að neinn
íþróttamaður hafi gert það.
Ég er viss um að íslenska landsliðið
hefði aldrei unnið til þeirra verðlauna
sem það hefur náð í ef Ólafur hefði ekki
verið með. Liðið hefur ekki bara notið
hans sem handboltamanns heldur and-
legs leiðtoga og fyrirliða, sem stýrir
hópnum fyrir utan völlinn. Þjálf-
arateymið á að sjálfsögðu stóran þátt í
þessum frábæra árangri en Ólafur á ekki
síður stóran þátt í því sem hefur gerst á
síðustu árum.
Í þættinum [Strákunum okkar] voru
allir sammála um að Ólafur væri besti
handboltamaður sem Ísland hefði eign-
ast; það var óumdeilanlegt. Við höfum
átt marga frábæra handboltamenn og
frábæra íþróttamenn í öðrum greinum,
verðlaunahafa á Ólympíuleikum sem
gera tilkall til þess að vera nefndir bestu
íþróttamenn Íslands. Upp í hugann
kemur Vilhjálmur Einarsson, sem fimm
sinnum varð íþróttamaður ársins, en
Ólafur hefur verið kjörinn fjórum sinn-
um og ég er viss um að það er erfiðara að
ná kjöri þegar keppt er í flokkaíþrótt en
einstaklingsíþrótt. Það er erfiðara að
skara fram úr.
Ásgeir Sigurvinsson, sá frábæri knatt-
spyrnumaður, náði frábærum árangri í
Þýskalandi og var mikið goð, á síðustu
árum hefur Eiður Smári staðið sig mjög
vel, Vala Flosadóttir og Bjarni Frið-
riksson unnu til verðlauna á Ólympíu-
leikum og svo mætti áfram telja, en mér
finnst Ólafur skör ofar en aðrir. Ferill
hans er ótrúlega langur og glæsilegur,
ekki síst vegna þess hve vel hann er
kominn á sig líkamlega og hugsar vel um
sig.
MEÐ
Páll
Ólafsson
fyrrverandi
landsliðsmaður
Er Ólafur besti íþrótta-
maður Íslendinga?
Páll Ólafsson, lengi landsliðsmaður í handknattleik, hélt því fram í þættinum Strákarnir okkar á
RÚV í fyrrakvöld að Ólafur Stefánsson væri besti íþróttamaður Íslands frá upphafi.
’
Landsliðið hefði ekki
náð svona góðum ár-
angri án Ólafs. Hann
er að mínu mati skör ofar
en aðrir íþróttamenn. ’
Ólafur er vissulega
einn sá fremsti en að
mínu mati eru Vil-
hjálmur Einarsson og
Gunnar Huseby þeir bestu.