SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 17
6. febrúar 2011 17
„Aðkoman var vægast sagt hrikaleg,“ segir
Þráinn Bj. Farestveit sem var meðal fyrstu
vegfarenda sem komu á slysstað í Þrengsl-
unum ásamt félaga sínum Jóni Páli Hallgríms-
syni. „Bíll Valgerðar var mikið skemmdur og
hún illa klemmd inni í honum. Vélarsalurinn
var allur kominn inn í bílinn. Mín fyrstu við-
brögð voru þau að hún myndi sennilega ekki
lifa þetta af,“ segir Þráinn.
Hann segir Valgerði hafa umlað sársauka-
fullum hljóðum. Hún var með meðvitund en
afar illa áttuð. Þráinn sá strax að hún átti erf-
itt með andardrátt. „Hún var klemmd milli
stýrisendans, sem var brotinn, og sætisins
og munnurinn var fullur af gleri. Ég braut mér
leið inn í bílinn að aftan. Sennilega gegnum
rúðu, ekki var hægt að opna neinar hurðir. Ég
byrjaði á því að hreinsa glerið úr vitum hennar
áður en mér tókst að brjóta sætisbakið og
sveigja það aðeins aftur á bak og þar af leið-
andi gefa henni örlítið meira rými til að anda.
Stýrisendinn þrýsti á brjóstið á henni. Það er
erfitt að meta hversu mikið má hreyfa við fólki
við aðstæður sem þessar, einkum þegar
maður hefur ekki hugmynd um hversu alvar-
legir áverkarnir eru, en það var alveg ljóst í
mínum huga að ég varð að gera eitthvað til að
létta henni biðina eftir sjúkraliðinu.“
Kuldatrekkur og fok var á staðnum og Þrá-
inn segir þá Jón Pál hafa kostað kapps um að
hlúa að Valgerði, draga úr kælingunni eins og
mögulegt var. „Ég man ekki hvenær fyrsti
sjúkrabíllinn kom á vettvang en mér fannst
við hafa beðið heila eilífð. Við þessar að-
stæður líður tíminn afskaplega hægt. Ég beið
inni í bílnum hjá Valgerði þangað til læknir
skipti við mig.“
Þeir Jón Páll fylgdust grannt með björgunar-
aðgerðunum og yfirgáfu ekki slysstaðinn fyrr
en þyrlan var komin í loftið með Valgerði inn-
anborðs. Það tók rúman klukkutíma að klippa
bílinn og losa hana úr flakinu.
Þau Valgerður hafa hist síðan og að dómi
Þráins er hún gæfusöm stúlka. „Það er með
ólíkindum að hún hafi lifað þetta hrikalega
slys af og geti gengið óstudd í dag.“
Þetta er ekki í eina skiptið sem Þráinn hef-
ur komið að alvarlegu slysi en fyrir tveimur ár-
um tókst honum af harðfylgi að draga mann
út úr brennandi bíl í Reykjavík. Allt fór vel í það
skipti líka.
„Það er auðvitað ótrúlegt að hafa lent í
þessu í tvígang en ég hef ekkert velt því frekar
fyrir mér. Það eina sem ég hugsaði um í bæði
þessi skipti var að hjálpa fólkinu eftir fremsta
megni. Við svona aðstæður hefur maður ekki
svo mikinn tíma til að velta hlutunum fyrir sér.
Það verður bara að taka af skarið.“
Hlynur Höskuldsson, slökkviliðsmaður og
bráðatæknir, tók þátt í björgunaraðgerðinni.
Hann segir að sér hafi ekkert litist á blikuna
þegar hann kom á slysstað.
„Þegar Yaris fær Ford 350 framan á sig er
ekki ástæða til bjartsýni. Þegar ég kom á vett-
vang hugsaði ég með mér: Ef þetta er ekki
banaslys þá er þetta alla vega mjög slæmt.
Það kom líka á daginn.“
Hann segir engu líkara en bílnum hafi verið
vafið utan um Valgerði. „Ef ég man rétt sáum
við bara höfuðið og annan handlegginn. Við
gerðum okkur strax grein fyrir því að hún var
mikið slösuð og eftir því sem okkur tókst að
klippa bílinn utan af henni komu stöðugt fleiri
áverkar í ljós. Því var óskað eftir þyrlunni. Það
var skítakuldi á staðnum og við vissum að
hafa þyrfti hraðar hendur.“
Hann segir Valgerði hafa svarað spurn-
ingum bráðatækna og hlýtt leiðbeiningum.
„Hún stóð sig alveg ótrúlega vel.“
Hlynur segir aðgerðina á vettvangi hafa ver-
ið óvenju flókna. Spurður hvort hún sé með
því eftirminnilegra sem hann hafi lent í svarar
hann játandi. „Ekki nokkur spurning. Þú heyrir
hversu vel ég man þetta núna, fjórum árum
síðar. Bæði var klippiaðgerðin sem slík mjög
flókin og síðan voru beinbrotin svo mörg. Það
er ótrúlegt en um leið ánægjulegt hvað stúlk-
an hefur náð góðum bata.“
Aðkoman vægast sagt hrikaleg
Valgerður ásamt Þráni Bj. Farestveit og Jóni Páli Hallgrímssyni sem veittu henni ómet-
anlega aðstoð á slysstað. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessir menn björguðu lífi mínu.“
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Valgerður mætt á Þjóðhátíð í Eyjum, rúmum fjórum mánuðum eftir slysið. Eyjamenn missa ekki af Þjóðhátíð!
Valgerði var vandlega pakkað inn í gifsumbúðir eftir slysið. Hún lá í tvo mánuði á Landspítalanum. Stór stund. Valgerður stígur í fótinn á Landspítalanum.
’
Bíll Valgerðar var mikið
tjónaður og hún illa
klemmd inni í honum. Vél-
arsalurinn var allur kominn
inn í bílinn. Mín fyrstu viðbrögð
voru þau að hún myndi senni-
lega ekki lifa þetta af.
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson