SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 20

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 20
20 6. febrúar 2011 K atrín flutti erindi um nýjan Landspítala á fundi Samtaka verslunar og þjónustu á dög- unum. „Þar á bæ hafa menn sínar efasemdir og báðu mig um að fara yfir þetta. Vildu fá einhvern utanaðkom- andi til þess að skoða hvort þetta sé hag- kvæmt; hvort eitthvert vit sé í þessari fram- kvæmd,“ segir Katrín Ólafsdóttir við Morg- unblaðið. Í framhaldi þeirra orða liggur beinast við að spyrja: Er eitthvert vit í framkvæmdinni? „Ég er ekki viss um það,“ segir hún. Þegar nánar er spurt segir Katrín að allt of mörgum spurningum sé að minnsta kosti ósvarað ennþá til þess að skyn- samlegt sé að hefjast handa. „Eftir að hafa farið í gegnum allar þær skýrslur sem hafa verið skrifaðar um nýjan Landspítala vakna miklu fleiri spurningar en svör.“ Fróðlegt hafi verið að lesa skýrslurnar, því í þeirri nýjustu sé t.d. að finna töluverða gagnrýni á skýrsl- una þar á undan. Bara það finnist henni næg ástæða til að hugsa málið frekar. „Það hefur svo margt breyst síðan ferl- ið fór af stað. Forsendur eru allt aðrar.“ Katrín bendir á að fyrirhugaðar bygg- ingar séu um 50% stærri en upphaflega var ráð fyrir gert. „Upprunalega var met- ið að það þyrfti 120 þúsund fermetra undir spítala en nú er gert ráð fyrir 180 þúsund fermetrum. Hvers vegna þessi stækkun þegar húsnæðisþörf spítala fer minnkandi? Þetta er bara eitt dæmi. Mér finnst því að áður en menn hella sér í þessa framkvæmd sé rétt að staldra við og hugsa málið upp á nýtt. Það þarf að læra af fortíðinni. Mér finnst ýmislegt benda til þess að verið sé að fara í sama leikinn og stundum áður og ég er ekki tilbúin að eyða skattpeningum í slíkt.“ Hún spyr: „Verður sparnaður við sam- einingu stóru spítalanna á einum stað jafn mikill og talið er? Það finnst mér ekki liggja fyrir. Og hvað þýðir það fyrir heildina ef slík hagræðing næst ekki fram? Það veit enginn.“ Katrín segir auðvitað ekki vafa á því að þjóðin vilji eiga gott sjúkrahús en ekki sé sama hvernig að framkvæmdum sé stað- ið. „Þó svo að lífeyrissjóðir fjármagni framkvæmdina er hún á endanum greidd af skattpeningum og mér er ekki sama hvernig með þá er farið. Það þarf að liggja fyrir um hvaða fjárhæðir er að tefla og hvaða líkur séu á því að kostnaðaráætlun standist.“ Eftir að Katrín fjallaði um málið á áður- nefndum fundi hefur verið birt yfirlýsing á vef nýs Landspítala, slóðin er www.nyrlandspitali.is, þar sem kemur fram að ítarlegir útreikningar um rekstr- arsparnað liggi fyrir, en hún er samt ekki sannfærð. „Þurfum við virkilega alla þessa stein- steypu? Er forgangsröðunin rétt; er ekki rétt að menn óttast atgervisflótta úr hús- inu? Væri því ekki betra að leggja minni áherslu á steypu en meiri á mannauð?“ Hún segir: „Ef kostnaðurinn verður 90 milljarðar gerir það um eina milljón á hverja fjögurra manna fjölskyldu í land- inu. Það eru miklir peningar og for- dæmin eru allt of mörg um að farið hefur verið allt of langt fram úr fjárhagsáætl- unum. Skattgreiðendur borga þetta á endanum, hver svo sem fjármagnar framkvæmdirnar í millitíðinni. Þegar svo er verðum við að vita hve mikið við eig- um að borga. Hvað ef hægt væri að byggja fínan spítala fyrir hálfa milljón á fjöl- skyldu? Það væri hægt að gera ýmislegt fyrir mismuninn.“ Hvað ef kostnaðurinn fer upp í tvær milljónir á fjölskyldu? spyr Katrín og segir ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því miðað við reynsluna. „Vilja menn það? Ekki ég. Ég vil að þetta verði skothelt áð- ur en farið er af stað. Og ef við þurfum ekki á öllu þessu húsnæði að halda, vilj- um við þá ekki frekar borga fleirum laun á spítalanum? Eða lækka skatta?“ Aðrar gagnrýnisraddir hafa heyrst, en Katrín segir ekki hafa mikið verið hlustað á þær, „en dropinn holar steininn. Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og mér finnst það siðferðisleg skylda að hlusta á gagnrýnisraddir. En það virðist töluverð pólitík í þessu máli og ég verð að viður- kenna að ég skil hana ekki alveg. Þetta er hagsmunamál okkar allra; þetta kemur okkur öllum við og þess vegna tók ég að mér að tjá mig um þetta.“ Hún telur mikilvægt að spítali sé ná- lægt miðju höfuðborgarsvæðisins þannig að þangað sé greiður aðgangur, og að því leyti sé Fossvogurinn hentugri en Hring- brautin og umferðaræðar þar betri. Katrín segir svo í léttum dúr: „Ég varð næstum því of sein á fundinn vegna þess að ég var föst í röð á Hringbrautinni fyrir framan Landspítalann á leiðinni heiman frá mér í Vesturbænum að Grand hóteli. Það styrkti mig í trúnni!“ „Of mörgum spurningum ósvarað“ Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, er efins um að hagkvæmt sé að fara í framkvæmdir við háskólasjúkrahús við Hring- braut. Of mörgum spurningum sé enn ósvarað. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Katrín Ólafsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.