SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Page 23

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Page 23
6. febrúar 2011 23 dollara á ári til hernaðarmála frá banda- rískum stjórnvöldum og notað þetta fé til að halda völdum. „Washington leit í blindni á hann sem rödd „hófseminnar“ en langþjáð þjóð hans sá einfaldlega gamaldags einræð- isherra,“ segir Kai Bird, sem skrifaði róm- aðar endurminningar um uppvaxtarár sín í Ísrael, Egyptalandi og Sádi-Arabíu í fyrra. Marokkóski rithöfundurinn Laila Lal- ami fjallar um mótmælin í grein í blaðinu The Nation: „Fyrir þeim okkar, sem ólust upp við einræði, eru mótmælin, sem hafa kviknað um allan arabaheiminn, eins og uppfylling mikilla fyrirheita. Þessi fyrir- heit voru gefin foreldrum okkar og for- eldrum þeirra, öllum þeim, sem börðust fyrir sjálfstæði: að við myndum hafa rétt til að ákveða framtíð okkar. Þess í stað skópu leiðtogar okkar okkur heim þagnar og ótta og sögðu okkur að við yrðum að gæta þess hvað við segðum og hvað við gerðum. Grafið var undan stofnunum okkar eða þær lagðar niður. Og í hvert skipti sem við horfðum til Vesturlanda eftir hjálp töluðu forsetar þeirra og for- sætisráðherrar tungum tveim, messuðu ýmist yfir okkur um lýðræði eða veittu einræðisherrunum okkar stuðning.“ Þegar mótmælin hófust í Egyptalandi virtust bandarísk stjórnvöld ætla að vera við sama heygarðshornið. Mubarak er „mikilvægur bandamaður“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrir rúmri viku. Bandaríkjamenn snúa við blaðinu Um miðja nýliðna viku sneru Bandaríkja- menn hins vegar við blaðinu og sögðu að valdaskiptin í Egyptalandi þyrftu að hefj- ast tafarlaust. Þetta var þvert á yfirlýs- ingar Mubaraks um að fara ætti með hægð til að tryggja stöðugleika og bíða kosning- anna, sem halda á í september. „Því fyrr, sem hægt er að kjósa, því betra,“ sagði bandaríska utanríkisráðuneytið. Rétt eins og 1989 kemur mótmæla- bylgjan í arabalöndunum vestrænum stjórnvöldum í opna skjöldu. Þá gætti ákveðinnar tregðu vegna þess að ógern- ingur var að segja til um hverjar afleiðing- arnar yrðu af því að austurblokkin hryndi. Nú heyrast einnig raddir efasemda og hin- ir svartsýnustu eru þess fullvissir að verði einræðisherrunum sópað burt taki ísl- amistarnir völdin og stofni klerkaveldi í ætt við það, sem reis í Íran þegar Koh- meini steypti Mohammad Reza Pahlavi keisara. Múslimabræðralagið er notað sem Grýla í Egyptalandi. Mótmælin í Egyptalandi virðast reyndar ekki sprottin af rótum þess. Aðalástæðan er einfaldlega að fólk hefur fengið nóg. Tvær hreyfingar hafa verið nefndar í sambandi við mótmælin. Önnur nefnist Æskulýðshreyfingin 6. apr- íl og er kennd við verkföll, sem breiddust út 2008 og voru brotin á bak aftur með valdi 6. apríl það ár. Hinn hópurinn er kenndur við Khaled Said, bloggara, sem óeinkennisklæddir lögreglumenn börðu til bana sumarið 2010. Mohamed El-Baradei, fyrrverandi for- ustumaður kjarnorkueftirlitsstofnunar- innar IAEA, sem fékk friðarverðlaun Nób- els 2005, hefur verið nefndur sem leiðtogi stjórnarandstæðinga í Egyptalandi. Hann geldur fyrir það að hafa ekki búið í land- inu, en vegna þess að hann stóð uppi í hárinu á stjórn George W. Bush, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, þegar umræðan um gereyðingarvopn í Írak stóð sem hæst verður hann ekki sakaður um að vera handbendi Vesturlanda. Sú andstaða skýrir hins vegar árásir bandarískra hægrimanna á El-Baradei þessa dagana. Engin leið er að tryggja að ekki taki eitt afbrigði harðstjórnar við af öðru hrökklist einræðisherrar arabalandanna frá völdum og engin furða að valdhafar í Ísrael séu uggandi. Það eru hins vegar ekki rök með því að einræðisherrarnir haldi völdum. Það er ekki ástæða til að koma í veg fyrir að almenningur í þessum heimshluta fái tækifæri til að taka framtíð sína í eigin hendur. Leiðtogar Vesturlanda verða að spyrja sig hvort það samræmist gildismati þeirra að hagsmunir þeirra séu tryggðir með kúgun og harðstjórn. Reuters Dögum saman hafa Egyptar mótmælt og krafist að stjórnin víki. Andstæðingar Hosnis Mubaraks ná einum stuðningsmanna hans. Hosni Mubarak og Barack Obama heilsast. Nú hefur Obama snúið baki við Mubarak. Andstæðingar Mubaraks mótmæla í sárum eftir átök við stuðningsmenn hans. ’ Og í hvert skipti sem við horfðum til Vest- urlanda eftir hjálp töluðu forsetar þeirra og forsætisráðherrar tungum tveim, messuðu ýmist yfir okkur um lýðræði eða veittu einræðisherrunum okkar stuðning.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.