SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 25

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 25
6. febrúar 2011 25 svona og svona. Að auki gleymt að snúa spjaldinu og skipta um filmu. Alltaf sami aulinn, hugsaði ég og bölvaði sjálfum mér í hljóði. Ég skipti hratt um filmu og stillti upp, leit upp og hvað, hesturinn var farinn. Ég var svo lengi að bjástra við myndavélina og gera mig kláran að það hefur sennilega verið búið að éta hestinn þegar ég var loksins tilbúinn að taka mynd. Ég sá ekkert hvert hann fór, líklega var hann bak við steininn. Þar fór sú mynd, hugsaði ég, verð að finna nýja. Það gekk hálfbrösuglega, aulagangurinn að ná ekki myndinni sat í mér. Ég átti náttúrlega að eyða því úr huga mér og hugsa áfram ekki aftur á bak og finna nýja mynd. Ég kláraði filmublöðin og keyrði heim, mér fannst engin mynd flott þennan daginn. Guðmundur tók mér fagnandi og framkallaði filmurnar fyrir mig, mér fannst allt hálflélegt nema þessi eina mynd sem ég hélt að ég hefði ekki náð. Best að viðurkenna það bara, ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Hafði smellt af svona fjórum sinn- um óvart á sömu filmuna. Myndirnar voru hver ofan í annarri, þarna er brimmynd, fjall og hvíti hesturinn undir steininum. Ég er mjög sáttur við þessa mynd. Get svo sem alveg komið með einhverja eftiráskýringu á því hvað þetta er mikil snilld. Það er víst í tísku í dag. Það heitir allt svo miklum nöfnum, nöfnum sem eru yfirleitt miklu stærri en verkin sjálf. Nöfn sem enginn skilur, eins og „í óravíddum innra rýmis alheimssnjómuggunnar“, eða „óravíddir ytra fjallarýmisins á heimsenda hvítgæðingsins“ eða „innsetning fjallafolans á grasatungum eilífð- arinnar“. Orð sem eru varla til í orðabókum en virka voða gáfuleg. Allt er þetta skemmtilegt krydd í tilveruna en mun það standast tímans tönn? Ekkert af þessu skiptir neinu máli í veruleikanum. Menn eiga heldur ekki að reyna að stjórna því á hverja sólin skín! Ég held ég sleppi því að skíra myndina svona nöfnum, ég hef enga minnimáttarkennd yfir því að skilja ekki þessi orð. Svo þori ég ekki að taka séns- inn á því að fæla marsbúa frá því að lenda á jörðinni við það að heyra þetta orðagjálfur, þeir gætu haldið að það væri bara skrýtið fólk hérna. Eða er það kannski orðið þannig?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.