SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 27

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 27
6. febrúar 2011 27 sagði henni að hún væri of erfið kona fyrir Rússa og að hún yrði helst að finna sér einhvern Skandinavíubúa,“ segir Arnar og viðurkennir að viðvör- unarbjöllur hafi hringt þegar minnst var á hjónaband svo snemma í sambandinu. „En svo kynntist ég fólkinu hennar og átti gott samtal við vinkonu hennar sem útskýrði að hún væri bara að leita að einhverju sem henni fyndist passa. Það væri ekki þannig að hún væri eitthvað örvæntingarfull. Það var ekki planið hjá henni að næla í mig þegar hún bauðst til að sýna mér borgina. Rússar eru al- mennt mjög indælir og gestrisnir.“ Því meira sem þau ræddu málin, því sannfærðari varð hann. Að láta sér nægja að búa saman yrði vandkvæðum bundið þar sem erfitt væri að fá land- vistaleyfi og fjarbúð kom ekki til greina vegna fjarlægðarinnar. Arnar á þrjú börn hér heima á Íslandi og María eitt barn úti og því varð niðurstaðan sú að gifta sig í Yakutsk föstudaginn 13. ágúst og flytja síðan til Íslands nú í vor. Eftir tíu daga hélt Arnar heim í bili en María og fjölskyldan hennar hófu brúðkaups- undirbúninginn. Arnar hafði ekki verið lengi heima þegar María hringdi í hann og tilkynnti honum að þau ættu von á barni. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar hann snéri aftur til Yakutsk og blásið var til 150 manna veislu í tilefni af brúðkaupinu. Viðburðurinn vakti nokkra athygli í þessu „litla“ samfélagi og auk nokkurra blaðagreina sem skrifaðar voru um parið var gerður sjónvarpsþáttur um brúðkaupið og Arnar var gestur í mat- reiðsluþætti á sjónvarpsstöðinni TNT í Yakutsk. Rúmum níu mánuðum eftir að þau hittust fyrst fæddist þeim svo drengur. Arnar hlakkar til að flytja heim í vor með konu og barn en segir Íslendinga geta lært margt af Rússum. Hann segist skilja að fólki finnist hann hafa farið hratt í hlutina en á bara eitt svar fyrir þá sem undra sig á hamaganginum. „Þegar við vorum að ræða hjónabandið spurði hún mig einfaldlega: „Af hverju ekki?“ Og ég gat ekki svarað. Hann er svo sterkur í manni Íslendingurinn, hér heima er fólk oft trúlofað í mörg ár áð- ur en það giftir sig. En hversu oft gerist það að maður nær svona sterkum tengslum við manneskju eins og við gerðum? Af hverju að eyða ævinni í að bíða?“ Faðir Maríu, Spiridon, og sonur hennar, Max, spila á khomus. Brúðarterta í formi Eyjafjallajökuls, sem átti sinn þátt í að koma parinu saman. María og Arnar komu víða við til að láta mynda sig á óvenjulegum stöðum. Formlega athöfnin fór fram á nokkurs konar giftingaskrifstofu, ZAGS. Brúðarbíllinn var gul smárúta en „ég elska þig“ á rússnesku hljómar eilítið eins og „yellow blue bus“ og var það hálfgert þema fyrir brúðkaupið og und- irbúninginn.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.