SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 28
28 6. febrúar 2011 en þegar betur var að gáð reyndist hún 30 ára gömul og um allt annan útvarpsstjóra. Svo hefur það auðvitað ekki verið tekið út með sældinni síð- ustu tvö árin að fara með RÚV í gegnum meiri og sársaukafyllri niðurskurð en áður hefur verið gert í sögu stofnunarinnar. Útvarpsstjóri á hverjum tíma verður hins vegar að þola málefnalega gagnrýni og í raun á hann að taka henni fagnandi. Það er bein- línis gleðiefni að fólk hefur heitar og miklar skoð- anir á RÚV. Það sannar að RÚV á brýnt erindi við samfélagið og fólki stendur ekki á sama hvað við gerum eða látum ógert. Það er miklu hollara og betra fyrir RÚV að lifa við stöðuga gagnrýni en einhverskonar sinnuleysi eða skeytingarleysi. Ég geri hins vegar mikinn greinarmun á þessu og persónulegum svívirðingum sem hafa gengið yfir mig – og reyndar fleiri stjórnendur RÚV – og einkennast af meinfýsni og illgirni. Ómerkilegastir af öllum eru þó þessir huglausu og nafnlausu bloggarar sem stunda óþverralegar persónuárásir úr launsátri. Þeir eru eins og graftarbólur á sam- félaginu. Ég væri ekki fullkomlega hreinskilinn ef ég segði að þetta hefði engin áhrif á mig – ég þætt- ist þá vera meiri töffari en ég er – því stundum gengur þetta algjörlega fram af mér. Og ekki bara þegar ég á sjálfur í hlut. Hvorki ég né aðrir ættu þó að láta þetta ræna sig gleðinni. Það er ekki til neitt ómerkilegra fyrirbæri í opinberri umræðu.“ gagnvart menningunni. Í miklum niðurskurði síð- ustu ára hafa þjónustutekjur RÚV verið skornar niður um meira en 20%. Það hefur leitt af sér nið- urskurð á öllum sviðum, hlutfallslega mest varð- andi íþróttaefni og kaup á erlendu afþreyingarefni. Fréttastofan hefur einnig mátt þola talsverðan niðurskurð. Á menningarsviðinu hefur sennilega hlutfallslega minnst verið skorið niður, en hins vegar hefur dýrasta sjónvarpsefnið, sem er frum- gert, leikið íslenskt efni, þurft að mæta afgangi. Ég er fyrstur manna til að viðurkenna að þetta er afar slæmt en engu að síður óhjákvæmilegt vegna þeirrar stöðu sem við vorum í. Nú erum við að bæta úr þessu og frumsýnum í mars nýja glæpa- seríu í leikstjórn Friðriks Þórs, eftir sögu Árna Þór- arinssonar, Tími nornarinnar.“ Ekki tekið út með sældinni Hefur Stöð 2 ekki verulegt forskot á RÚV í fram- leiðslu á íslensku, leiknu efni? „Mér finnst að Stöð 2 hafi staðið sig best í leiknu gamanefni. Þeir sýndu seríu sem er að mörgu leyti best heppnaða leikna gamanserían sem gerð hefur verið á Íslandi: Vaktaseríurnar. Ég get fúslega játað að ég öfundaði Stöð 2 mikið af þeirri þáttaröð sem var afar vel heppnað sjónvarpsefni. Að þessu leyti til var samanburður okkur frekar í óhag og það komu tvö dagskrárár í röð þar sem segja má að Stöð 2 hafi staðið okkur framar í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni, en sú staða er vonandi ekki komin til að vera. Þarna mun RÚV gefa í. Það þarf hinsvegar ekki endilega að líta á það sem áfellis- dóm yfir RÚV þótt Stöð 2 geri eitthvað vel“. Bandalag íslenskra listamanna hefur lýst því yfir að erfiðlega gangi að eiga málefnalega sam- skipti við stjórnendur RÚV, og nefnir þá til sögu útvarpsstjóra og framkvæmdastjóra. Eru sam- skiptin erfið? „Ég skil ekki hvað forsvarsmenn Bandalags ís- lenskra listamanna eru að fara með þessu. Ég veit ekki til þess að nokkur þeirra hafi farið af okkar fundi með þeim orðum að hann hafi verið ómál- efnalegur. En þeim finnst greinilega sumum hverj- um skemmtilegra að tala á niðurrífandi hátt um RÚV en á uppbyggilegan hátt við RÚV, og verður þá svo að vera. Mér finnst reyndar í hæsta máta ómálefnalegt hjá þeim sjálfum að slá fram svona staðhæfingum án rökstuðnings. Sama má segja um afar óréttmæta gagnrýni þeirra á stjórn RÚV, sem ber með sér algjört þekkingarleysi á því hlutverki sem stjórnin gegnir samkvæmt lögum. Hvernig finnst þér sem útvarpsstjóra að sitja nánast stöðugt undir alls konar gagnrýni? „Það hefur fylgt þessu starfi í 80 ár. Mér var um daginn gefin blóðug skammargrein um útvarps- stjóra sem ég hélt við fyrsta lestur að væri um mig Í skýrslu starfshóps á vegum menntamála- ráðuneytisins um almannaútvarp á Íslandi kemur fram að völd útvarpsstjóra séu mjög mikil og að það þyrfti að deila þeim betur niður. „Í raunveruleikanum eru völd útvarpsstjóra miklu minni en menn virðast gefa sér og rugla þá gjarnan saman formi og innihaldi,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. „Hér áður fyrr bjó stofn- unin við kerfi þar sem menntamálaráðherra skip- aði ekki bara útvarpsstjórann heldur þrjá nánustu samstarfsmenn hans: framkvæmdastjóra sjón- varps, framkvæmdastjóra útvarps og fjármála- stjóra. Útvarpsstjóri bar ekki ábyrgð á ráðningu þeirra þriggja einstaklinga sem hann þurfti þó að vinna nánast með. Ofan á þessa óskýru ábyrgðar- röð var sett pólitískt kjörið útvarpsráð sem bar þó ekki rekstrarlega ábyrgð á Ríkisútvarpinu, en var umsagnaraðili um alla skapaða hluti, þar á meðal dagskrána og fólk sem átti að ráða til starfa. Hér stóð útvarpsráð til dæmis í því að greiða atkvæði um hverjir ættu að vera fréttamenn hjá RÚV. Skýrasta dæmið um ábyrgðarleysið og rugling- inn sem var við lýði er fréttastjóramálið alræmda. Þá var ráðinn fréttastjóri sem hraktist á brott eiginlega áður en hann byrjaði. Og enginn vissi almennilega hver bar ábyrgðina – hvorki á ráðn- ingunni né brotthvarfinu. Var það útvarpsráð? Útvarpsstjóri? Eða var það kannski menntamála- ráðherra? Þessi óskýra ábyrgð var einn helsti gall- inn við RÚV eins og það var orðið. Loks var tekið á þessu með lagabreytingu og farin sama leið og tíðkast nánast alls staðar í Vestur-Evrópu – og raunar í öllum fyrirtækjarekstri ef út í það er farið – þar sem hægt er að kalla útvarpsstjóra til ábyrgð- ar fyrir alla daglega stjórnun félagsins. Hann er ábyrgur gagnvart stjórn og eigendum sem eru þjóðin. Þetta þýðir ekki að útvarpsstjóri sé að garfa í öllum hlutum frá degi til dags, vasast í dagskrár- ákvörðunum hvað þá að skipta sér af fréttum. Það er fráleitt að ætla að hann geri það. Vald- og ábyrgðardreifing innan RÚV er mjög mikil. Út- varpsstjóri tekur auðvitað þátt í því með öðrum starfsmönnum og stjórnendum að leggja megin- línur en síðan er það annarra að fylla út í myndina. En það er einn sem er kallaður til ábyrgðar gagn- vart stjórn, útvarpsstjórinn, en menn mega ekki rugla því saman við að hann sitji hér eins og ein- valdur og deili og drottni yfir öllu, smáu og stóru.“ Það hefur komið hörð gagnrýni frá íslenskum listamönnum þess efnis að Ríkissjónvarpið sinni ekki menningarhlutverki sínu. Hverju svararðu þessu? „Samkvæmt lögum er RÚV ætlað að sinna margskonar hlutverki. Þar á meðal er hlutverkið sem snýr að fréttaflutningi og lýðræðislegri um- ræðu í landinu, öryggishlutverkið og skyldan Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Alvanur blammeringum Páll Magnússon útvarpsstjóri ræðir í viðtali um hlutverk RÚV. Hann svarar gagnrýni þess efnis að RÚV sinni ekki menningarhlutverki sínu. Páll gagnrýnir harðlega að Landsbankinn skuli tryggja eignarhald og yfirráð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fjölmiðlafyrirtækinu 365. ’ Það gengur eiginlega út yfir mörk allrar venjulegrar kaldhæðni að skattgreiðendum, sem þurftu að punga út um 280 milljörðum króna, ef ég man rétt, til að endurreisa Landsbankann, skuli gert með afskriftum og endurfjár- mögnunum að tryggja áframhaldandi eign og yfirráð Jóns Ásgeirs á 365. Páll Magnússon: „Það er miklu holl- ara og betra fyrir RÚV að lifa við stöð- uga gagnrýni en einhverskonar sinnu- leysi eða skeytingarleysi.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.