SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 31

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 31
6. febrúar 2011 31 S vavar Knútur fæddist 21. janúar 1976, sonur Sigfríðar Ásbjörnsdóttur kennara og Kristins Jónssonar, sem var sjómaður, bóndi og uppfinningamaður. Svavar á tvo bræður, þá Jón Gunnar og Vilmund Torfa og er sá í miðið. Fjölskyldan flutti töluvert á æskuárum Svavars en lengst af bjó hún á Skálá í Skagafirði þar sem foreldrar hans stunduðu búskap; á Flateyri við Önundarfjörð og á Stokks- eyri. Að loknum grunnskóla fór Svavar í Menntaskólann við Hamrahlíð og þaðan í heimspeki og mannfræði við Háskóla Íslands. Í framhaldinu stundaði hann meistaranám í um- hverfis- og auðlindafræði, en lauk ekki prófi, auk þess sem hann lauk miðstigi frá Söngskólanum í Reykjavík. Svavar hefur haft fingurna á hljóðfærum frá því hann man eftir sér en „var alltaf mjög feiminn við að láta tónlistina verða að ein- hverju“. Hann ákvað svo að láta slag standa fyrir um þremur árum. Svavar Knútur á dótturina Dagbjörtu Lilju og sam- býliskona hans er Líney Úlfarsdóttir sálfræðingur. ben@mbl.is Þriggja, fjögurra ára glókollur, á ljósmynda- stofu að undirlagi foreldra sinna. Ég og Nóni bróðir (Jón Gunnar) skemmtum okkur í vetrarríkinu á Stokkseyri, líklega um 1979. Við eldri bræðurnir tveir og krakkarnir sem voru í sveit hjá okkur á Skálá í Skagafirði. Bóndabærinn er í baksýn en þar voru foreldrar mínir með hefðbundinn búskap. Ég hvísla leyndarmáli í eyra pabba í Móhúsum á Stokkseyri hjá Þórhildi ömmu og Páli afa. Nóni hefur meiri áhuga á ljósmyndaranum. Með vinum mínum Renaud og Rósu í París, en myndin var líklega tekin þegar ég var á fyrsta tónleikaferðalaginu mínu um Frakkland. Við Nóni bróðir ásamt mömmu sem heldur um mig og pabba við eldhúsborðið á Skálá, senni- lega í kring um 1983. Með okkur á myndinni er vinnumaðurinn Kristján Þórisson. Feiminn í fyrstu Tónlistarmaðurinn Svavar Knút- ur opnar albúmið að þessu sinni. Í góðum gír í eftirpartýi á Aldrei fór ég suður, líklega 2008. Skemmtilegt eins og alltaf. Ég og dóttir mín Dagbjört Lilja glaðbeitt í fjallgöngu á Skálárhnjúk í fyrrasumar. Hjá Jóhönnu Þorvaldsdóttur, geitabónda á Háafelli sem á mikinn heiður skilinn fyrir að varðveita íslenska geitastofninn. Á sjó. Ég var tvö, þrjú sumur með pabba á sjó og á yndislegar minningar þaðan. Við bræðurnir þrír að syngja fyrir Svövu ömmu á afmælinu hennar fyrir nokkrum árum. Á ákaflega skemmtilegum tónleikum í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði en ég verð þar næst 26. febrúar að spila. Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.