SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Page 32
32 6. febrúar 2011
R
onald Reagan Bandaríkjaforseti hefði
orðið 100 ára þennan sunnudag. Gáfu-
mannafélagið í Bandaríkjunum reyndi
að tala hann niður frá fyrstu stund
hans í Hvíta húsinu. Reagan bar sigurorð af Cart-
er forseta í forsetakosningunum 1980. Spuninn
var að Carter væri svo gáfaður en hollywoodleik-
arinn væri ekki annað en það, ómenntaður og illa
gefinn. Carter setti sig inn í hvert mál út í hörgul
en Reagan vissi ekkert um neitt nema fyrirsögn-
ina á efninu og þyrfti að hafa talspjöld frá að-
stoðarmönnum til að geta tekið þátt í umræðum.
Carter ynni 18 tíma á sólarhring á meðan Reagan
svæfi út og fengi sér lúr þess á milli. Carter héldi
um alla spotta á meðan Reagan þyrfti að láta
semja hvert orð fyrir sig, hvort sem það væri bréf
eða ræður. Þess utan væri Reagan gamall og gott
ef ekki elliær. Reagan tók öllum þessum spuna
elskulega, hafði ekki nokkrar áhyggjur af honum
og ýtti undir hann í ræðum og á blaðamanna-
fundum. „Mér þótti skemmtilegast að læra
mannkynssögu,“ sagði hann á fundi með nem-
endum í skóla einum. „Og þá segið þið sjálfsagt
að það hafi verið auðvelt í mínu ungdæmi því svo
lítið hafi verið búið af mannkynssögunni.“ Og
þegar blaðamenn sögðu við hann að það væri enn
einn vitnisburðurinn um að aðrir stýrðu málum í
nafni forsetans en ekki hann, að hann skyldi ekki
hafa verið vakinn áður en herinn skaut niður
tvær líbískar herþotur, brást Reagan þannig við:
„Já, þetta eru svo alvarlegar ábendingar að ég hef
gefið fyrirmæli um að næst þegar eitthvað
merkilegt gerist verði ég vakinn þegar í stað,
jafnvel þótt það sé á miðjum ríkisstjórnarfundi.“
Hver var galdurinn við gengi Reagans?
Og ekki leið á löngu áður en forsetinn átti hvert
bein í mörgum landa sinna. Þegar hann hætti var
hann vinsælasti forseti sem yfirgefið hafði Hvíta
húsið, en margur forsetinn er á lægsta punkti
sinna vinsælda á þeim tímamótum. Og þegar
skjöl forsetans voru skoðuð eftir að hann var
sestur í helgan stein kom í ljós að hann hafði ekki
aðeins sagt fyrir um meginefni ræðna sinna held-
ur skrifað þær flestar með penna frá orði til orðs
og handskrifað að auki þúsundir svarbréfa til
óbreyttra bandarískra borgara. Og þegar Obama
flutti ávarp sitt á dögunum til þings og þjóðar,
hið fyrsta eftir að hafa tapað illa í þingkosn-
ingum, hvað höfðu spunameistarar hans að segja
í framhaldinu? Þá var reynt að draga upp þá
mynd í spjallþáttum að Obama forseti hefði í
mörgu minnt á Ronald Reagan í boðskap sínum
og framgöngu. En Obama hefur eins og kunnugt
er verið talinn einn vinstrisinnaðasti forseti í
sögu Bandaríkjanna. En hver var þá hinn póli-
tíski galdur Reagans? Sennilega einkum sá að það
var enginn galdur. Reagan hafði lífsskoðun. Þeg-
ar mál eða verkefni komu upp lét hann ekki gera
kannanir, eða lét þreifara vera í sambandi við
markhópa. Hann mátaði viðfangsefnin við lífs-
skoðanir sínar og brást við í samræmi við það.
Hann hafði gengið til kosninga með þær lífsskoð-
anir að leiðarljósi. Þeir sem kusu hann sem og
þeir sem gerðu það ekki vissu fyrir hvað hann
stóð. Það voru engar brellur, engin brögð, engir
galdrar.
Vissi alltaf hvert ferðinni var heitið
Reagan hafði ekki horn í síðu gáfumannafélagsins
sem reyndi að draga hæfileika hans og getu í efa.
En hann gerði heldur ekkert með þá félagsmenn
og það þótti þeim verst. Hann hélt sínu striki,
tryggur sínum lífsskoðunum og tryggur þeim
sem höfðu starfað með honum og fyrir hann. Það
eru þeir sem ekki standa fyrir neitt, hafa enga
innri sannfæringu né lífsskoðun sem þurfa að
vita hvaðan vindurinn blæs í það og það sinnið,
þurfa spunann og galdrana. Hinir, sem eru trúir
því sem þeir hafa tileinkað sér og sagt almenn-
ingi að þeir stæðu fyrir, villast ekki svo auðveld-
lega í hinum pólitísku myrkviðum. Og það hjálp-
aði Reagan örugglega að hann fylgdi lífs-
skoðunum sínum ekki eftir með hrokafullum
hætti þess sem hefur höndlað hið eina rétta og
gefur því lítið fyrir sjónarmið og viðhorf annarra.
Hann vildi mjög gjarnan að menn stilltu sínum
sjónarmiðum upp gagnvart boðskap annarra og
tækju svo sína afstöðu.
Mátulega góður leikari
En hitt, sem reynt var að nota til að gera lítið úr
Reagan, að forsetinn væri bara leikari en ekki
lögspekingur eða stjórnmálafræðingur, varð for-
setanum einnig til framdráttar, af því að það sem
mestu skipti, fastmótaðar lífsskoðanir, var í lagi.
„Einhverjum þótti lítið til koma að ég væri
„bara“ leikari,“ sagði hann. „Sjálfur tel ég
reyndar að það hljóti að vera snúið að standa í
núverandi starfi mínu nema hafa dálitla leik-
arahæfileika. Ekki endilega mikla, en dálitla, og
ég uppfylli einmitt það skilyrði.“ Það þótti til-
valið til að gera grín að Reagan að hann hafði á
leikaraferli sínum leikið á móti simpansa. „Já,“
sagði Reagan, „ég lærði mikið af honum, en það
hefur verið haft eftir apanum að það hafi ekki
verið gagnkvæmt.“ Afslappað sjálfsöryggi Reag-
ans varð til þess að það rann upp fyrir mönnum
að gagnrýni, spuni um heimsku og getuleysi,
hafði ekki nein áhrif á forsetann. Hann vissi
sjálfur hvað hann gat og fyrir hvað hann stóð,
Reykjavíkurbréf 04.02.11
Galdur Reagans var að hann
var ekki galdramaður
Ronald Reagan í essinu sínu í ræðustól.
AP
Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, tekur á móti Ronald Reagan í Höfða árið 1986.