SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 33
6. febrúar 2011 33
E
nda þótt hún sé ung að árum er Valgerður Erla Óskarsdóttir lífsreyndari en við
flest. Fyrir fjórum árum lenti þessi 24 ára gamla stúlka í alvarlegu bílslysi á
Þrengslavegi og aðkoman var með þeim hætti að menn hugðu henni varla líf.
Um klukkustund tók að losa Valgerði úr bílflakinu og var hún síðan flutt möl-
brotin með þyrlu á Landspítalann, þar sem halda þurfti henni sofandi í tvær vikur. Val-
gerður er enn að glíma við afleiðingar slyssins, fór síðast í aðgerð á hné í desember, og
hefur sætt sig við að verða aldrei jafngóð aftur. Eigi að síður er hún jákvæðnin og bjart-
sýnin uppmáluð og dvelur ekki við orðna hluti.
Í samtali í Sunnudagsmogganum í dag lýsir Valgerður reynslu sinni, slysinu og hinni
löngu leið til bata. „Ég var alveg svakalega heppin,“ segir hún. „Ég veit um fólk sem hlotið
hefur heilaskaða í slysum og það er skelfilegt hlutskipti. Þegar ég var á Grensás kynntist
ég líka stelpu sem er í hjólastól eftir skíðaslys og mun aldrei ganga aftur. Það eru margir
miklu verr farnir en ég.“
Hún kveðst aldrei hafa leyft sér að hugsa: „Hvað ef?“ „Það er ekki til neins. Þetta gerð-
ist og það er ekkert sem breytir því. Ég er sannfærð um að það sem ekki drepur mann
styrkir mann og ég hef unnið út frá því. Gangi eitthvað ekki upp reyni ég bara að nálgast
það með öðrum hætti. Ég er ánægð með árangurinn sem ég hef náð nú þegar en ætla mér
auðvitað að ná enn lengra.“
Hér talar æðrulaus og þroskuð kona.
Á forsíðu Sunnudagsmoggans og með viðtalinu við Valgerði inni í blaðinu eru birtar
einstakar ljósmyndir sem Júlíus Sigurjónsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók á vett-
vangi slyssins fyrir fjórum árum. Þær segja meira en þúsund orð um björgunaraðgerðina
sem þar fór fram með þátttöku rúmlega tuttugu björgunarmanna. Allir lögðust á eitt til
að koma Valgerði eins fljótt og auðið var á sjúkrahús. Á þessu augnabliki voru björg-
unarmennirnir bókstaflega með lífið í lúkunum. Júlíus hefur þriggja áratuga reynslu af
myndatöku á vettvangi alvarlegra slysa og umgengst hér verkfni sitt, sem endranær, af
nærgætni og virðingu fyrir hinum slasaða.
Ekki er annað hægt en að styðja mótmælendur í Egyptalandi og öðrum arabalöndum
þessa dagana. Atburðirnir í þessum heimshluta minna á mótmælaölduna 1989 þegar al-
menningur lét kalt hagsmunamat valdhafanna beggja vegna borðs lönd og leið og tók
örlög sín í eigin hendur. Í Kína voru mótmælin brotin á bak aftur, en í Austur-Evrópu
féll járntjaldið og heimsmyndin breyttist. Engin leið er að segja hvaða afleiðingar at-
burðirnir í arabaheiminum hafa, en málsvörum frelsis fer illa að verja stjórnarfar ógnar
og kúgunar. Margir óttast að íslamskir harðlínumenn muni eiga greiða leið til valda falli
einræðisherrarnir og þá sé úti um stöðugleikann í Mið-Austurlöndum og syrti í álinn hjá
Ísraelum. Íslamistarnir eru hins vegar síður en svo með afgerandi fylgi í Egyptalandi og
Túnis, svo dæmi séu nefnd, og almenningur í þessum löndum virðist alls ekki vera að
biðja um klerkaveldi þótt hann hafni hinum veraldlegu kúgurum. Fátækt, spilling og
atvinnuleysi brennur á fólkinu og það vill frelsi, fá að ráða eigin örlögum án ótta og
hafta. Í umrótinu í arabalöndunum liggja gríðarleg tækifæri, sem best verða nýtt með
því að standa með fólkinu, en ekki spilltum og ónýtum valdhöfum.
Æðrulaus ung kona
„Ég vona að ég nái 130 ára aldri.“
Juana Bautista de la Candelaria Rodriguez, elsta
kona Kúbu, sem fagnaði 126 ára afmæli.
„Ég hlýt að fagna þeirri ábyrgu af-
stöðu sem nefndarmenn og forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið í
þessu máli og fagna því mjög að þeir
hyggjast styðja frumvarpið.“
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra við 2.
umræðu um Icesave.
„Nauðsynlegt að halda landsfund
sem fyrst til að kanna umboð for-
mannsins.“
Yfirlýsing stjórnar Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
„Ég tel að það sé
fráleitt að tilefni
sé til að boða til
landsfundar.“
Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæð-
isflokksins.
„Meiriháttar
pólitísk mistök.“
Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins
um að meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins
vilji ekki að Icesave fari aftur í þjóðaratkvæði.
„Slík verðlaun geta verið vara-
söm.“
Helgi Hallgrímsson eftir að hann tók við Íslensku
bókmenntaverðlaununum.
„Stórtíðindi af vistaskiptum: Var að
færa mig úr sófanum yfir á rúmið!“
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, fáeinum
mínútum áður en lokað var fyrir kaup og
sölu á leikmönnum í Evrópu sl. mánu-
dag.
„Maður sem situr í Hæsta-
rétti hefur engan áhuga á
því að fara eftir ein-
hverjum sjónarmiðum
einhverra stjórn-
málamanna í ein-
stökum málum.“
Jón Steinar Gunn-
laugsson hæstarétt-
ardómari.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
svo slíkt hrökk af honum eins og vatn af gæs.
Hans nánasti bandamaður í alþjóðlegum sam-
skiptum var járnfrúin í Bretlandi, frú Thatcher.
Lífsskoðanir voru ekki síður fastmótaðar þar en
hjá forsetanum. En að öðru leyti voru þau mjög
ólík. Kímnigáfa frúarinnar var jafntakmörkuð og
hún var yfirfljótandi hjá forsetanum og olli
stundum misskilningi í samtölum þeirra, því
frúin tók allt bókstaflega sem forsetinn sagði, en
hann vildi fá að gera að gamni sínu, jafnvel í um-
ræðu um mestu alvörumál. Eitt sitt hringdi vin-
konan frá London og sturtaði sér yfir forsetann
þar sem hann sat í skrifstofu sinni með aðstoð-
armenn í kring vegna máls, þar sem bar á milli.
Reagan tók símann frá eyranu, sneri sér að að-
stoðarmönnunum svo þeir mættu heyra glymj-
andann og sagði brosandi út að eyrum: „Er hún
ekki dásamleg.“
Róm eða Reykjavík
Grundvallarreglur í stjórnmálum eru í megin-
atriðum áþekkar og hafa gildi hvort sem menn
eiga við stór mál eða smá. Ekki skiptir öllu hvort
það er á Tálknafirði eða Tókýó, Róm eða Reykja-
vík. Stjórnmálamenn verða að vera trúir sjálfum
sér. Þeir verða að koma hreint fram gagnvart
stuðningsmönnum sínum. Þeir verða að láta lífs-
skoðanir sínar vísa sér veg við ákvarðanatöku.
Þeir mega ekki vera einn maður í dag og annar á
morgun. Þá hætta stuðningsmenn þeirra að
þekkja þá og þú fylgir bara þeim sem þú þykist
þekkja. Þeir mega ekki tala gegn betri vitund.
Þeir eiga að hlusta jafnt á stuðningsmenn sem
andstæðinga, en þeir eiga ekki að láta rugla sig í
ríminu. Ef pólitíski áttavitinn leitar lífsskoð-
ananna og honum er einarðlega fylgt gera stuðn-
ingsmennirnir það einnig léttir í spori.
Reagan á Bessastöðum ásamt Vigdísi Finnbogadóttur.
Morgunblaðið/RAX