SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Síða 34
34 6. febrúar 2011
I.
Gott er að geyma gömul vega-
bréf. Samkvæmt vegabréfi
mínu, útgefnu 31. ágúst 1955
af Agnari Biering (1928-1995)
fulltrúa Lögreglustjórans í Reykjavík er
nr. vegabréfs míns 2188/1955. Reykja-
víkurflugvöllur var þá enn nýttur til
millilandaflugs og er stimplað í vega-
bréfið „Vegabréfsskoðun Reykjavík“.
Farkosturinn var frá Loftleiðum hf.,
DC-4, nefndur Skymaster. Brottfar-
ardagur 3. september 1955 og áfanga-
staður Findel-flugvöllurinn í Lúxemborg
með millilendingu og gistingu í Hamborg
á Metro-hótelinu. Fyrst var þó lent í
Gautaborg og þar beðið í fjóra klukku-
tíma vegna vélarbilunar. Komum við því
langt á eftir áætlun til Hamborgar og var
búið að ráðstafa herbergi mínu, er ég
kvaddi þar dyra. Það var regla, að ef
gestur væri ekki kominn á hótelið fyrir
kl. 23.00 væri því ráðstafað annað.
Spurði ég þá móttökustjórann hvernig ég
gæti hafa verið mættur fyrir kl. ellefu,
þar sem ég hefði þá verið ofar skýjum
vegna bilunarinnar í Gautaborg. Félagar
mínir í Loftleiðavélinni voru þeir Ás-
björn Magnússon (1921-1990), Benedikt
Magnússon (1929-1970) frá Vallá og séra
Pétur Oddsson (1912-1956) prestur á
Hvammi í Dölum. Á leiðinni frá flugvell-
inum til Hamborgar sátum við í aftasta
sæti rútunnar og hresstum okkur á „Jóni
Göngumanni“, ættuðum frá Skotlandi.
Ásbjörn varaði okkur við þessu háttalagi
og bjóst við að okkur yrði vísað úr rút-
unni. Svo fór þó ekki, heldur var manni
einum, sem hafði andstætt reglum
geymt þunga handtösku í geymsluneti
fyrir ofan farþegana, hótað brottvísun,
þar sem taska hans hafði lent á höfði eins
farþegans, „Zum Strasse auf“ æpti sá,
sem fyrir töskunni varð ( = „Út á götu
með hann“).
II.
Ásbjörn hafði tryggt sér hótelherbergi á
Reichshof en þeir
Benedikt og Pétur
höfðu engar ráðstaf-
anir gert í sínum hót-
elmálum. Það var því
þrímennt í herbergi
Ásbjarnar og hófst þar
gleðskapur mikill,
sem endaði á St.
Pauli-skemmtistaðn-
um, nánar tiltekið á Zillertal. Benedikt
varð að ósk sinni, að stjórna hljómsveit á
St. Pauli og fór það vel úr hendi. Um
miðja nótt kom ég svo á hótel mitt
Metro, en þar var eins og fyrr sagði búið
að ráðstafa herbergi mínu. Ég skipaði
hótelmanni að útvega annað hótelher-
bergi og það strax og eftir nokkur orða-
skipti útvegaði hann mér hótelherbergi á
Hotel Atlantic (nú Atlantic Kempinski
Hamburg). Þetta er með bestu hótelum í
Þýskalandi og beindum við Konrad Ade-
nauer kanslari viðskiptum okkar til
þessa hótels svo nokkrir viðskiptavinir
séu nefndir. Baðherbergi mitt var á stærð
við meðalhótelherbergi og annað eftir
því.
III.
Árla morguns 4. september hringir Ás-
björn í mig kl. 7.00 og biður mig sem
flestra orða að flýta mér út á flugvöll, því
Loftleiðavélin fari innan stundar í loftið
áleiðis til Findel-flugvallar í Lúxemborg.
Ekki þurfti ég að pakka miklu, því ég var
aðeins með eina skjalatösku, hinar tösk-
urnar höfðu verið bókaðar á Reykjavík-
urflugvelli beint til Lúxemborgar. Náði
ég fluginu í tæka tíð og var síðan flogið
til Lúxemborgar, en það er ca 2 tíma
flug. Skildi ég töskur mínar eftir á járn-
brautarstöðinni í vörslu starfsmanns þar
því ég átti pantað far með lestinni til
Frankfurt am Main kl. 16.30, og hélt ég
að farangri mínum yrði komið fyrir í
lestinni án minnar fyrirhafnar. Svo varð
þó ekki því ég skildi ekki hrognamál
þeirra Lúxemborgarmanna, einhver
blanda af frönsku og þýsku. Sæti var frá-
tekið fyrir mig í lestinni, en aldrei inn-
heimt fyrir fargjaldið. Þjóðverjum þótti
ég ferðast „létt“ með eina skjalatösku,
hatt og rykfrakka. Hótel mitt í Frankfurt
am Main hét Hotel Continental. Bað ég
móttökustjóra hótelsins að senda hrað-
skeyti til járnbrautarstöðvarinnar í Lúx-
emborg og biðja þá að senda töskur mín-
ar sem skjótast til Frankfurt. Ég var með
góða farangurstryggingu frá Almennum
tryggingum og var því tiltölulega rólegur
út af Lúxemborgartöskunum, en nýjung
var að láta raka sig á hverjum degi,
kaupa nýja skyrtu og nærföt o.s.frv. En
loks komu töskurnar frá Lúxemborg og
þá varð ég að borga toll af innihaldi
þeirra. Continental var mjög gott hótel
miðsvæðis, þjónar allir kjólklæddir, en
þýskan mín gekk ekki alveg í þá og
brugðu þeir þá á leik, ef ég spurði um
eitthvað á matseðlinum, sem ég ekki
skildi, þá veifuðu þeir klaufunum á kjól-
fötunum og skildi ég þá að hér var boðið
upp á fuglakjöt. Margar ferðir fór ég á
„Frankfurtermesse“ sem er árleg sýning
á öllu milli himins og jarðar, nema því
sem Völundur hafði verslað með. Urðu
þetta mér nokkur vonbrigði, en ég hélt
ótrauður til Hannover, þar sem var önn-
ur vörusýning, Hannovermesse. Hótel
hafði verið pantað fyrir mig í Hannover,
Grand Hotel Müssmann, að sjálfsögðu
við „Hauptbahnhof“ eins og Cont-
inental. Stórmyndarlegur hótelstjóri var
þar í móttökunni, nokkuð við aldur,
með einvígisör á kinninni eins og siður
var frá fyrri heimsstyrjöldinni. Í fyrstu
var mér úthlutað smákompu, sem
minnti á skáp, en þá kom dóttir hót-
elstjórans hlaupandi og sagði þetta vera
misskilning, þeir hótelmenn hefðu ekki
átt von á svona stórum og stæðilegum
manni (líklegast búist við eskimóa í sel-
skinnsbuxum). Ég fór í margar heim-
sóknir á Hannovermesse, en þær vörur,
sem þar voru sýndar, hentuðu ekki Völ-
undi.
IV.
Minnisstæðast frá Hannover-heimsókn-
inni var heimsókn mín í Volkswagen-
verksmiðjurnar í Wolfsburg. Þangað fór
ég með lest, um klukkutímaferð, og fór
ég úr henni í Wolfsburg. Við hliðið stóðu
tveir verðir vopnaðir skammbyssum,
svo tryggt væri að menn héldu sig við
vinnuna, en væru ekki að redda víxlum
niðri í bæ eins og á Mogganum í gamla
daga. Síðan var okkur boðið í fyr-
irlestrasal, þar sem kynnir hóf mál sitt
með þessum orðum: „Í þessu fyrirtæki er
það skylda gesta að taka ofan höfuðfat
sitt.“ Brást þá einn gestanna hart við og
tók ofan hatt sinn og blasti þá við
krúnurakaður skalli, gulur að lit. Mann-
greyið hafði þá verið með „geitur“,
þennan hvimleiða húðsjúkdóm og vildi
eðlilega hylja hann sem lengst. Að koma
í bílaverksmiðju í fyrsta skipti á ævinni
er hreint ævintýri. Hinir ýmsu bílahlutir
koma á færiböndum úr öllum áttum og
lenda svo fimlega á grindinni, mótorinn
settur aftur í og síðan prufukeyrt strax á
eftir. Ég hafði sjálfur átt Volkswagen ár-
gerð 1952 með 25 hestafla vél. Nú þætti
afllítill utanborðsmótor á báti, sem væri
25 hestöfl. Eyddi hann úti á vegum 6,3
lítrum á hundraðið og þætti hagkvæmt
nú á tímum. Forstjóri Volkswagen-
verksmiðjanna í Wolfsburg hét Heinrich
Nordhoff (1899-1968) og reif hann fyr-
irtækið upp á undraskömmum tíma, því
stríðslok voru í maí 1945. Fyrsta
Volkswagen-bifreiðin mun hafa borist til
Íslands árið 1953, því þá kaupir séra
Óskar J. Þorláksson (1906-1990) eina
slíka, R-1035. Sumir gerðu grín að þess-
um bifreiðum og töldu þær aðeins henta
dvergum. Þegar ég keypti mína bjöllu
breyttust umræður manna og þeir
mæltu: „Þetta er ekki rétt“, ég sá hann
stóra og feita son hans Sveins í Völundi
Greinarhöfundi þótti mikið til Volkswagen-verksmiðjanna í Wolfsburg koma.
Hér er skylda
að taka ofan
höfuðfat sitt
Ég fór í eftirminnilega ferð til Þýskalands árið
1955, kom m.a. í Volkswagen-verksmiðjurnar í
Wolfsburg og hitti stórmyndarlegan hótelstjóra
með einvígisör á kinninni en varð af þeirri tign
að kallast meðeigandi í Hotel Astoria í Frankfurt.
Leifur Sveinsson
Leifur Sveinsson
Ferðalög