SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 35

SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Qupperneq 35
6. febrúar 2011 35 U ndanfarnar vikur hafa birst ótal greinar í dagblöðunum þar sem fyrirhuguðum breytingum á lögum, reglugerðum og öðrum ákvæð- um er varða náttúru landsins og ferðalög um það er mótmælt. Nú er verið að vinna að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúruvernd- arlaga og laga um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Þá liggja á borði umhverfisráðherra tillögur að verndaráætlun um Vatnajökuls- þjóðgarð. Allar þessar fyrirhuguðu breytingar skipta verulegu máli fyrir útivistarfólk og áhugafólk um skógrækt og landgræðslu. Satt best að segja eru sumar þessara til- lagna sérfræðinga og annarra ráðgjafa stjórnvalda mjög sérstakar svo ekki sé meira sagt. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur til að veiðar á heiðagæs verði takmarkaðar, veiðitími styttur á afmörkuðu svæði. Þess má geta að heiðagæsa- stofninn er sterkasti stofn veiðidýra hér á Íslandi eða um 380.000 fuglar og við erum að veiða um 5% úr stofninum. Ástæðan fyrir því að lagt er til að stytta veiðitímann er meint ungadráp sem ekki hefur tekist að sanna eða leggja fram nein trúverðug gögn í málinu. Hér er því um ótrúlega óvönduð vinnubrögð að ræða sem ekki er hægt að una við. Gróður- og jarðvegseyðing er alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Nær allur skógur og helmingur gróðurþekju tapaðist á 1.100 árum. Aðeins 11% landsins eru talin lítið sem ekkert rofin. Skógræktarfólk er afar ósátt við framkomnar tillögur um að notkun innfluttra trjátegunda verði takmarkaðar eða bannaðar. Fyrstu trjáplöntur af erlendum uppruna voru gróðursettar á Þingvöllum 1899. Hákon Bjarnarson skógræktarfræðingur kom heim frá námi 1932 og réðst til starfa hjá Skógræktarfélagi Íslands. Hákon taldi að nauðsynlegt væri að flytja hingað til lands erlendar trjátegundir ef árangur ætti að nást í skógrækt hér á Íslandi. Hákoni var hinsvegar ljóst að gæta yrði varúðar í þessum efnum og taka yrði tillit til sérstöðu Íslenskrar náttúru. Um þetta efni fjallar hann í tímaritinu Skógræktarmál 1934. Hann bendir meðal annars á nauðsyn þess að sækja fræ til innflutnings til staða með veðurfar sem líkist veðurfari á Íslandi. Vísindamenn og aðrir sér- fræðingar geta ekki leyft sér að vera í stríði við þjóðina um eins mikilvægan málaflokk og nýtingu og notkun íslenskrar náttúru. Íslenskir fræðimenn eru vel menntaðir og án efa gengur þeim gott eitt til. Ákvarðanir um náttúruvernd og nýtingu náttúrunnar verður að vera víðtæk sátt um. Ég vil að lokum vitna í umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur en hún skrifaði grein í Fréttablaðið 15. janúar síðastliðinn. Þar fjallar hún um end- urskoðun náttúruverndarlaga og bendir á að tillögurnar séu á vef ráðuneytisins og að almenningi sé gefinn kostur á að koma með athugasemdir. Þá segir ráð- herra: „markmiðið með þessari aðferð er að kalla eftir víðtækum sjónarmiðum allra þeirra sem láta sig náttúruvernd varða svo að endanlegt frumvarp endur- spegli eftir fremsta megni þau fjölmörgu sjónarmið sem upp eru“. Þetta er lofsvert framtak ráðherra og í ljósi breyttra vinnubragða í umhverf- isráðuneytinu ætti ráðherra að senda verndaráætlun þá sem stjórn Vatnajökuls- þjóðgarðs hefur látið gera aftur til stjórnarinnar og láta hana vinna nýja áætlun, en nú í náinni samvinnu við hagsmunaaðila – fólkið í landinu. Skóræktarfólk er afar ósátt við framkomnar tillögur um að notkun innfluttra trjáteg- unda verði takmarkaðar eða bannaðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í stríði við fólkið í landinu Náttúruvernd Sigmar B. Hauksson fljúga inn í bjöllu sína. Í norsku blaði var birt saga um asna og Volkswagen, sem hittust á förnum vegi: Asninn spyr Volkswagninn: „Hvað ert þú eiginlega?“ „Ég er bíll“. „Þá er ég hestur“ var svar asnans. Umboð fyrir Volkswagen hafði Hekla hf., eigandi Sigfús Bjarnason Berg- mann (1913-1967) frá Neðri-Svertings- stöðum og Rófu (nú Uppsölum). Hann þótti snemma seigur í viðskiptum og í Reykjaskóla séður í hnífakaupum óséð. Það sópaði alltaf að Sigfúsi, manna hæst- ur, þéttur á velli og þéttur í lund. Ég mun hafa keypt ca 18 bíla hjá Heklu hf., ýmist fyrir fjölskyldu mína, sjálfan mig eða Völund hf. (Rúgbrauðin). Ég man ekki nákvæmlega, hvað margar bjöllur voru framleiddar á sólarhring í Wolfs- burg, líklega 450 á sólarhring, en hvort unnið var á tvískiptum vöktum spurði ég ekki um. En þessi heimsókn var ógleym- anleg reynsla, að sjá bíl verða til og var hápunktur ferðarinnar. V. Engan Íslending hitti ég í Þýskalandi nema Vestur-Íslendinginn Þórð Teitsson (f. 1926) en við vorum gamlir bekkj- arbræður úr Æfingadeild Kennaraskólans hjá Steingrími Arasyni (1879-1951) vet- urinn 1935-1936. Þórður var hress í bragði að vanda og stakk upp á því, að við keyptum hótelið, sem hann bjó á, Hotel Astoria. Gyðingar nokkrir áttu bygginguna, en til sölu var allur búnaður og hótelréttindin fyrir DM 200.000 – tvö hundruð þúsund mörk. Tók ég því ekki ólíklega að vera með í þessum kaupum, en spurði Þórð, hvar við ættum að fá gjaldeyrinn. „Ég redda því,“ svaraði Þórður. Hótelstjórinn ætlaði að hafa samband við húseigendurna og áttum við svo að hitta hann daginn eftir. En þá var Þórður týndur og spáði hótelstjórinn því að hann hefði farið til Nürnberg. Varð ég því af þeirri tign að kallast með- eigandi í Hotel Astoria í Frankfurt. VI. Athygli mína vakti auglýsing víða í Hannover, en ég var ekki viss um, hvort þetta væri leikrit eða ópera: „Gewaltnis Des Schicksal“ stóð þar stórum stöfum. Þýskan var ekki mín sterka hlið og það var ekki fyrr en nokkrum áratugum síð- ar, að ég sá „Vald örlaganna“ í Þjóðleik- húsinu að það laukst upp fyrir mér, að ég hafði misst af óperusýningu í Hannover. Í Hannover keypti ég 5 ávaxtahnífa með skelplötuskapti og gaf móður minni og erfði síðar við andlát hennar (Soffía E. Haraldsdóttir 1902-1962). Ég á einn hnífinn enn, 53 árum síðar. Spurði hnífasalinn, sem var nokkuð við aldur, hvaðan ég væri og sagðist ég vera frá Ís- landi. „Iceland very good, Germany very bad, always war every ten years“. Gíf- urleg svartsýni, sem blessanarlega rætt- ist ekki. VII. Nú leið að lokum Þýskalandsheimsókn- arinnar. Flogið frá Hannover áleiðis til Kaupmannahafnar með millilendingu í Hamborg. Í vegabréfinu góða er stimpl- að: „Bundesrepublik Deutschland 14. september ’55. Flughafen Hamburg 10. Í Kaupmannahöfn urðu fagnaðarfundir, þegar við Benedikt á Vallá og ég hitt- umst, hann búinn að sækja nýja Bensinn til Stuttgart og vöktum við nokkra at- hygli í fínni hverfum Hafnar, því Bensar voru sjaldséðir hjá Dönum í þann tíð. Ég bjó á Hotel Cosmopolite í litlu herbergi, sem kostaði aðeins tíu krónur nóttin. Var ég mjög öfundaður af slíkum kjörum. Hinn 8. október 1955 er svo lagt upp frá Kaupmannahöfn áleiðis til Leith í Skot- landi með Gullfossi og komið þangað 10. október. Dvöl heimil meðan skipið er í höfn (Forth ports). Komudagur til Reykjavíkur 13. október 1955. 40 daga sumarfríi lokið. Eftirminnileg ferð að baki sem aldrei gleymist. ’ Við hliðið stóðu tveir verðir vopnaðir skammbyssum, svo tryggt væri að menn héldu sig við vinnuna, en væru ekki að redda víxlum niðri í bæ eins og á Mogganum í gamla daga.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.