SunnudagsMogginn - 06.02.2011, Side 42
42 6. febrúar 2011
O
rðið steliþjófur er skammar-
yrði sem við krakkarnir í
Kópavoginum notuðum
gjarnan á sjöunda áratugnum
til að lýsa vandlætingu okkar á hegðun
eða framkomu einhvers í vinahópnum,
þegar við rifumst og fengum útrás með
því að segja eitthvað til að særa stolt.
Sjálfsagt höfum við ekki gert okkur grein
fyrir þeirri ásökun sem liggur í orðinu –
jafnvel þótt hún sé eiginlega tvöföld – og
það hefur áreiðanlega aldrei hvarflað að
okkur að tengja orðið við ritstuld enda
höfðum við ekki heyrt þetta orð á þeim
árum, hvað þá orðið ritþjófur. Í þá daga
var slíkur stuldur líka næsta fágætt fyrir-
bæri enda erfiðara um vik í þeim efnum
en nú. Með almennri netnotkun hefur
ritstuldur hins vegar orðið algengari en
áður og sjálfsagt hafa flestir sem á annað
borð fást við textagerð af einhverju tagi
hugmynd um merkingu orðsins. Þrátt
fyrir það virðist sem margir átti sig ekki á
alvarleika ritstuldar og sniðgangi jafn-
sjálfsagðan hlut og að gæta að höfunda-
rétti.
Þjófnaður er litinn misjöfnum augum
og sumum finnst til dæmis í lagi að stela
ef hægt er að komast upp með það og ef
enginn verður beinlínis fyrir tjóni. Það á
t.d. við um þegar texti sem aðrir hafa
samið er notaður án þess að geta höf-
undar, sumir láta meira að segja líta út
fyrir að þeir hafi samið annarra manna
texta sjálfir. Höfundaréttur er hins vegar
þýðingarmikið hugtak, merkir að sá sem
hefur skrifað texta sem hefur verið birtur
einhvers staðar, t.d. í bók, blöðum eða á
netinu, á einn rétt á honum. Öðrum er
óheimilt að nota textann nema taka fram
hvaðan hann kemur. Höfundaréttur á
einnig við um tónlist, myndefni og hug-
verk af öllu tagi þótt orðið ritstuldur gefi
til kynna að það eigi aðeins við um rit-
aðan texta. Ef efni er notað án þess að
heimilda sé getið kallast það ritstuldur.
Ritstuldur er alvarlegt mál og varðar við
lög um höfundarétt. Þannig er t.d.
óheimilt að sækja efni á netið og líma það
inn í texta nema taka skýrt fram hvaðan
efnið er fengið. Það nægir ekki að breyta
orðalagi örlítið eða gera útdrátt úr efninu
til þess að gera það að sínu. Slíkt er líka
óheimilt nema vísað sé til höfundar.
Venjan er að vísa þannig til höfundar að
lesandinn geti á sem einfaldast hátt nálg-
ast frumtextann sem vísað er til, hvort
sem tilvísunin er bein eða óbein.
Þótt ritstuldur sé stundum framinn
vísvitandi, t.d. í skólaritgerðum, er ég
sannfærð um að ritþjófar eru ekki alltaf
meðvitaðir um afbrot sitt og oftar en ekki
má kenna óvönduðum vinnubrögðum
um frekar en ásetningi. Ég á ekki von á
því að lög um höfundarétt nái yfir söng-
hefti sem dreift er í afmælisboðum, ætt-
armótum eða á þorrablótum en hins veg-
ar ætti án undantekninga að geta
höfunda textanna. Lögin ná hins vegar
áreiðanlega yfir alla opinbera fjölmiðla,
tímarit og vefsíður sem miðla efni sem
ætlað er almennum lesendum, t.d. efni
sem þýtt er úr erlendum tungumálum,
endursagt eða fengið frá öðrum á sam-
bærilegan hátt. Nákvæmni í meðferð
heimilda sker oft úr um þann sess sem
viðkomandi miðill öðlast hjá lesendum.
Sem dæmi um vefi þar sem viðhöfð eru
vönduð vinnubrögð má nefna Vís-
indavefinn og Doktor.is. Aðrir vefmiðlar
mættu taka sér þá til fyrirmyndar.
Steliþjófur
’
Þótt ritstuldur sé
stundum framinn
vísvitandi, t.d. í
skólaritgerðum, er ég
sannfærð um að ritþjófar
eru ekki alltaf meðvitaðir
um afbrot sitt og oftar en
ekki má kenna óvönduðum
vinnubrögðum um frekar
en ásetningi.
El
ín
Es
th
er
Ég?
Nei nei,
bara svona
lániþjófur...
Pedró! Þú ert
ekki einu sinni
ísbjörn! Þú ert
steliþjófur!
Málið
Tungutak
Svanhildur Kr.
Sverrisdóttir
svansver@hi.is
F
eneyjatvíæringurinn er iðulega
kallaður „sýning sýninganna“,
enda elstur allra listtvíæringa og
viðamesti myndlistarviðburður
sem um getur. Tvíæringurinn byggist á
skálum þátttökuþjóðanna, auk annarra
sýninga, og á sýningunni sem verður
opnuð á Kjarvalsstöðum í dag má sjá verk
sem allir 22 fulltrúar Íslands hafa sýnt á
Feneyjatvíæringnum. Laufey Helgadóttir
listfræðingur er sýningarstjóri og hún
segir að á sýningunni sé hægt að fá at-
hyglisverða yfirsýn yfir íslenska mynd-
listarsögu síðustu áratuga.
„Þetta eru allt góðir listamenn,
meðal okkar fremstu,“ segir Laufey.
„Þetta er í raun sýning um margar sýn-
ingar, því hér eru verk frá öllum okkar
fulltrúum.“
Fyrstu fulltrúar Íslands, árið 1960,
voru þeir Jóhannes S. Kjarval og Ás-
mundur Sveinsson; verk þeirra voru
sýnd í norræna skálanum. Næst áttum
við fulltrúa árið 1972, Svavar Guðnason
og Þorvaldur Skúlason sýndu þá í ítalska
skálanum, með fulltrúum margra þjóða.
Árið 1976 buðu Ítalir Sigurði Guð-
mundssyni að sýna, á hliðarsýningu með
framúrstefnulist, og honum var aftur
boðið árið 1978 og var fulltrúi Íslands í
norræna skálanum. Árið 1980 sýndi
Magnús Pálsson, í boði norrænu sýning-
Úrval verka
fulltrúa okkar
í Feneyjum
Hálf öld er liðin síðan íslenskir myndlistarmenn
sýndu fyrst á Feneyjatvíæringnum. Í dag verður
opnuð á Kjarvalsstöðum umfangsmikil sýning
þar sem safnað hefur verið verkum allra 22 ís-
lensku listamannanna sem þar hafa sýnt, verk-
um sem voru öll í Feneyjum.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Sigurður Árni Sigurðsson (1963), Jardin P.2., 1999. Í einkaeigu.
Steingrímur Eyfjörð (1954), The Curlew.
Lesbók