SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 12
12 9. janúar 2011 Miðvikudagur Sigurjón Egilsson Vaknaði snemma og fór út að ganga. Hugsaði mikið, er þakklátur. Í dag er merkisdagur í mínu lífi, hef í dag fengið að vera án áfengis í 14 ár. Elísabet Indra Ragnarsdóttir úr heimi pósitívist- anna berast merkar vísindalegar nið- urstöður: „Vansvefta fólk lítur oft út fyrir að vera þreytt.“ Fimmtudagur Lilja Mósesdóttir Í lýðræðisríki fá ólík sjónarmið að koma fram og fólk ræðir sig til niðurstöðu um ákveðnar lausnir. Hótanir um að reka fólk úr liði til að þurfa ekki að takast á við gagnrýna hugsun er merki um að þeir sem eru við völd ráða ekki við verkefnið. Skoð- anakúgun leiðir til samfélags- hruns! Það þekkjum við Íslend- ingar af biturri reynslu. Eyrún Magn- úsdóttir „ég langar svo vera söngvari mamma“ … 2ja ára gutti strax kominn með framtíðardrauma. Fésbók vikunnar flett Ég verð að játa að ég fylgist ekkigrannt með handboltaliðumannarra þjóða en þykist viss umað Frakkar og Þjóðverjar séu til að mynda mjög góðir, Svíar eru að koma sterkir upp og Danir eru líka góðir. En rökin fyrir því að Íslendingar verða ekki heimsmeistarar í handbolta eru þau að lykilmenn okkar hafa verið meiddir og eru því ekki í nægilega góðri leikæfingu. Þetta er langt og strangt mót og árangurinn ræðst mikið af því hvort lykilmenn komast heilir í gegnum mótið. Íslenska landsliðið hefur staðið sig mjög vel á síðustu tveimur mótum og mun standa sig vel á þessu móti – en heimsmeistarar verða íslensku strákarnir ekki. Frískari fætur annarra stórvelda munu slá okkar menn út að þessu sinni. Það vantar breidd í íslenska liðið vegna meiðsla lykilmanna. Guðmundur þjálfari er vinur minn og er að gera frábæra hluti; hann hefur breytt ákveðinni nálgun – hefur verið að færa handboltann úr keppni í öskrum í hálfleik yfir í vísindi. Þetta er ekki bara að gerast í handboltanum heldur íþróttum almennt og skiptir miklu máli. Fólk virð- ist stundum halda að það skipti mestu máli að þjálfarinn öskri sem hæst í hálf- leik og segi mönnum hve mikilvægt sé að berjast, en leikmenn sitja stundum eftir og vita ekkert hvað hann var að meina! Gummi nálgast verkefnið hins vegar út frá greiningu og þeim vísindum sem íþróttir eru. Ég held að styrkleiki Guðmundar liggi að miklu leyti í því að hann er góður í að ná mönnum niður á jörðina og tel að það þurfi núna. Mér finnst ég skynja miklar væntingar, svipað og þegar Íslendingar tóku fyrst þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1986. Menn þurfa að passa sig á að falla ekki í Gleðibankagryfj- una! Ég óska strákunum auðvitað alls hins besta í átökunum og ég er viss um að þeir verða sjálfum sér, fjölskyldum sínum og þjóðinni til sóma. Drifkraftur landsliðsins kemur frá Hlíðarenda, við Valsmenn vitum hve sá kraftur er mikilvægur, hann á eftir að reynast liðinu drjúgur á ögurstundu en verður þó ekki nægjanlega mikill að þessu sinni til þess að okkar menn hampi titlinum. MÓTI Svali Björgvinsson fv. kennari í íþróttasálfræði Ef allt gengur upp hjá íslenskaliðinu í Svíþjóð á það vissulegamöguleika. Liðið hefur sýnt ogsannað að það er með þeim allra bestu; við megum ekki gleyma að í liðinu eru eintómir atvinnumenn og ef allir ná að blómstra geta þeir jafnvel orðið meistarar. Veikleiki okkar er að nokkrir sterkustu menn liðsins hafa ekki verið að sýna sitt besta undanfarið; til dæmis Ólafur Stef- ánsson, Snorri Steinn og Björgvin Gúst- avsson, og Guðjón Valur hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Róbert Gunnarsson spilar mjög lítið með sínu liði þannig að ýmis spurningarmerki eru vissulega á lofti. Þetta óttast ég mest í aðdraganda mótsins, en ég ítreka að ef allir springa út getum við farið alla leið. Ég held að miklar væntingar séu alveg raunhæfar. Þær minnkuðu vegna leikja liðsins í undankeppninni enda lék liðið ekki vel þá, en ég held að ástæða þess hafi meðal annars verið sú að ákveðin sig- urþreyta var komin í liðið. Menn voru orðnir dálítið saddir eftir að hafa gert stórkostlega hluti og voru ekki eins mótiveraðir og áður. En ég held að það verði okkur bara til góðs á mótinu. Þegar við höfum spilað best hefur markvarslan verið frábær, vörnin hefur verið frábær, hraðaupphlaupin frábær og sóknarleikurinn gríðarlega góður. Þessir þættir verða allir að vera í lagi til þess að liðið vinni til verðlauna. Allt gekk þetta 100% upp á Ólympíuleikunum og glimr- andi vel á Evrópumótinu þar sem það var stórkostlegur árangur að ná þriðja sæti. Þá er lykilatriði að stemningin í liðinu sé góð, eins og á undanförnum stórmótum og ég er sannfærður um að strákarnir ná að kalla fram sömu stemningu. Sigurstranglegustu liðin á HM eru Frakkar, Króatar, Þjóðverjar, Danir og Pólverjar, auk Íslendinga. Við erum í sama styrkleikaflokki og þessar þjóðir sem er auðvitað stórkostlegt. Ég er ekki að segja við þjóðina að við verðum heimsmeistarar – ég segi hins vegar að við getum það. En ég bið þjóðina að anda með nefinu! Ég held líka að landsliðsþjálfarinn sé dálítið þreyttur eftir törn með Rhein- Neckar Löwen og ráðlegg honum að sofa vel á nóttunni svo hann geti einbeitt sér vel að leikjunum. MEÐ Viggó Sigurðsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Geta Íslendingar orðið heimsmeistarar? Ég er ekki að segja við þjóðina að við verðum heimsmeistarar – ég segi hins vegar að við getum það Frískari fætur annarra stórvelda munu slá okkar menn út að þessu sinni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.