SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 35
innan um renglurnar á pöllunum, líkt og Jean Paul Gaultier gerði nýlega með popp- stjörnuna Beth Ditto og Chanel gerði með „yfirvigtarmódelið“ Crystal Renn – sem var í stærð 16 þegar mest lét. Heim- ildum ber ekki saman hver stærð- in er í dag, einhver staðar á bilinu 4 – 8 í bandariskum stærðum. Í öllu falli sýna nýjar myndir sem birtust í tískutímaritinu Harpers Bazaar að hún hefur grennst svo um munar, og því varla hægt að tala um að hún sé í yf- irvigt lengur, hafi hún nokk- urn tíman verið það í raun. Þrýstnar línur vinsælli en áður Það er þó meira en að segja það að koma stærri tískufatnaði á markað. Jafnvel þótt þrýstnar konur segist vilja kaupa sér tískufatnað er staðreyndin sú að þær eru ekki miklar eyðsluklær. Þrátt fyrir að stærsti hluti kvenna tilheyri hinum svokallaða „yfirvigtarmarkaði“ er hann aðeins um 17% af þeim 107 milljörðum dollara sem konur eyða í föt árlega. Linda segir erfitt að meta hvort það sé vegna takmarkaðs framboðs eða lítils áhuga konunnar. „Maður hefur alveg upplifað að þegar maður er í þyngri kantinum er ekki eins gaman að klæða sig upp á og kaupa sér föt. Ég get alveg tekið undir að það þurfi meira af svona fatnaði inn á markaðinn, en á hinn bóg- inn eru kannski ekki þær konur með mestu delluna fyrir fötum.“ Helst er því veðjað á að bústnar konur leggi peninga í fylgihluti á borð við skó og handtöskur. Þetta virðist þó smám saman vera að breytast. Hátískuversl- unin Saks Fifth Avenue í New York greindi frá því í haust að hún myndi bjóða til sölu fatnað í yfirstærðum frá tískurisum á borð við Oscar de la Renta, Elie Tahari, Fendi, Armani, Dolce & Gabbana og Donna Karan. Jafnvel Karl Lagerfeld, sem glímdi eitt sinn sjálfur við offitu og hefur verið þekktur fyrir harða gagnrýni á vaxtarlag fólks í stærri kantinum, virðist vera að snúast hugur. Renn var ekki aðeins ein af sýning- arstúlkum hans á tískusýningu í haust heldur var hún fengin til að leika í aug- lýsingaherferð fyrir enduropnun Cha- nel-verslunarinnar í Soho í New York. Linda bendir líka á að hin íturvaxna söngkona Beth Ditto sé ákveðin tísku- fyrirmynd. „Hún hefur gaman af því að klæða sig upp á og hefur verið á for- síðum tískutímaritanna. Auðvitað vant- ar svona fyrirmyndir líka því það hefur lengi þótt ljótt að vera feitur. Þetta hef- ur að gera með þær fyrirmyndir sem fólk hefur.“ Hún bætir því við að markaðurinn virðist vera að átta sig á því að hann tapi peningum á því að búa ekki til föt fyrir konur í yfirstærðum. „Síðastliðin tvö ár hafa fyrirsætur í svokölluðum yfirstærð- um – sem í raun eru ekkert sérstaklega stórar – verið áberandi, svo þrýstnar línur virðast vera að verða vinsælli en áður. Það er farið að þykja aðeins flott- ara að vera með kvenlíkama, sem lengi hefur bara þótt flott í klámbransanum.“ Ef til vill er þetta rétt. Kannski nær boðskapur Renn um líkamsstærðir á endanum eyrum þeirra sem ráða í tískuheiminum, en í viðtali nýlega sagði hún einfaldlega: „Fegurðin er ekki buxnastærð.“ Beth Ditto hefur komið fram á tískusýningum Chanel. Karl Lagerfeld hampar gjarnan Ditto. Reuters Renn flokkast varla lengur sem fyrirsæta í yfirstærð. Beth Ditto sem sýningarstúlka fyrir Jean Paul Gaultier. Renn á pallinum fyrir Jean Paul Gaultier. Chrystal Renn átti góða endurkomu sem fyrirsæta í svokallaðri yfirstærð. ’ Sýningarstelp- urnar eru vissu- lega nánast eins og geimverur í vext- inum en þær geta næstum farið í ljót föt og þau verða flott. Það er það sem verið er að borga fyrir.“ Ditto vakti at- hygli á kvik- myndahátíð- inni í Cannes.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.