SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 18
18 9. janúar 2011 Í lítilli hliðargötu rétt hjá Eschen-heimer Tor, í miðbæ Frankfurt-borgar, leynist í kjallara virðulegsíbúðarhúss veitingastaðurinn Scar- let Pimpernel, sem í meira en fjörutíu ár hefur verið eitt best varðveitta leynd- armál matargerðarlistar á þessum slóð- um – enda þótt borðhald taki iðulega meira en fimm klukkutíma, kokkurinn hafi ekki lært að elda og staðurinn hafi aldrei prentað matseðil. Áður en kjall- arinn var gerður upp fyrir nokkrum ár- um, í kjölfar bruna, stóð stórgerð eldavél á miðju gólfinu og þar var brasað sam- kvæmt pólsk-rússneskri matreiðsluhefð; gjarnan boðið upp á rauðlaukssúpu á milli þungra, stórra rétta, og mátti ósjaldan sjá villisvínalæri og hjartarhrygg á skurðarborðinu sem gestirnir röðuðu sér stillilega upp við líkt og í mötuneyti – enda urðu þeir að lúta forsjá húsráðanda um mat og drykk, og voru þá hvergi sparaðir vodkasnafsar til að rúnna af dýrafituna. En þetta létu menn sér vel líka, hvort sem þeir hétu Cat Stevens eða Michael Jackson, Mick Jagger eða Ray Charles; á áttunda áratugnum fóru margir helstu tónlistarmenn heims niður þröngar baktröpp- urnar til að taka þátt í þessum matarorgíum sem stundum stóðu fram á rauðan morg- un. Og vissulega var maturinn góður og andrúmsloftið heillandi – en þó var það húsráðandinn sem réð úrslitum. Lágvaxin og snaggaraleg Það hefur verið haustið 1986, í annarri ferð minni á bókasýninguna í Frankfurt, sem ég sá hana fyrst. Hún var lágvaxin og snaggaraleg, klædd í víðar glitflíkur, með vefjarhött sem rammaði inn sérkennilega heillandi andlitið. Ég man hvað mér þóttu hendur hennar langar þegar hún snaraði stórum fötum með spiki og rúg- brauði á borðið, og fann um leið að það þýddi ekki að vera með neitt múður þeg- ar hún tilkynnti gestum, sem hún kallaði undantekningalaust börn, að hér yrði snætt það sem hún bæri fram. Hún gat skotið nýjum gesti skelk í bringu en um leið verkaði hún á mann eins og dulbúinn sendimaður úr öðrum heimi, líkt og hetj- an í sögunni um Rauðu akurliljuna sem staðurinn er nefndur eftir. Mig langaði strax að kynnast leyndarmálum hennar betur. Eftir árlegar heimsóknir fram eftir ní- unda áratugnum fann ég að henni var hlýtt til mín, þótt hún talaði jafnan til mín með nokkrum þjósti, og sú tilfinning styrktist enn frekar þegar hún bauðst til að ganga mér í ömmu stað, eftir að hafa fullvissað sig um að ömmur mínar væru báðar látnar. Þannig atvikaðist það að ég eignaðist í Þýskalandi pólska ömmu sem var ekkert skyld mér og hafði reyndar aldrei búið þar sem nú heitir Pólland. Með okkur þróaðist samband sem ég freistast til að kalla vináttu, og einstaka sinnum blikkar hún mig ennþá og segir að ég hefði þurft að vara mig ef hún væri bara þrjátíu árum yngri, og kýs að gleyma því að þá stæði hún samt á sjö- tugu því í lok janúar verður Marianne Kowalew, sem allir kalla Mamúsku, níu- tíuogátta ára. Svo var það fyrir nokkrum árum, þeg- ar ég hafði vent kvæði mínu í kross og fékkst að mestu við bókaskrif, að það hvarflaði að mér að skrifa bók um þessa konu. Ég hafði frétt að hún væri fædd þar sem nú er Litháen og hefði hrakist til Frankfurt í stríðinu, mikið meira vissi ég ekki um hennar bakgrunn. En ég var bú- inn að skrifa nokkrar bækur um látna herramenn sem voru rithöfundar og hugsaði með mér að það væri gaman að rekja núna ævi konu sem þar að auki væri enn á lífi – og baksviðið væri hið sama, 20. öldin, öld öfganna með sínum ótæm- andi sagnabrunni. Höfundarnir sem ég Hvað býr í einni mynd Svolítið um ungfrú Sovétríkin, matselju úr horfnum heimi og vanda ævisagnaritarans. Halldór Guðmundsson Mamúska eldar enn, næstum hundrað ára og hálfblind. Halldór Guðmundsson Ljósmynd/Gaby Sponholz

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.