SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 37
9. janúar 2011 37 Já, takk - ég vil gjarnan fá meira. hver rétturinn var öðrum betri; hvít- laukssteik, chili-kjúklingur eða beik- onvafður, svína- eða nautarif, svína- hnakki með parmesanosti o.s.frv. Fyrri hluta dags, frá 11.30 til 17, kostar slík máltíð 12 og hálft pund en að köldi tæp 23 pund. Það er andvirði 4.200 króna. Á sunnudagskvöldi kostar kvöld- verðurinn hins vegar tæp 20 pund, um 3.700 krónur, og eru eftirréttir þá inni- faldir, hafi einhver pláss! Fimm ára og yngri snæða ókeypis á staðnum og fimm til tíu ára greiða hálfvirði. Brasilísk steikhús af svipuðum toga eru víðar í Englandi, t.d. í London og Manchester, en Viva Brazil hið fyrsta í Liverpool, var opnað á haustdögum, og stefnt er að því að opna slíka staði bæði í Glasgow og Birmingham á næsta ári. Eftir að hafa farið á ámóta stað í Manchester nokkrum vikum síðar varð mér endanlega ljóst að rétt er að mæla með Viva Brazil. Hann ber af. Fjöldi góðra veitingastaða er í Liver- pool og boðið upp á matreiðslu hvaðan- æva úr heiminum. Margir íslenskir boltaferðalangar búa á Jury’s Inn-hótelinu við Albert Dock og þeim má benda á að afbragðs indverskur staður er steinsnar þar frá, Spice Lounge. Þá hafa eflaust margir gaman af því að snæða á Café Sports í Stanley- stræti, en staðurinn er í eigu Ja- mies Carraghers, einnar helstu hetju knattspyrnuliðsins Liver- pool. Fjölskyldustaður þar sem ýmiskonar steikur, fiskur, pastaréttir og slíkt er í boði. Dætur mínar komust að því í fyrra að hátt í 100 sjónvarps- skjáir eru á staðnum og sýndar íþróttir á þeim öllum, gjarnan knattspyrna. Staðurinn stendur við Stanley- stræti og ef menn vilja kíkja á nætur- lífið á eftir er upplagt að borða hjá Car- ragher síðla föstudagskvölds því handan við hornið, aðeins fáeina metra frá, er hið goðsagnakennda Matthew-stræti. Það er ekki langt en bar ellegar dans- staður í hverju húsi, m.a. Cavern Club þar sem Bítlarnir komu fyrst fram. Heimamenn djamma mest á föstudög- um að sögn. Mögulegt er að panta borð á öllum veitingastöðunum þremur á netinu. www.vivabrazilrestaurants.com www.spicelounge.uk.com www.cafesportsengland.com Ómögu- lega meira í bili, takk. Það má kannski segja að árið 2010 hafi verið það ár sem kreppan fórvirkilega að segja til sín í vínframboði á Íslandi. Þrátt fyrir að gengikrónunnar hafi styrkst nokkuð frá árinu 2009 þá hafa álögur ááfengi aukist verulega. Á sama tíma hefur dregið verulega úr birgð- um af betri vínum sem fluttar voru til landsins fyrir hrun og því enn á „gamla“ genginu. Flest slík vín hverfa af markaðnum þegar birgðir eru á þrotum enda hefði verð þeirra stökkbreyst ef þau hefðu verið keypt inn á hærra gengi. Neytendur þurfa á sama tíma að glíma við almenna rýrnun kaupmáttar og vilja því helst borga minna fyrir hverja vínflösku á sama tíma og verð fer hækkandi. Ekki góð blanda. Þetta hefur endurspeglast í nýliðun tegunda á markaðnum. Hér áður fyrr voru vín algeng sem kostuðu um 2 evrur og þar fyrir ofan frá fram- leiðanda en nú hefur skollið á flóðbylgja vína sem eflaust kosta nokkuð undir evrunni frá bónda. Menn geta síðan dregið sínar ályktanir af því. Þar með er þó ekki sagt að allt sé svart. Þegar maður lítur yfir þau hundruð vína sem smökkuð voru á síðasta ári er ýmislegt sem stendur upp úr. Það halda sem betur fer áfram að koma inn virki- lega góð ný vín, auk þess sem mörg vín sem lengi hafa verið á markaðnum standa ávallt fyrir sínu, vín frá framleiðendum á borð við Montes, Torres og Baron de Ley svo dæmi séu nefnd. Það er alltaf erfitt að velja eitthvert eitt þegar margir góðir kostir eru í boði. Það eru þó nokkur vín sem kæmu vel til greina sem vín ársins. Það mætti nefna tvö frábær Búrgundarvín á fínu verði: Pascal Lachaux Chardonnay og Domaine Arnoux-Lachaux Pinot Fin. Eða nýsjálensku vínin frá vínhúsinu Spy Valley, ekki síst hið rauða Merlot og hið hvíta Sauvignon Blanc. Það mætti líka horfa til Austurríkis og hvítvínsins Fischer Gruner Veltliner, sem eru einhver bestu kaupin í hvítum vínum þegar horft er til samspils verðs og gæða. Það á einnig við um hið spænska Mo Monastrell sem líkt og Fisc- her-vínið lækkaði um tugi prósenta í verði á árinu þar sem erlendi framleið- andinn kom til móts við íslenska mark- aðinn. Svo má nefna rauðvín á Vidal-Fleury Cotes-du-Rhone 2007 þar sem stórkost- legur árgangur gerir að verkum að vín í ódýrari kantinum fer að spila í efri deildinni. Suður-afrísku hvítvínin Two Oceans Sauvignon Blanc og Drostdy Hof Chardonnay og hið spænska Mayor de Castillo sönnuðu svo að mjög ódýr vín geta vel verið meira en ásættanleg. Önnur vissulega dýrari voru síðan það góð að þau verður að nefna. Ítölsku Val- policella-vínin frá Ca’Rugate og spænsku Empordá-rauðvínin frá vínhúsinu Pere- lada eða þá hið magnaða Gigondas frá Sa- int-Cosme. Vínið sem stendur endanlega uppi sem sigurvegari ársins er hvorki hvítt né rautt. Það er freyðandi og kemur frá Ítalíu, nánar tiltekið Trentino í norðurhluta landsins. Ferrari Maximum Brut er í verðflokkinum mitt á milli freyðivína og kampavína. Guilio Ferrari stofnaði víngerðina árið 1902 og frá upphafi hafa öll vínin verið framleidd með hinni hefðbundnu kampavíns- aðferð, sem byggist á því að kolsýrugerjunin á sér stað í hverri flösku fyrir sig. Þvílíkur fengur að fá þetta vín á íslenska markaðinn. Vín ársins 2010 Vín 101 Steingrímur Sigurgeirsson Maukið þá súpuna og sigtið áður en hún er smökkuð til með salti, pipar, timjan og smjöri. Stráið saxaðri steinselju yfir súpuna og berið fram með brauðten- ingum, sýrðum rjóma og ef til vill ný- bökuðu brauði. Kryddaður kjúklingabaunaréttur Fyrir 4 til 6 1 eggaldin 1 tsk salt 1 bolli kjúklingabaunir (látið liggja í köldu vatni yfir nótt) 2 msk ólífuolía 1 laukur (saxaður) 2 hvítlauksrif (söxuð) 2 msk engifer, rifið (ferskt) 1 msk broddkúmen (malað) 2 tsk paprikuduft ¼ tsk saffranþræðir 1 tsk chilliduft 1 L grænmetissoð 2 gulrætur (skornar í teninga) 1 rófa (skorin í teninga) 1 kúrbítur (skorinn í teninga) 5 Plómutómatar (skornir í teninga) 1/3 bolli steinselja (söxuð) Aðferð: Skerið eggaldin í tvennt eftir endilöngu, stráið saltinu yfir og látið standa í tutt- ugu mínútur, áður en þið skerið það í teninga, hitið olíuna á stórri steik- arpönnu og brúnið laukinn létt áður en hvítlauk, engiferi og kryddi er bætt út í ásamt kjúklingabaununum (látið vatnið renna vel af þeim fyrst). Setjið græn- metissoðið út í og sjóðið í u.þ.b 40 mínútur við væga suðu, eða þar til baunirnar eru orðnar meyrar. Blandið þá eggaldini, rófu, gulrótum og kúrbít út í og sjóðið áfram í tíu mínútur. Blandið þá tómötunum út í og látið sjóða í 1-2 mín, áður en steinseljunni er stráð yfir og rétturinn borinn fram með hrísgrjónum eða fersku salati.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.