SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 43
9. janúar 2011 43
ureyri er varðveitt gott safn ljósmynda
með áherslu á norðlenskt myndefni.
Nýlega bárust Minjasafninu á Akureyri
safninu glerplötur ljósmyndarans Bárðar
Sigurðssonar, sem fæddur var 1872 , og
starfaði í byrjun 20. aldar. Bárður var
Þingeyingur og veita ljósmyndir hans
innsýn í sveitalíf á Norðurlandi á 19.-20.
öld með raunsönnum myndum úr nær-
umhverfi ljósmyndarans. Plötusafn Bárð-
ar Sigurðssonar hafði verið í fórum Eð-
varðs Sigurgeirssonar ljósmyndara á
Akureyri í áratugi. Safn Bárðar hefur verið
lítt þekkt til þessa, en það hefur að geyma
mannamyndir, og þjóðlífs- og stað-
armyndir. Athygli vekur að mannlífs- og
náttúrumyndir skipa í raun hærri sess en
mannamyndirnar, sem skapar Bárði
ákveðna sérstöðu. Bárður var áhuga-
ljósmyndari, sem hafði myndavélina
meðferðis í lífi og starfi, en einnig at-
vinnumaður á sínu sviði. Ljósmyndir
Bárðar endurspegla veruleika sveitunga
hans. Þar má sjá karla við slátt, fjölskyldur
við borðhald, baðstofulíf, spariklædd
börn, konur á íslenskum búningum, fólk
á ferð og stórbrotnar myndir af landslagi
Norðurlands. Áhugavert er að virða fyrir
sér útlit fólks, fatnað, húsbúnað, atburði
og umhverfi svo eitthvað sé nefnt. Bárður
hefur fangað einstök augnablik í lífi sam-
ferðamanna sinna, og nýtur þar trausts
þeirra sem hann ljósmyndaði. Myndir
Bárðar eru fyrir vikið raunsannar, lausar
við tilgerð og ómetanlegar heimildir um
íslenskt bændasamfélag. Það gefur mynd-
um hans einstakt gildi. Segja má að eng-
inn ljósmyndari annar hér á landi hafi
komist nær íslenskri sveitamenningu og
Bárður enda tilheyrði hann þeim veru-
leika sem hann myndaði.
Þjóðminjasafn Íslands, Minjasafnið á
Akureyri sem er eigandi myndanna og
Safnhúsið á Húsavík, safnið í hans
heimasveit, taka nú höndum saman og
efna til sameiginlegrar sýningar á ljós-
myndum Bárðar Sigurðssonar. Söfnin
gefa af því tilefni út vandaða bók þar
sem fjallað er um lífshlaup og ævistarf
Bárðar Sigurðsson með greinum frá
söfnunum þremur og fjölmörgum
myndum ljósmyndarans. Sýningin
verður fyrst opnuð í Myndasal Þjóð-
minjasafns Íslands þann 29. janúar. og
þegar líður á árið verður hún í Minja-
safninu á Akureyri og Safnahúsinu á
Húsavík. Það er Þjóðminjasafni Íslands
mikilsvert sem höfuðsafni þjóðarinnar
að eiga í góðri samvinnu við söfnin á
landsbyggðinni og stuðla að því að veita
aðgang að þeirri auðlind sem fólginn er í
söfnunum. Með sýningu á ljósmyndum
Bárðar Sigurðssonar bjóða söfnin þrjú
safngestum að kynnast einum merkasta
ljósmyndara fyrri tíma og þeim þjóð-
arararfi sem fólginn er í myndum hans.
Sjá nánar: http://www.thjodminja-
safn.is/minjar-og-rannsoknir/
ljosmyndasafn-islands/
’
Segja má að eng-
inn ljósmyndari
annar hér á landi
hafi komist nær ís-
lenskri sveitamenningu
en Bárður Sigurðsson
enda tilheyrði hann
þeim veruleika sem
hann myndaði.
Við slátt í Dragsey hjá Haganesi í Mývatnssveit 1908 . Talið frá vinstri, Kristján Helgason, óþekktur og Helgi Jónsson bóndi í Haganesi.
Ljósmynd/Bárður Sigurðsson
bronsi, baðherbergisflísum; líka prjón-
aður skúlptúr.
„Ég horfi á málverkin og þau gefa
mér hugmynd um efnivið í skúlptúrinn.
Eitt verka Kjarvals sem ég vísa í
heitir Mosi við Vífilsfell, þetta er mynd
af víðáttumiklu hrauni sem ég geri úr
gólfefnagúmmíi með gulum flögum í.
Það gefur svolitla mosatilfinningu.
Sum verkin eru nokkuð bókstafleg,
til dæmis gifsverk sem ég málaði með
bleki en það vísar í blekteikningu af
fjalli. Önnur eru meira abstrakt.“
Hvað varð um póstmódernismann?
Stefán útskrifaðist frá Myndlistar- og
handíðaskóla Íslands árið 1992 og lauk
MFA-gráðu við School og Visual Arts í
New York árið 1994. Hann hefur lengi
unnið út frá listaverkum annarra.
Höfðu póstmódernískar kenningar um
endurvinnslu áhrif á þá þróun?
„Ég hugsa það,“ svarar hann. „Þegar
ég var í skóla var mikil umræða í gangi
um endalok listarinnar. Og hvað þá?
spurðu menn. Mér fannst einn mögu-
leikinn vera þessi; fyrst búið væri að
gera allt, þá gerði ég verkin bara aftur.
Þetta er því einhvers konar svar við
umræðu sem var sterk þegar ég var að
byrja í myndlistinni, og má alveg tengja
póst-módernískum fræðum.
Svo er spurning hvað hefur orðið um
þennan póstmódernisma,“ segir Stefán
og brosir.
Í íslenskri myndlist hefur málverkið
„átt“ landslagsmyndina og Stefán segir
að með þessum þrívíddarverkum,
spyrji hann hvort hann sem skúlptúr-
isti geti ekki eignast einhverja sneið af
þeirri köku.
„Getur landslagsmynd ekki verið
þrívíð alveg eins og tvívíð?“ spyr hann
og segist ekki vera einn í þeim pæl-
ingum, nefnir sem dæmi fleiri skúlp-
túrista: Kristin E. Hrafnsson, Brynhildi
Þorgeirsdóttur, Katrínu Sigurð-
ardóttur, og jafnvel Helga Þorgils.
„Þessi verk eru engin óvirðing við
landslagið eða Kjarval, alls ekki,“ segir
hann. Verk Kjarvals séu bara sinn efni-
viður, rétt eins og landslagið, sem
Kjarval horfði á sem „frumáhorfandi“,
var hans efniviður.
„Ég hef stundum hugsað um frum-
myndakenningu Platóns, sem þoldi
ekki listina því hann sagði að allir
hlutir í kringum okkur væru eft-
irmyndir af frummyndum, og svo
kemur listamaður og gerir eftirmynd af
eftirmyndinni. Það fannst honum orð-
ið afskaplega útvatnað. Ég er síðan
kominn enn einu skrefi lengra og far-
inn að gera eftirmynd af eftirmynd af
eftirmynd.
Ég er ekkert sammála Platón, enda
segja þessi verk mín að eftirmyndin sé
jafn merkileg frummynd og sú frum-
mynd sem Kjarval vann með. Ég nota
málverkin rétt eins og Kjarval notaði
náttúruna á sínum tíma,“ segir Stefán.
Hann verður með listamannsspjall á
sýningunni í á morgun, sunnudag,
kl.15.Stefán við verkið Kjarvali III (Frá Þingvöllum, Botnssúlur). „Ég nota málverkin rétt eins og
Kjarval notaði náttúruna á sínum tíma,“ segir hann um nálgun sína í sköpuninni.
Morgunblaðið/Golli
’
Ég er ekkert sammála Platón, enda segja þessi verk
mín að eftirmyndin sé jafn merkileg frummynd og
sú frummynd sem Kjarval vann með.