SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 40
40 9. janúar 2011 LÁRÉTT 1. Féll stór fyrir þeim sem nær upp að sirka hálf- um fæti. (6) 3. Elskar ÁTVR álagið. (8) 7. Op á ís og reipi sýna bleyttan. (8) 10. Hál og feitt mætast í tíma. (8) 11. Hátíð við kastala er algeng. (7) 13. Henda stól og velta. (9) 16. Aldraður og hálfbilaður fær sull (6) 17. Stutt stopp endar í snertingu. (7) 19. Mig last að fornu og aukast. (7) 20. Lakk og rísinn gera sælgætið (10) 22. Grunaðar fá ár til að flækjast um byggingu Háskólans. (10) 24. Forirnar fela kveikjarana. (8) 26. Ríki horfir á Ara og frábrugðnara (10) 28. Hugsa um goð eins og kemur fram. (8) 30. Trúartákn setur og færir fætur í leiðinni. (11) 32. Klaufdýr með skorpu valda sjúkdómi. (10) 33. Prófi nakin að finna aldin (8) 34. Með spotta vex að lokum (12) LÓÐRÉTT 1. Löng væri með mikinn hávaða. (5) 2. Á ennþá peninga þrátt fyrir þrældóm. (5) 4. Grípa snjór frá hvítri. (5) 5. Ílát sem skúturnar hafa. (5) 6. Stór fær stóla og eitthvað á höfuðið (8) 8. Kata næstum því sneiddi belti fyrir trúaðar (9) 9. Ekki á meðal G8 því ekki með á nótunum. (9) 12. Illa haldinn eftir að hafa flækst á atburði MR. (9) 14. Viðar fær ná frá svipuðum. (8) 15. Farnir með þann fyrsta til ættingjanna. (7) 18. Uppgötva ekkert og þann sem er gerður úr þráðum. (5) 21. Klögum málminn í formlegu kvörtuninni (9) 23. Finna ennþá flan í sjón og yfirborðsþekkingu. (8) 25. Heyra að hlýja hjá menntaskóla gagnvart söngrödd stafi af efni sem veitir góða lykt. (7) 26. Poki fellur til botns (6) 27. Lokka sáðland til fugls? (8) 29. Sá langt flækjast um en samt koma. (7) 31. Finna þreyttan í kennslugagninu. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn kross- gátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegis- móum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 9. janúar rennur út 13. janúar. Nafn vinningshafans birt- ist í blaðinu 16. janúar. Heppinn þátttak- andi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 31. desember er Karen Lilja Loftsdóttir, Sörlaskjóli 44 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Það var vel til fundið hjá Halldóri Grétarssyni, stjórnarmanni hjá Skáksambandi Íslands og einum besta skákmanni Vestfirðinga, að efna til kosningar um skák ársins 2010. Á umræðuvettvangi skákhreyfingarinnar tilnefndi Halldór nokkrar skákir og þeir sem greiddu atkvæði völdu sig- urskák Lenku Ptacnikovu við Evu Repkovu frá Slóvakíu, sem tefld var á Ólympíumótinu í Khantyi Maniysk í Síberíu sl. haust, skák ársins 2010. Þessi viðureign birtist í pistli Morg- unblaðsins sem fjallaði sér- staklega um frammistöðu kvennaliðsins á Ólympíumótinu. Lenka var þar í sérflokki en hún hlaut 8 ½ v. af 11 mögulegum og tefldi af miklum krafti allt mótið. Líta má á valið sem viðurkenn- ingu fyrir frammistöðu hennar og íslensku kvennasveitarinnar en þar voru stúlkurnar að bæta sig miðað við ætlaðan árangur. Þegar valferlið hófst í lok árs stefndi hátt sigurskák Braga Þorfinnssonar gegn Svisslend- ingnum Roland Ekström frá Ol í Khanty Manyisk en skákin hafn- aði í lokum í 2. – 3. sæti. Það var verðskuldað því Bragi stóð sig frábærlega vel á Ólympíu- mótinu. Hvað varðaði best tefldu skákina var sá sem þessar línur ritar fljótur að mynda sér skoð- un. Fáir virtust á sama máli en á lokasprettinum tóku „hornverj- ar“ þó aðeins við sér og sig- urskák Jóhanns Hjartarsonar við Litháann Sarunas Sulkis fékk jafnmörg stig og skák Braga og hafnaði í 2. – 3. Í þessari glæsi- legu skák sem tefld var í við- ureign skáksveita Bolvíkinga og Fjölnis í 1. umferð Íslandsmóts taflfélaga sl. haust tókst Jóhanni að fylgja eftir vel heppnaðri byrjun með vandaðri úrvinnslu í miðtafli. Á lokakaflanum réðst kóngur svarts til inngöngu og var þó talsverður liðsafli fyrir til varnar sem var samt af ýmsum ástæðum bundinn niður. Þessi innrás réð úrslitum því kóng- urinn tók beinan þátt í loka- atlögunni þar sem lokahnykk- urinn var biskupsfórn: Íslandsmót skákfélaga: Sarunas Sulskis – Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rge7 Afbrigði sem kennt er við stórmeistarann og píanóleik- arann Mark Taimanov og var afar vinsælt á árunum í kringum 1970. 7. Rxc6 Rxc6 8. Dh5 b5 9. O-O-O Dc7 10. Kb1 Bb7 11. f4 Hc8 12. Bd3 Be7 13. Hhf1 Rb4! 14. Bd4 Rxd3 15. cxd3 b4 16. Re2 16. Bxg7 gengur ekki vegna 16. … bxc3 sem hótar 17. … c2+. 16. … Dc2+ 17. Ka1 O-O 18. Df3 f6! Taimanov hefði verið full- sæmdur af þessum leik. 19. De3 a5 20. Bb6 Dc6 21. Hc1 Db5 22. Hxc8 Hxc8 23. Hc1 a4 24. Hxc8 Bxc8 25. Kb1 f5 26. Bd4 Ba6 Þessi biskup á eftir að reynast Sulskis erfiður viðfangs. 27. Rc1 Bb7 28. exf5 Dxf5 29. g3 Ba6 30. Kc2 Db5 31. Kd2 Bf8 32. b3 axb3 33. axb3 Bb7 34. De5 Dc6 35. De2 Dd5 36. Bb2 Dh1 37. Kc2 Bg2 38. h4 Bf3 39. Df2 Dd1 40. Kb1 Bg4 41. Dd4 d5 42. De3 Bf5 43. Bd4 h6!Svartur getur ekki bætt stöðu sína að ráði nema með því að kóngurinn taki þátt. 44. Kb2 Kh7 45. Be5 Kg6 46. Bd4 Kh5 47. Df2 Kg4! Hvítur fær ekki varið g-peðið. 48. De3 Df3 49. De1 Dxg3 50. Dd1 Df3 51. Re2 Bxd3 52. Dg1 Kf5 53. Rg3+ Kxf4 54. Bb6 Bd6 55. Bf2 Be5+ 56. Kc1 Bg6 57. Be1 Bc3 58. Bf2 58. … Bd2+! 59. Kxd2 Dc3+ – og hvítur gafst upp enda stutt í mátið t.d. 60. Ke2 Bd3+ 61. Kd1 Dc2+ 62. Ke1 Dc1 mát. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Lenka tefldi skák ársins 2010 Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.