SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 39
’ Áætlað er að kvikmyndin Hobbitinn í leikstjórn Pet- ers Jacksons verði frum- sýnd í desember og framhaldið í desember árið 2013 Justin Timberlake og Cameron Diaz endurnýja kynnin í Bad Teacher. nýjasta spennumynd Mels Gibsons How I Spent My Summer Vacation. Forsaga Apaplánetunnar verður rakin í nýrri stórmynd, sem sýnd verður í júlí, og í ágúst verða Strumparnir í þrívídd og Mr. Poppers Penguins, nýjasta mynd stórleikarans hæfileikaríka Jims Carreys. Önnur mynd Adams Sandlers Jack and Jill verður sýnd í september, en í félagi við hann verða Al Pacino og Katie Holmes. Þá verður einnig frumsýnd teiknimynd um Bangsímon. Í nóvember bregður Mickey Rourke fyrir í myndinni Immortals, þar sem gríska goðafræðin er tekin fyrir, og verður það að teljast við hæfi fyr- ir leikarann sem er ódrepandi, ef ekki ódauðlegur. Um jólin verður frumsýnd bandaríska útgáfan af Körlum sem hata konur sem leikstýrt er af Dav- id Fincher. Daniel Craig verður Mikael Blómkvist og Rooney Mara í hlutverki Lisbeth Salander. Og eflaust verða morðgátur leystar í framhaldsmynd af Sherlock Holmes, en Robert Downey Jr. þótti takast ágætlega upp í þeirri fyrri. Loks er það rúsínan í pylsuendanum, en áætlað er að myndin Hobbitinn í leikstjórn Peters Jack- sons verði frumsýnd í desember og framhaldið í desember árið 2013. Báðar myndirnar verða í þrí- vídd og er kostnaður hálfur milljarður banda- ríkjadala. Ian McKellan verður áfram í hlutverki Gandalfs og Andy Serkis sem Gollum, en þeir léku báðir í stórmyndunum eftir Hringadróttinssögu Tolkiens. 9. janúar 2011 39 Því fylgir nettur tregi að kveðja ár sem aldrei kemuraftur. Ár sem flaug svona líka hratt hjá, eins og vind-hviða. Örlítill gustur í stóra samhenginu. Og það magnast upp um áramót varnarleysið gagnvart tímans tönn sem nagar hvíldarlaust og vinnur á öllu sem lífs- anda dregur. En það er auðvitað eins og hvur önnur tímaeyðsla að súta það sem við fáum ekki með nokkru móti við ráðið (og hvur má við tímaeyðslu?) Gleðjumst frekar yfir því að hafa verið svo gæfusöm að fá að taka þátt í því ævintýri sem lífið er, eitt árið enn. Þökkum fyrir alla kossa, knús og strokur síðasta árs. Horfum tilhlökkunaraugum fram á veginn. Glænýtt ár býður jú upp á óteljandi ný tækifæri ef við opnum faðm og hjarta fyrir þeim … Æ, hvílík klisja … en lífið er hvort eð er ein risastór klisja, sættum okkur við það. Höldum áfram að taka þátt í leiknum, lát- um áramótin vera okkur hvatningu til að hugsa upp á nýtt í ástarmálunum, snúum hlutum á hvolf, stöndum á höndum og ögrum viðteknum venjum okkar. Rífum okkur úr að ofan og látum ferska vinda blása um berar geirvörturnar, tökum hraustlega í árarnar og róum á ný mið … (hér er að sjálfsögðu líkingamál á ferð, ekki er verið að hvetja fólk til að fá útrás fyrir strípihneigð sína á almanna- færi … en að sjálfsögðu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fólk striplist sem mest heima hjá sér). Einhleypir gætu til dæmis sótt nýja samkomustaði, það eitt getur leitt til nýrra ævintýra. Það er tilvalið í upphafi árs og æfa sig í því að bregða út af vananum, fara ekki á sama kaffi- húsið eða barinn og sóttur hefur verið í áraraðir, skella sér frekar á ólíklegasta staðinn, þann sem þú heldur að þú eigir ekkert erindi á. Hvur veit hvað rekur á fjörur þar sem síst skyldi. Í það minnsta er það ævinlega skemmtileg mannlífs- rannsókn að tékka á nýjum kreðsum. Einhleypingar ættu líka að fara út fyrir öruggu svæðin sín, 101-búar hafa gott af því að skella sér út á land, mæla út ann- arra landshluta fljóð og fýra. Ekki laust við að heyrst hafi af ævintýrum sem enn gerast í slíkum ferðum. Dreifbýlingar hafa ekki síður gott af því að blanda geði við þéttbýlinga, sjá hvort þeim líst á eitthvað. Fordómalaus og opinn hugur er það sem gerir svona ferðalög áhugaverð. Hjónakorn og pör ættu að skoðað sín sambönd um hver áramót, fægja og pússa upp á nýtt, rífa sig upp úr hjólförum vanans. Draga andann djúpt, halda fyrir nefið og stökkva saman út í sundlaug möguleikanna. Úr að ofan og rífum í árar Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Draga andann djúpt, halda fyrir nefið og stökkva. ’ Það er æv- inlega skemmtileg mannlífsrann- sókn að tékka á nýjum kreðsum. Þær gerast ekki stærri. Teiknimyndasagnahetjan Tinni labbar inn á hvíta tjaldið með sínu stórkostlega föruneyti í september. Steven Spielberg leikstýrir og Peter Jackson fram- leiðir, en Jackson tekur svo við leikstjórninni í þriðju myndinni um Tinna, sem frumsýnd verður 2013. Tinni verður leikinn af Daniel Craig, sem hingað til hefur verið kunnastur sem James Bond. Stórmynd um Tinna stöðvar heims, til dæmis þær bandarísku, sendu fréttatíma sína beint út frá Íslandi. Bandaríkjaforseti kom til Íslands 9. október. Sovétleiðtoginn kom næsta dag og voru þar færri fyrirmenni viðstödd en vera skyldi enda var verið að setja Alþingi á sama tíma. Þegar Gorbachev steig út úr flugvél sinni á Keflavíkurflugvelli gekk Ögmundur Jónasson, þá fréttamaður Sjónvarps, til hans klæddur ljósum rykfrakka og talaði til Sovétleiðtogans á tungu hans þjóðar. „Við trúum því, að nú sé stundin komin til að hefjast handa af alvöru ... Við viljum vinna að afvopnun og stefna að því, að kjarnorkuvopn hafi verið upprætt áður en ný öld gengur í garð,“ sagði Gorbachev í ávarpi sínu til núverandi innanríkisráðherra. Í bókinni Þá flaug Hrafninn segir Ingvi Hrafn Jónsson sem á þessum tíma var fréttastjóri Sjónvarpsins að Sovétmenn hafi greinilega komið hingað til lands með þeim ásetningi að vinna fjölmiðlastríðið sem leiðtogafundinum fylgdi. Áleitin spurning sé hvaða fjölmiðlaráðgjafa þeir hafi haft á sínum snærum. Mikill munur til dæmis hafi verið á framgöngu Gorbachevs – og ekki síður Raisu eiginkonu hans – og svo þagnarmúrnum umhverfis Reagan. „Þetta var þeim mun athyglisverðara þar sem sá sem kunni að nota sér fjölmiðlana var frá kommúnistaríki en sá sem ekki notaði þá var hins vegar frá landi sem telja verður vöggu frjálsrar fjölmiðlunar,“ segir Ingvi Hrafn í bók sinni. Ögmundur Jónasson ’ Sá sem kunni að nota sér fjölmiðlana var frá kommúnistaríki en hinn sem ekki notaði þá kom úr vöggu frjálsrar fjöl- miðlunar. Þá er komið að einvíginu sem allir hafa beðið eftir. Harry Potter glímir við Voldemort í síðustu myndinni um galdrastrákinn útvalda, seinni hluta Dauðadjásn- anna. Hún verður frumsýnd hér á landi 15. júlí. Í þessari mynd snúa Harry, Ron og Hermione aftur í Hogwartsskóla í leit að helkrossum Voldemorts. Og þá fer að draga til tíðinda fyrir alvöru. Potter aftur í skólann

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.