SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 09.01.2011, Blaðsíða 28
28 9. janúar 2011 York í eitt ár. Ég ætlaði að fara í Hjúkrunarskól- ann en það var sótt of seint um fyrir mig og ég komst ekki inn. Þá fannst foreldrum mínum upp- lagt að ég færi í Hússtjórnar- og kennaraskólann. Það var skemmtilegt nám en alltaf langaði mig samt til að verða hjúkrunarkona. Ég er dálítil hjúkrunarkona í mér. Ef einhver nemandi minn fær flís og það þarf að draga hana út þá er ég mætt og nýt mín vel.“ Þú virkar dálítið eins og þú sért nákvæm og viljir hafa hlutina á ákveðinn hátt. Ertu þannig? „Já, ég vil hafa röð og reglu og geri hlutina á vissan hátt. Þetta er dálítið eins og þegar maður er að fara eftir uppskrift. Þegar maður prófar nýja uppskrift þá fer maður nákvæmlega eftir upp- skriftinni og ef manni líkar hún svo ekki þá breytir maður henni. En maður breytir henni ekki áður en maður hefur prófað hana. Ég trúi á þannig aðferðir en kannski er ég bara íhaldssöm.“ Heldurðu að það sé hægt að þekkja fólk af því hvernig heimili þess er? „Já, það lýsir fólki þó nokkuð hvernig það kýs að búa. Eftir að ég var í Allt drasli-þáttunum þá sá ég ýmislegt sem ég hélt að væri ekki til. Ég varð stundum hissa, en aðalatriðið var auðvitað að hjálpa fólki.“ Í þeim þáttum sagðirðu skoðanir þínar hisp- urslaust. Ertu hreinskilin að eðlisfari? „Ég reyni að segja hlutina kurteislega. Stundum finnst fólki ég vera grimm en það er ekki það sem ég ætla mér. Mér finnst ég vera tilfinningamann- eskja en það er ekki víst að öðrum finnist það. Það kemur fyrir að það fýkur í mig en svo er það bara búið. Ég erfi aldrei neitt.“ Hvernig fannst þér að vera í sjónvarpi? „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara út í. Þetta var heilmikil vinna, en ég væri al- veg til í hana aftur af því það var svo gaman. Í þætti eins og þessum verður fólk að vinna náið saman og ég vann með góðu fólki, það var aldrei neitt vesen og engar vondar uppákomur. Við fórum stundum út á land og í Mjóafirði voru teknir tveir sumarbústaðir á leigu. Þar var stórt rými, svefnloft og svo eitt herbergi í hvorum bú- stað. Við Heiðar sögðumst vera stjörnurnar, og líka elst, feitust og frekust og heimtuðum sitt herbergið hvort og fengum. Þetta voru einu stjörnustælarnir hjá okkur Heiðari.“ „Æ, Sigfús minn!“ Hvernig er einkalífi þínu háttað? „Ég er voðalega gamaldags, alltaf gift sama manninum og er ansi ánægð með það. Þegar við giftumst árið 1974 komst ég fljótt að því að ég yrði að vera sjálfstæð því maðurinn var alltaf úti á sjó. Ég var smiður, múrari og málari. Það þýddi ekk- ert annað. Ég gerði ekki allt jafnvel en bjargaði mér.“ Hver er lykillinn að farsælu hjónabandi? „Við hjónin berum virðingu hvort fyrir öðru og erum ekki að þröngva skoðunum okkar hvort upp á annað. Við erum til dæmis mjög ósammála í pólitík. Ég segi alltaf: Af hverju þarf ég að vera sammála honum eða hann mér? Við erum tveir einstaklingar.“ Margrét Sigfúsdóttir er skólastjóriHússtjórnarskólans í Reykjavík oghefur starfað þar frá árinu 1998. Húnkemur iðulega fram í fjölmiðlum og gefur góð ráð er varða heimilishald. Hún vakti mikla athygli á árunum 2005-2007 fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþáttunum Allt í drasli á Skjá ein- um ásamt Heiðari Jónssyni en þau fóru heim til fólks þar sem hreinlæti var nokkuð ábótavant og tóku til hendinni. Við Hússtjórnarskólann stunda nú 24 nem- endur nám, allt konur, en nokkur dæmi eru um að karlmenn hafi verið meðal nemenda. „Að- sóknin hefur alltaf verið mikil, sem betur fer, og við fáum frábæra nemendur,“ segir Margrét. „Ég finn að nú er visst afturhvarf til liðins tíma. Það hefur til dæmis vaknað mun meiri löngun en áður hjá nemendum að gera slátur, læra að prjóna, nýta ber og búa til sígildan góðan íslenskan mat. Ég ólst upp við nýmeti, ekki eitthvað sem var hálftilbúið, hálfsteikt eða foreldað og sem svo al- gengt er að fólk kaupi núna og setji inn í ofn. Nemendur vilja margir hverfa aftur til gamals tíma að þessu leyti og það er hið besta mál. Hér er kennt það sem allir þurfa að læra, en það fæðast ekki allir með þá kunnáttu sem til þarf. Öll þurfum við að elda, þrífa og strauja. Það er ekki þar með sagt við ætlum að giftast, við getum eignast börn þótt við giftumst ekki og við getum líka verið einhleyp alla tíð, en við verðum að kunna eitthvað til heimilisstarfa. Einföldustu hlutir geta vafist fyrir fólki, eins og til dæmis það að strauja skyrtu.“ Þú hefur kennt fólk sem ekki kunni að elda og strauja? „Já, og kunni varla að hella upp á könnuna. Í gamla daga kenndi ég á kvöldnámskeiðum og eitt kvöldið mættu tveir karlmenn. Þeir bjuggu hvor í sinni íbúðinni og ætluðu að læra að elda sjálfir því þeim fannst orðið ansi dýrt að borða alltaf úti. Þeir höfðu aldrei gert meira en að hita vatn í hraðsuðukatli, vissu ekki hvað var sleif og hvað var pönnukökuspaði. Ég gat kennt þeim eitthvað, en ekki veit ég hversu sjálfbjarga þeir urðu. Í dag efast ég um að svona karlmenn kæmu í skóla eins og þennan.“ Ætla ekki að vera grimm Hvenær fékkst þú áhuga á hússtjórnarmálum? „Mér fannst alltaf óskaplega gaman sem krakki að vesenast í eldhúsinu og hjálpa til. Heimilið var stórt, við vorum sex systkinin, mamma vann sem hárgreiðslukona og það var stúlka hjá okkur sem aðstoðaði við heimilishald. Ég fór í Hússtjórnar- skólann á Laugarvatni og var svo au-pair í New Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég vil hafa röð og reglu Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, er kona sem vill hafa reglu á hlutunum. Í viðtali ræðir hún um starf sitt að hússtjórnarmálum og segir frá veikindum sem hún yfirvann. Indlandsferð, íþróttir og trúmál koma einnig við sögu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.