SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 8
8 7. ágúst 2011 Frá því að alda mótmæla hófst í hinum arabíska heimi í síðastliðnum desember hefur hún farið víða. Byltingar voru gerðar í Túnis og Egyptalandi og borgarastyrjöld geisar í Líbíu. Uppreisnir hafa verið gerðar í Sýrlandi, Barein og Jemen. Þá hafa kröftug mótmæli verið á götum úti í Alsír, Írak, Jórdaníu, Marokkó og Óman en í minna mæli í Kúvæt, Líb- anon, Máritaníu, Sádí-Arabíu og Súdan. Sameig- inleg krafa fólksins hefur verið að fella ógnarstjórn- ina. Í Sýrlandi hófust mótmælin í janúar en uppreisn var gerð þann 15. mars. Í von um að bæta lífskjör sín hefur fólk farið í kröfugöngur, hungurverkföll, valdið eignaspjöllum og gert árásir gegn stjórnvöld- um. Herinn og sveitir Assads hafa brugðist grimmi- lega við og talið er að meira en 1300 manns hafi látið lífið það sem af er ári. Mun fleiri hafa slasast og fjöldi fólks er í haldi. Stjórnvöld hafa sumstaðar skrúfað fyrir vatn og rafmagn. Þá hafa sveitir As- sads lagt hald á hveiti og matvæli og í borginni Daraa blasir hungursneyð við af þessum völdum en nú eru miklir hitar á svæðinu. Arabíska vorið á erfitt uppdráttar í Sýrlandi Skriðdrekar taka sér stöðu í Hama. Talið er að ríflega 100 manns hafi látið lífið í árásum ógnarstjórnarinnar. Reuters B ashr al-Assad fæddist 11. september 1965 og hefur verið við völd frá árinu 2000. Hann hafði framan af engar fyrirætlanir um stjórnmálaþátttöku og lærði augn- lækningar í Háskólanum í Damaskus. Eins og svo margir austurlenskir aðalsmenn fór hann til Lond- on til frekara náms. Eldri bróðir Bashrs, Basil al- Assad, átti að taka við ríki föður þeirra, Hafez al- Assad, sem hafði stýrt landinu með harðri hendi um rúmlega 25 ára skeið. Basil lést hinsvegar í bíl- slysi árið 1994 og þá varð ljóst að Bashr tæki við völdum þegar Hafez félli frá. Bashr gekk í herinn og var gerður að leiðtoga Baath-flokksins og sýrlenska hersins við fráfall föður síns árið 2000. Í byrjun valdatíðar sinnar gaf Bashr al-Assad vonir um að hann væri boðberi nýrra strauma í hinu kúgaða ríki sem hann erfði frá föður sínum. Hann lét hafa eftir sér að lýðræðislegri stjórn- arhættir væru leiðin til betra lífs en í valdatíð sinni hefur hann þó verið gagnrýndur fyrir mannrétt- indabrot, slaka efnahagsstjórn og spillingu. Lítil þróun hefur verið í sýrlensku þjóðfélagi í valdatíð hans og árið 2007 voru sett lög um að haldið væri utan um öll samskipti sem færu fram á spjall- borðum. Auk þess var lokað fyrir aðgang að vefjum á borð við Wikipediu, Youtube og Facebook. Mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch hafa ítrekað birt fréttir af því hvernig sveitir al-Assads beiti pyntingum, fangavistun og drápum til að berja niður andstöðu við ógnarstjórnina. Á meðal allra arabaríkjanna eru hið sýrlenska sýnu verst í að hefta ferðir aðgerða- sinna sem er brot á alþjóðalögum. Með herinn á sínu bandi Í valdatíð Assad-fjölskyldunnar hefur herinn verið í nánu samráði við ógnarstjórnina. Þegar Hafez braust til valda kom hann nánum samstarfs- mönnum sínum fyrir í lykilstöðum innan hersins sem hefur tryggt völd fjölskyldunnar. Öryggis- sveitir, herinn og valdhafar eru því í nánu samráði sem hefur leitt til þess að aðgerðir eru vel sam- hæfðar. Þetta hefur verið talinn grundvallarmunur á aðstæðum miðað við lönd á borð við Túnis og Egyptaland. Nú í vikunni sendi al-Assad hersveitir og skrið- dreka inn í miðborg Hama þar sem uppreisnir hafa verið hvað skæðastar á árinu. Árásin þykir bera vott um staðfestu al-Assads í að bæla niður uppreisnina. Á undanförnum mánuði hafa hundruð þúsunda mótmælenda komið þar saman í von um að knýja fram breytingar. Borgin er ein af þeim fimm stærstu í landinu og mótmælin voru farin að dreifast frekar um landið. Talið er að frá því að vopnuð átök hófust á sunnudag hafi yfir 100 manns týnt lífi. Nú stendur Ramadan-hátíðin yfir þá múslimar fasta og koma saman til að biðja í moskum. Svo virðist sem stjórn- völd hafi óttast að mótmælendur næðu að virkja fólk sem komið var saman í moskum til aðgerða en aðstæður í borginni eru hræðilegar þar sem matur og vatn eru af skornum skammti. Atburðirnir hafa þá þýðingu að einangrun Sýr- lands innan alþjóðasamfélagsins fer vaxandi. Sam- einuðu þjóðirnar hafa ekki enn sett fram kröfu um að Assad láti af völdum en samskipti við Vesturlönd eru nú stirð. Assad hefur áður lýst yfir andúð sinni á Vesturlöndum og Ísrael og atburðir vikunnar hafa haft slæm áhrif á samskipti við gamla samherja á borð við Rússa og Tyrki. Maður með andlitsgrímu af Bashr al-Assad mótmælir ógnarstjórn hans fyrir framan stríðsdómstólinn í Haag fyrr á árinu. Reuters Sýrland í klóm Bashr al-Assads Forsetinn er staðráðinn í að berja niður uppreisnina Vikuspegill Hallur Már hallurmar@mbl.is Hundruð þúsunda komu saman til að mótmæla ógnarstjórn Bashr al-Assads í Hama í vikunni. Reuters Á sama tíma og árásin var gerð á Hama fóru fram rétt- arhöld yfir Hosni Mubarak sem var hrakinn frá völdum í Egyptalandi fyrr á árinu. Mikill áhugi er á réttarhöldunum sem sýnd eru beint í sjón- varpi. Talið er að ógn- arstjórnin nýti sér þau til dreifa athyglinni frá árás- unum. Um þessar mundir er verið að rétta yfir Hosni Mubarak. Reuters Tímasetningin engin tilviljun Lambalæri New York marinerað 1398kr.kg FRÁB ÆRT Á GRIL LIÐ fyrst og fremst ódýrt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.