SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 29
7. ágúst 2011 29 N íels Thibaud Girerd, oftast nefndur Nilli, fæddist í Caen í Normandí 12. desember 1993. Hann bjó þar stutt en flutti til Íslands eins árs gamall með móður sinni og settist að á æskuheimili hennar, hjá afa sínum Jóni Níelssyni skurðlækni og Ragnheiði Brynjólfsdóttur. „Það var gott að alast upp í skjóli þeirra. Afi dó þegar ég var rúmlega þriggja ára en ég á góðar minningar um hann og við vorum miklir mátar,“ segir Níels. Níels gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og er nú á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann ólst upp á Seltjarn- arnesi til 16 ára aldurs en býr nú í Hlíðunum. „Einhver spurði mömmu einu sinni: Er líf fyrir utan Nesið? Hvers lags spurning er það eiginlega?“ segir Níels. Níels æfði sund í 3-4 ár með íþróttafélaginu KR, sótti dans- æfingar í Listdansskóla Íslands í þrjá vetur og lærði á píanó í tvo vetur. Hann hefur mikinn áhuga á leiklist, kvikmyndum og óperum og segir það vera sínar ær og kýr. Níels leikstýrði stutt- mynd í sumar og fer að vinna að sinni eigin stuttmynd nú í ágúst. Áður var hann þekktur sem Nilli á mbl.is en þar var hann með sinn eigin þátt á netinu. „Það var gaman að vera með þættina á mbl.is í vetur, það opnaði nýjar víddir fyrir manni og vonandi er þetta stökkpallur eitthvað áfram,“ segir Níels, sem vonast til þess að leggja eitthvað svipað fyrir sig í framtíðinni. Það var sko gaman að vera með pípuna til að vera eins og afi. Níels leikur hlutverk sitt af mikilli innlifun í leiklistartíma. Níels ásamt móður sinni, Helgu Bryndísi, í París á góðum degi. Níels á öskudaginn árið 1995 en hann var Lína langsokkur. Í góðra vina hópi með Ungmennaráði. Sælir, Nilli! Myndaalbúmið Níels Thibaud Girerd er margt til lista lagt en hann hefur meðal annars verið með þætti á mbl.is og stefnir í svipaða átt í framtíðinni. Níels ásamt ömmu sinni við Geysi. Níels „engill“ í fermingarmyndatöku. Sniðugur að leika í Durex-auglýsingu. Níels var duglegur að slá garðinn með afa sínum og fékk að halda í sláttuvélina. Það er enginn vafi að hér er mikið kvennagull á ferð.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.