SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 20
20 7. ágúst 2011 samanlögðum sér það hverju þetta skilar. Og hvað sem öllu líður má líta á íslenskuna sem latínu norðursins, hér eiga norrænar bókmenntir – að sjálfsögðu að þeim finnsku frátöldum – sinn upp- runa. Ég held líka að tímasetningin gæti ekki verið betri. Bókamarkaðurinn er sveiflukenndur og áhugi á norrænum bókmenntum á eftir að minnka á heimsmarkaði og þá munu menn hugsanlega horfa til Asíu. En þá er vonin sú að einhverjir ís- lenskir rithöfundar hafi unnið sér varanlegan sess erlendis. Og svo vil ég aftur minna á hin bók- menntalegu rök: Það getur líka verið gott að mæla sig á þá kvarða sem lagðir eru í öðrum löndum. Það er spennandi að sjá hvað fólki í öðrum löndum finnst merkilegt og hvað ekki. Því á endanum er bara til einn mælikvarði í bókmenntunum, svo ég vitni í Thor Vilhjálmsson, og það er heims- mælikvarðinn.“ Samræða við Þjóðverja Það geta varla verið margir íslenskir rithöfundar sem vinna sér varanlegan sess erlendis, en það er kannski nóg að þeir séu bara þrír eða fjórir? „Hugsaðu þér það gagn sem einn nóbelsverð- launahafi gerði okkur! Og kannski voru hinir stóru rithöfundar 13. aldar bara þrír eða fjórir. Í þessu sambandi þurfum við aðeins að greina á milli glæpasagna og fagurbókmennta. Íslensku krimmahöfundarnir munu halda áfram að njóta markaði sem telur hundrað milljónir lesenda þarf ekki að hugsa um alla breiddina heldur er hægt að gefa út bækur fyrir sérhæfða hópa. Um hundrað þúsund titlar koma út í Þýskalandi á ári en með- alupplag bóka er ekki endilega svo miklu hærra en hér, sem sagt nokkur þúsund, en nái bók því að verða metsölubók á þýska markaðnum selst hún meira en við hér á Íslandi munum nokkurn tíma geta okkur látið dreyma um. En það eru ekki bara þessir 200 titlar sem koma út í tengslum við bókasýninguna. Á þessu ári verða hátt í 300 viðburðir á þýska málsvæðinu sem tengjast íslenskum bókmenntum og menn- ingu. Íslenskir höfundar kom fram og lesa úr verkum sínum, myndlistarsýningar verða í nánast öllum stærstu söfnum Frankfurt, sem sumar munu fara víðar, auk tónleika og alls kyns við- burða.“ Besta tímasetningin Af hverju varð Ísland fyrir valinu sem heið- ursgestur frekar en einhver önnur Norð- urlandaþjóðanna? „Á síðasta áratug 20. aldar varð æ meiri fókus á norrænar bókmenntir á alþjóðlegum bókamark- aði. Þá sögðu forsvarsmenn bókasýningarinnar í Frankfurt: Þarna er kannski eitthvað athyglisvert! – og fóru að velta því fyrir sér hvort einhver Norð- urlandaþjóðanna gæti ekki orðið heiðursgestur og komust að því að það væri alveg upplagt. Þá kviknaði sú hugmynd á vettvangi norrænnar sam- vinnu að Norðurlandaþjóðirnar myndu vera með sameiginlega kynningu, sem hefði verið nokkurn veginn ólíklegast til árangurs af öllum bók- menntakynningum sem ég get ímyndað mér. Við gætum bara prófað að láta Svía kynna danskar bókmenntir! Ekkert varð úr þessari hugmynd en þegar rætt var við einstök lönd brugðust Íslend- ingar hratt við og gripu þessa gæs meðan hún gafst. Kollegar mínir á Norðurlöndum spyrja: Af hverju veðjar bókasýningin á ykkur, þið eruð bara pínulítið land? Þeim finnst skrýtið að smáþjóð sem fór á hausinn sé allt í einu að derra sig á bókamess- unni í Frankfurt. En þegar þetta sama fólk fréttir af því að þetta árið muni koma út fleiri íslenskir titlar á þýsku en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum Í október verður Ísland heiðursgestur hinnar árlegu bókasýningar í Frankfurt, sem er sú mikilvægasta sinnar tegundar í heiminum, með 7.000 sýnendum frá 100 löndum. Það land sem er heiðursgestur hverju sinni fær gríð- arlega fjölmiðlaumfjöllun og nú eru það íslenskar bókmenntir sem verða í forgrunni, en um 200 bækur tengdar Íslandi koma út á þýsku þetta árið. Halldór Guðmundsson, rithöfundur, bókmennta- fræðingur og fyrrverandi útgáfustjóri, hefur stýrt þessu mikla verkefni fyrir Íslands hönd. „Bókasýningin sjálf, sem stendur í fimm daga, 12.-16. október, skiptir ekki öllu máli, það eru þýðingarnar á íslenskum bókum á þýsku sem skipta mestu máli því þær verða lesnar um ókomin ár,“ segir Halldór. „Tæplega 200 bækur sem tengjast Íslandi koma út á þessu ári í Þýskalandi, en þá er ekki einungis verið að tala um þýðingar á íslenskum bókum heldur einnig bækur eftir þýska höfunda um Ísland og íslensk málefni og endur- útgáfur. Það má horfa á það með örlitlu stolti að Kínverjar voru heiðursgestir bókasýningarinnar fyrir tveimur árum og þá komu út eitt hundrað bækur tengdar Kína í Þýskalandi. Þýski markaðurinn er stærsti þýðingarmark- aðurinn í heiminum. Um þrjú prósent af bókum í Englandi eru þýdd en um 40 prósent í Þýskalandi. Þar er því mjög opinn markaður fyrir þýðingar, sem þýðir að Frakkar, Ítalir, Spánverjar og fleiri þjóðir horfa til þess hvaða bækur er verið að þýða á þýsku. Að þessu leyti er þetta eins og að kasta steini í vatn; það koma bylgjur lengra og lengra í burtu. Fleiri möguleikar opnast fyrir íslenska höf- unda. Þeir skrifa fyrir markað sem telur 300.000 en eru allt í einu komnir á markað þar sem eru 100 milljónir. Þetta er stórt markaðslegt mál, og auð- vitað skipta sölutölur máli, en gleymum því ekki heldur hvað ferðir sagnalistarinnar geta haft mikla bókmenntalega þýðingu. Hafa ekki einmitt bók- menntir okkar alltaf sætt mestum tíðindum þegar samskipti við útlönd hafa verið hvað mest?“ Eins og þú segir þá koma út í Þýskalandi um 200 bækur sem tengjast Íslandi en er raunveru- legur markaður fyrir þær allar? „Það á eftir að sýna sig og auðvitað er lítill markaður fyrir sumar. Bók sem gefin er út á Ís- landi verður að höfða til upplýsts almennings en á Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ferðir sagna- listarinnar Ísland verður heiðursgestur bókasýningarinnar í Frank- furt. Halldór Guðmundsson stýrir þessu mikla verkefni. Hann segir að tímasetningin gæti ekki verið betri fyrir Ís- land og telur líklegt að allnokkrir íslenskir rithöfundar muni á næstu árum vinna sér varanlegan sess erlendis. ’ Kollegar mínir á Norðurlöndum spyrja: Af hverju veðjar bókasýningin á ykkur, þið eruð bara pínulítið land? Þeim finnst skrýtið að smáþjóð sem fór á hausinn sé allt í einu að derra sig á bókamessunni í Frankfurt. En þegar þetta sama fólk fréttir af því að þetta árið muni koma út fleiri íslenskir titlar á þýsku en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum samanlögðum sér það hverju þetta skilar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.