SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 42
42 7. ágúst 2011 F yrir mörgum árum þurfti ég á föstudegi að eiga viðskipti við fyrirtæki eitt allumsvifamikið í Reykjavík. Allt fór það vel fram og ég fékk vöruna afgreidda af rosknum manni sem sá vel fyrir þörfum mínum, gjörkunnugum vörunni sem hann seldi mér (sem var algengt í þá gömlu góðu daga áður en afgreiðslustörf urðu íhlaupa- vinna, gjarna unglinga). Þegar ég hafði fengið vöruna þakkaði ég fyrir mig eins og mér hafði verið kennt: „Kærar þakkir“. Maðurinn svaraði mér strax með hefð- bundnu svari, „takk sömuleiðis“, en bætti svo við „og eigðu góða helgi“. Þetta varð til þess að ég settist niður með manninum og við ræddum þessi ný- tilkomnu kveðju- og þakkarorð. Ég lýsti þeirri skoðun minni að þau væru sérlega illa til fundin, auk þess innflutt og fylltu ekkert autt skarð í tungumálinu. Mað- urinn var mér hjartanlega sammála; kvaðst vera gamall sveitamaður og kann- aðist ekki við slíkt orðfæri. Hann greindi mér hins vegar frá því að á vegum fyr- irtækisins hefði verið haldið námskeið fyrir starfsmenn þar sem kennt var við- mót við kúnna. Þar hefði „einhver helv … fígúra“ fullyrt að „eigðu góða helgi“ eða „hafðu góða helgi“ væri lykilatriði til að viðskiptavinurinn skildi að hann væri ein- hvers virði. Sjálfur kvaðst maðurinn finna fyrir óbragði í hvert sinn sem þessi orð hrytu honum af munni. Hann var greini- lega feginn að finna í mér bandamann og var léttur á brún er við kvöddumst. Hann óskaði mér ekki góðrar helgar sem þó bjargaðist vel. Ekki þarf að orðlengja að viðbótin „eigðu góða helgi“ eða „hafðu góða helgi“ eða styttingin „góða helgi“ fór illu heilli sigurför um landið. Þetta varð til þess að ég fór að hlusta betur eftir því hvernig fólk svaraði við- skiptavinum sem þökkuðu fyrir sig. Nokkrum árum síðar fór ég síðla kvölds í mikilli súkkulaðiþörf inn í sjoppu eina í Kópavogi. Ég bauð gott kvöld. Unglingsstúlka, sem afgreiddi, svaraði mér ekki svo að ég benti henni á að ég hefði boðið gott kvöld. Stúlkan starði á mig og átti ekki orð. Ég sótti mér súkkulaðið mitt og greiddi fyrir og þakkaði fyrir mig. Stúlkan svaraði ekki svo að ég endurtók þakkirnar. Stúlkunni var greinilega órótt, var komin með áberandi störu og ég sá að henni stóð ekki á sama um þennan uppá- þrengjandi viðskiptavin. Í dyrunum staldraði ég við og bauð góða nótt. Við þessa óvæntu atlögu mátti glöggt sjá að stúlkan fór úr þessu litla jafnvægi sem eftir var. Ég fór heim og borðaði mikið súkkulaði. Undanfarnar tvær vikur hef ég gert það að verkefni mínu að taka sérstaklega vel eftir orðfæri verslunarfólks sem svarar þakklæti viðskiptavina og kveðjum. Þess- ar eru niðurstöður könnunarinnar: Lang- flestir svara þakklætisorðum fólks kurt- eislega með orðunum „takk sömuleiðis“. Allmargir hnýta hallærinu „hafðu góða helgi“, „eigðu góða helgi“ eða „góða helgi“ aftan við (ef helgi er í aðsigi) og það vekur óneitanlega spurninguna af hverju maður á að eiga eða hafa þessa fínu helgi en lifa hina dagana af án fyrirbæna. Kannski eru helgar þannig að ekki veitir af að óska manni velfarnaðar. Það skal þó tekið fram að „hafðu góðan dag“ og „eigðu góðan dag“ kom nokkrum sinnum við sögu í könnun minni, þannig að ein- hverjum sýnist ekki veita af að hafa alla daga vikunnar góða. En ýmislegt fleira kom við sögu í rann- sókn minni. Í lyfjaverslun einni þakkaði ég kærlega fyrir góða þjónustu: „Kærar þakkir“. Svar lyfjafræðingsins var „allt í þessu fína“ sem fær mann til að velta fyrir sér hvað er í þessu fína (í landi þar sem eiginlega ekkert er í þessu fína, allra síst allt). Annar afgreiðslumaður (en nú í byggingavöruverslun) svaraði miklu þakklæti mínu fyrir vel grundaða þjón- ustu með orðunum „allt í góðu“ sem ég hef enga burði til að skilja hvað merkti. Að lokum skal getið þess sem verulega áberandi er, þagnarinnar. Þakkarorðum er ekki svarað. Viðskipta„vinurinn“ er ekki til. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra í nokkru fyrirtæki. Um daginn þakkaði ég kærlega fyrir mig í kaffihúsi einu um leið og ég greiddi fyrir vöruna. Svarið sem ég fékk var þetta: „Sigga, SIGGA, þetta á að fara á borð númer fimm.“ Að heilsast og kveðjast ’ Þar hefði „einhver helv … fígúra“ fullyrt að „eigðu góða helgi“ eða „hafðu góða helgi“ væri lykilatriði til að viðskipta- vinurinn skildi að hann væri einhvers virði. El ín Es th er PEDRÓ- KAUP OSTUR á tilboð i! MJÓLK fyrir all a, konur o g karla Takk fyrir. Farðu! Snáfaðu burt! Góða helgi! 4.823,- Málið Þórður Helgason E ngin íslensk upphefð tekur því framar að vera boðið til mót- töku til forsetans. Fundarefni samkvæmt boðskortinu: Hvernig nýtist Ísland okkur best á næst- unni? Úr fjarlægð, af hlaðinu, virði ég Bessa- staði fyrir mér: Virkið, brjóstvörn þjóð- arinnar lýðræðisins frelsisins hins nýja íslenska þúsundáraríkis um leið og ég geng inn í anddyri alls lýðveldisins bjart hlýtt faðmandi fjallið mitt fjallið eina. Frakkinn er klæddur af mér eins og ég sé fyrirmenni af samlanda mínum í þjóns- búningi, til hliðar við mig í anddyrinu sé ég að félagarnir úr karlakórnum eru að safnast saman. Hér eru allir sem eru eitt- hvað saman komnir. Athafnaskáldin nýju í svörtum naumhyggjulegum jakkafötum ekki með bindi efstu tvær skyrtutölurnar óhnepptar og vatnsflaska í vinstri, svo listamennirnir safnaðarhirðirnir emb- ættismennirnir og að síðustu stjórn- málamennnirnir. Eins og venjulega er ég samt of seinn því ég sé að fremstu sæta- raðirnar inni í viðhafnarsalnum eru þeg- ar uppteknar og það af Nýju Kynslóðinni úr Sam- eitthvað hvað sem þessi flokkur kallar sig núna eða er það hreyfing eða kannski afl? Hvort sem er renna þessir krakkar allir saman út í eitt fyrir mér allavegana enda eru þau flest nokkurn veginn eins alin upp öll saman í Æsku- lýðs- eitthvað send þangað af foreldr- unum úr Hinni Einu Sönnu Kynslóð sem ætlaði að breyta heiminum 19sextíuogs- úrkál en gafst upp á því meikaði það bara ekki og flutti svo í bárujárnshús við Berg- þórugötuna og ætlar sér að láta afkvæmin um að klára öll góðverkin. Og afkvæmin láta ekki að sér hæða enda eru þau öll eins, stúlkur í mussum og drengir í kí- naskóm alin upp innan markanna alin upp innan marka Kvosarinnar og þaðan fer maður jú bara til að komast með strætó upp í MH þangað og ekki lengra takk fyrir. Og heimurinn er Æskulýðs- og þegar maður er orðinn of gamall til að vera þar gengur maður sjálfkrafa upp í Sam- hvað heitir hún aftur og svo fer maður í prófkjör auðvitað þegar maður er búinn að klára Háskólann sko og allir hinir úr Æskulýðs-Sam er það félagið? kjósa mann auðvitað og það er búið að passa upp á allan tímann að maður hafi sést reglulega í fjölmiðlunum alls staðar þar sem eru hugsjónir eða mótmæli og þess vegna nýtur maður trausts í þjóð- félaginu og þarmeð er maður kominn inn á Þing en þar er reyndar, því miður, bannað að vera í mussum og kínaskóm. Nú eru hins vegar aðrir tímar en hug- sjóna og mótmæla nú eru allt aðrir tímar og það vita krakkarnir enda búin að tryggja sér öll sætin á fremstu bekkj- unum í viðhafnarsalnum um leið og þau reyna að ná augnsambandi við athafna- skáldin góðu því þar liggur framtíðin framtíð landsins þeirra ójá ójá Framtíðin sem er svo spennandi. Þarna sitja þau öll saman á fremstu bekkjunum börn fyrr- verandi byltingarsinnanna með allar hugsjónirnar sínar og foreldranna í fang- inu vel geymdar þar af því nú eru aðrir tímar og hugsjónirnar eiga kannski ekki alveg við núna á okkar tímum og nú er annað sem er meira spennandi æsandi jafnvel það er eitthvað dýrslega sexý segja dagblöðin við þessa athafnamenn og ég tek eftir að sum byltingarbarnanna eru komin hálf upp á stólana sína til að geta veifað meira áberandi skælbrosandi til jöfranna. Það er ekki eins víst að at- hafnamönnunum finnist samkoman í dag svo spennandi sé ég á þeim því þeir eru eitthvað farnir að ókyrrast og hendurnar á sumum þeirra kippast örlítið til eins og ósjálfrátt skil ekki af hverju þeir þurfa nú aldeilis ekki að vera stressaðir hér inni. Í hópinn eru að bætast fulltrúar erlendu þjóðríkjanna kínverjar sádar hvítrússar og einhverjir afríkanar sem bera fátækt- ina ekki utan á sér nema síður sé og ein afrókonan með uppstoppaðan páfugl í hattinum sínum sem á einhvern und- arlegan hátt fellur vel inn í umhverfið. Hér má einnig líta listasmiðina miklu margfræga vel þekkta auglýsta meðal annars þennan sem gefið hefur út allar bækurnar með myndunum af börnum að blæða út og þunnfljótandi hægðum ásamt þessum líka sem skráði sögu allra hand- rukkana sinna með öllum hnúajárns- höggunum í smáatriðum þið munið bók- in sem var sérlega vinsæl á metsölulistunum fyrir síðustu jól. Þannig eru fyrirmyndir nútímans vel representeraðar.     Skyndilega byrja loftljósin í kristalsk- rónunum að blikka þetta er að byrja þetta er að byrja og allir hlaupa til og troðast 6. október 2008 Smásaga eftir Hlyn Níels Grímsson, krabba- meinslækni á Landspítalanum, sem einnig lauk M.A.-gráðu í English Language and Literature frá Stony Brook University í New York, 1994 Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.