SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 45
7. ágúst 2011 45 Lesbók Glæpir á toppnum Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is É g er hrifin af met- sölulistum. Mér líkar reyndar ekki alltaf það sem ég sé á þeim, og hnussa þá af vanþóknun, eins og maður verður að hafa leyfi til. En mér finnst gott að vita af metsölulistum, vegna þess að ég er forvitin um bæk- ur. Ég er sérstaklega hrifin af metsölulista Eymundsson og líklega stafar sú hrifning af því að hann er svo sýnilegur. Í bókabúðum Eymundsson eru sérstakir rekkar með met- sölubókunum. Þar sér maður hvað þjóðin er að kaupa. Í þessari viku á hinn norski Jo Nesbø tvær bækur á topp tíu-listanum. Bók hans Frels- arinn er í fyrsta sæti og Nem- esis í því níunda. Ég er ein- lægur aðdáandi Nesbø og les glæpasögur hans um einfarann Harry Hole með mikilli ánægju. Nesbø er flinkur höf- undur og afar vinalegur mað- ur, eins og sýndi sig þegar hann kom í heimsókn hingað til lands fyrir nokkrum árum. Þá var hann ekki orðinn jafn- frægur og hann er í dag, en ég trúi því ekki að hann hafi of- metnast og sé orðinn óþolandi persónuleiki. Sumir þola það alveg að verða ríkir og frægir. Metsölulisti Eymundsson þessa vikuna samanstendur aðallega af glæpasögum. Upp- heimar voru að senda frá sér fjórar norrænar sakamálasögur og þær fóru allar umsvifalaust á topp tíu-listann. En þetta er líka einmitt tíminn til að taka með sér góðar sakamálasögur í fríið. Það er óhætt að mæla með Frelsaranum eftir Nesbø, sem er einmitt ein af þeim nýju bókum sem Uppheimar gefa út. En þar er líka Skin- dauði eftir Thomas Enger, sem mér sýnist vera alveg ágæt bók. Í þeirri glæpasögu er enginn hamingjusamur, en það er einmitt eitt af höfuð- einkennum norræna krimm- ans. Allir þjást – nema lesand- inn. ’ Nesbø er flink- ur höfundur og afar vinalegur maður, eins og sýndi sig þegar hann kom í heimsókn hingað til lands fyrir nokkrum árum. Ævi mín sem bókaormur byrjaði snemma en ég tók lesturinn föstum tökum á unglingsárunum þegar ég las í mannkynssögu um þær bækur sem á einhvern hátt þóttu marka tímamót í sögu síðustu alda. Lestur þeirra hlyti að vera þáttur í minni framtíð sem menntaðrar og víðsýnnar konu svo ég bretti upp ermar. Sumrinu sem ég varð 16 ára varði ég í félagsskap Zachariasar Topeliusar og bókar hans Sögur herlæknisins. Í stað þess að fíflast með jafnöldrum mínum í fiskvinnunni í kaffi- og matartímunum sat ég inni og vann mig í gegnum söguna, 1.500 blaðsíðna hrút- leiðinlegan doðrant. Man ekki stafkrók lengur en það skipti ekki máli. Lesturinn er aðal- atriðið, athöfnin að opna nýja bók og vita ekki hvað hún ber í skauti sér; kemur hún róti á hugsanir og tilfinningar, lætur mig ósnortna eða ergir mig með tilgerð og orðskrúði? Bók bókanna frá unglingsárunum er þó Salka Valka. Lesturinn var þvílík sæluvíma (mikil klisja, maðurinn fékk jú Nóbelsverðlaunin) að ég kolféll fyrir Halldóri Laxness og las í framhaldinu allar skáldsögur hans og sú staðreynd að ljósmynd af honum prýðir náttborð mitt segir allt sem segja þarf. Eins og önnur hver íslensk kona á mínum aldri er ég í bókaklúbbi og saga sumarsins er Gösta Berlings saga, las þá bók á unglingsárunum sem hluta af „mannkynssögubókmenntunum“, en næ engu sambandi við söguna núna. Þar til sam- band kemst á les ég um angist lögreglumanns sem finnur dauðann nálgast óðfluga og veltir fyr- ir sér tilgangi lífsins um leið og hann leysir saka- mál og geri að mínum vangaveltur annarrar mið- aldra söguhetju um tvíeðli tímans: annars vegar tímans sem líður og hverfur, bætir degi við dag og hrukku við hrukku og hins vegar tíma augna- bliksins sem mælir hléin milli atburðanna, er hægur og langdreginn og stendur stundum í stað. Það er í þessum tíma sem ég les, verð eitt með bókinni og allt þar fyrir utan skiptir ekki máli. Lesarinn Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir Tíminn sem líður og hverfur og svo hinn sem stendur í stað Halldór Laxness nær til íslenskra lesenda. Söfn • Sýningar • Setur ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 SUNNDUDAGINN 6.ÁGÚST KL. 14 Leiðsögn um verk Louise Bourgeois í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræðings. KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is LISTASAFN ÍSLANDS Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Ljósmyndasýningin HÚN, 17. júlí - 20. ágúst. Rómantískar handgerðar nektarmyndir eftir Jónu Þorvaldsdóttur listljósmyndara. Opið: virka daga kl. 11 - 18, laugardaga kl. 11 - 16, sunnudaga kl. 13 - 16 Aðgangur ókeypis www.gallerigersemi.is Sími 552 6060 Borgarnesi Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. Síðasta sýnin- garhelgi 13. og 14. ágúst. Sýningarstjórar eru með leiðsögn sunnudaginn 14. ágúst kl. 15:00 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Hugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson stendur til 14. ágúst Verk úr safneign stendur til 25. september Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis FIMMTÍU GÓÐÆRI í LISTASAFNI ASÍ Opnun laugardaginn 6. ágúst kl. 15:00 Sýning á verkum úr safninu eftir 65 listamenn. Sýningarstjórn: Kristín G. Guðnadóttir og Steinunn G. Helgadóttir. Opið 13-17, nema mánudaga Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41,101 Reykjavík LISTASAFN ASÍ Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Húsasafn Þjóðminjasafnsins: Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00 Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.