SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 38
38 7. ágúst 2011 Forseti Frakklands, George Pompidou, og forseti Bandaríkjanna, Richard M. Nixon, komu saman til fundar í Reykjavík um mán- aðamót maí og júní 1973. Formleg ósk til íslenskra stjórnvalda um að halda fundinn hér hafði borist um mánuði fyrr en leiðtogarnir tveir vildu hittast til að ræða nýjan Atlantshafssáttmála; stjórnarskrá NATO. Þann skamma tíma sem menn höfðu til undirbúnings fund- inum þurfi að nota vel; enda í mörg horn að líta við fundahald af þessum toga. Því kynntust Íslendingar vel á leiðtogafundinum 1986. Atlantshafsbandalagið, Ísland og landhelgisdeilan voru í brenni- depli viðræðna íslenskra ráðamanna og Pompidous og Nixons. Lagði forseti heimsveldisins í vestri áherslu á mikilvægi NATO til að við- halda friði í heiminum og þyrftu ríki innan bandalagsins að leggja þar sitt af mörkum. „Þegar flugvél Nixons forseta flaug vestur um haf eftir fundina með Pompidou forseta í Reykjavík kölluðu helstu ráðunautar Banda- ríkjaforseta blaðamenn á sinn fund til þess að skýra þeim frá því aðLeiðtogar Forseti Frakklands, George Pompidou, og forseti Bandaríkjanna, Richard M. Nixon, í Reykjavík. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 31.5. 1973 Báðir dæmdir til dauða V inalega leikkonan Jennifer Aniston er fædd hinn 11. febrúar árið 1969 og var skírð fullu nafni Jennifer Joanna Aniston. Flestir kannast við Jennifer úr bandarísku gamanþáttunum Friends þar sem hún fór með hlutverk dekurdollunar Rachel Green. En hún hlaut fyrst heimsfrægð fyrir það hlutverk í þáttunum sem sýndir voru á árunum 1994 til 2004. Hlutverkið skilaði henni ekki eingöngu vinsældum heldur vann hún einnig Emmy-verðlaun, Golden Globe-verðlaun og Screen Actors Guild-verðlaun fyrir það. Jennifer hefur líka reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu og þá sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Árið 2003 lék hún á móti Jim Carrey í Bruce Almighty og ári síðar á móti Ben Stiller í Along Came Polly. Jennifer hefur hingað til verið þekkt- ust fyrir að leika í Hollywood-gamanmyndum. Öðru hvoru hefur hún þó sýnt á sér nýja hlið. Lék til að mynda í kvikmyndinni Good Girl á móti Jake Gyllenhaal, sem sýnd var á óháðu kvikmyndahá- tíðinni Sundance, og þessa dagana er í bíó kvik- myndin Horrible Bosses. Þar sýnir Jennifer heldur betur á sér nýja hlið sem grimmilegur yfirmaður með sorakjaft sem áreitir aðstoðarmann sinn kyn- ferðislega. Fyrir utan vinnuna hefur einkalíf Jennifer verið nokkuð í sviðsljósinu enda hefur hún verið ágæt- lega dugleg að deita myndarlega menn í Holly- wood. Hún sló sér jú upp með sjálfum Brad Pitt í maí árið 1998 og rétt rúmum tveimur árum seinna Leikkonan Jennifer Aniston er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í Friends. Síðan þá hefur hún leikið ýmis hlutverk og deitað helstu hjartaknúsara Hollywood. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þessir aðdáendur hefðu ekkert á móti því að Jennifer Aniston væri yfirmaður þeirra ef marka má skilaboðin á spjaldinu. Reuters Jennifer Aniston ásamt leikarahópnum úr Horrible Bosses. Jennifer hefur verið dugleg að deita leikara en þó ekki þennan. Handaför leikkonunnar fest í steypu í Hollwood. Frægð og furður Ný hlið Jennifer

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.