SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 36
Ó peran Tosca er ein frægasta og vin- sælasta ópera allra tíma, hún fjallar um ástir og afbrýði og endar á dramatískan hátt. Tónlistin þykir vera fallega ofin heild þar sem persónum, at- burðum og hugmyndum eru tileinkuð stef. Verkið er sett upp af óperufélaginu Norðurópi í samvinnu við Tónlistarfélag Reykjanesbæjar, Sönghópinn Orfeus og Kór Keflavíkurkirkju ásamt fleirum. Valinkunnir söngvarar fara með aðalhlutverkin: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bergþór Pálsson, Bragi Jónsson, Magnús Guðmundsson, Rósalind Gísla- dóttir og Kristján Þorgils Guðjónsson eru í hlut- verkum einsöngvara ásamt Jóhanni Smára Sæv- arssyni sem leikstýrir jafnframt verkinu. Ópera undir berum himni Sýningin er í þremur þáttum sem fara fram á mismunandi stöðum. Fyrsti þáttur verður í Keflavíkurkirkju, annar þáttur í safnaðarheimili kirkjunnar og sá þriðji verður í garðinum þar á milli. Áhorfendur færa sig svo á milli rýma og taka þannig virkan þátt í sýningunni. Óperan verður flutt á ítölsku og hljómsveitin sam- anstendur af orgeli, píanói, flautu og slagverki. Tónlistarstjórn er í höndum Antoníu Hevesi. Jóhann Smári átti frumkvæðið að uppfærslunni en hugmyndin kviknaði þegar hann var að skipu- leggja ferna mismunandi tónleika þar sem átti að flytja styttri útdrætti úr óperum. „Ég var staddur í kirkjunni og var að hugsa um hvernig hægt væri að setja þetta upp, Toscu, sem átti að vera á fyrstu tónleikunum. Þar sem fyrsti þátturinn gerist í kirkju, annar þátturinn heima hjá lögreglustjór- anum og sá þriðji undir berum himni fannst mér upplagt að nýta aðstöðuna sem er fyrir hendi og blasti við mér til að setja verkið upp í heild sinni. Eftir að hafa fengið að sameina styrki fyrir tónleik- unum hafði ég samband við söngvara í því skyni að fá þá til að syngja. Það gekk greiðlega og mikil stemning er fyrir uppsetningunni.“ Tilraunir og smíðar Þegar ljósmyndara bar að garði voru æfingar í full- um gangi og smiðurinn Gunnar Valdimarsson í óðaönn að smíða fangaklefa og stærðarinnar turn fyrir leikmyndina. Jóhann segir mikla tilrauna- starfsemi fylgja svona óhefðbundinni sýningu þar sem huga þurfi vel að hljómburði og lýsingu. „Hljómburðurinn úti í garðinum hefur komið mjög vel út og ef veðrið verður gott ætti að verða fal- legur roði í skýjunum um það leyti sem við erum að ljúka þriðja þætti.“ Tosca undir berum himni Bak við tjöldin Mikil eftirvænting ríkir nú á meðal þeirra fjölmörgu söngvara, hljóðfæraleikara og annarra sem leggja hönd á plóg við að setja upp óperuna Tosca eftir Puccini í Keflavíkurkirkju. Um áttatíu manns koma að því að setja verkið upp en sýning- arnar, sem verða tvær, verða á föstudagskvöld og á sunndagskvöld. Texti: Hallur Már hallurmar@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Bylgja Dís og Antonia Hevesi á einni af mörgum æfingum. Hluti hópsins sem kemur að flutningi óperunnar Toscu í Keflavíkurkirkju. Óþekktarormarnir hrella kirkjuvörðinn! 36 7. ágúst 2011

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.