Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 9

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Ferðafélag Íslands býður upp á dags- ferðir í Þórsmörk alla páskana, rútuferðir með fararstjórum Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 9 alla daga, skírdag, föstudaginn langa, laugardag, páskadag og annan í páskum. Ekið er í Skagfjörðs- skála í Langadal í Þórsmörk. Lagt er af stað úr Þórsmörk kl. 22.00 að kvöldi. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er um kl. 01 eftir miðnætti. " Boðið er upp á gönguferðir með leiðsögn bæði á Valahnúk og upp á Morinsheiði að gosstöðvunum. Gönguferð á Valahnúk tekur innan við klukkustund en gönguferð um Morinsheiði, upp Bröttufönn að gosstöðvunum er 5 - 6 klst ganga. Nauðsynlegt er að vera vel búinn í ferðinni, með góðan hlífðarfatnað, góða gönguskó og nesti. Verð í ferðina er kr. 10.000 / 12.000. Frítt fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Skráning og greiðsla á skrifstofu FÍ. Sjá nánar á www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út SVANDÍS Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra hefur fengið ábendingar um að ekki hafi verið staðið við öll skilyrðin sem sett voru í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar 2001. Hún hefur falið Umhverfisstofnun að kanna hvernig staðið hefur verið við skil- yrðin. Í úrskurði umhverfisráðuneytis- ins, þegar fallist var á framkvæmd- ina, voru sett 20 tölusett skilyrði sem var ætlað að draga úr umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Framkvæmdaraðila var falið að sjá til þess að skilyrðunum yrði full- nægt. Rekstur virkjunarinnar hefur nú staðið í á þriðja ár. ,,Þetta varðar aðallega fok og stöðu lónstæðisins, ég fékk ábendingu um að það væri a.m.k. rétt að huga að þeim málum,“ segir Svandís. „Sveitarfélögin eiga að hafa eftir- lit með þessu, það er á þeirra könnu. Umfang fram- kvæmdarinnar er svo mikið að mér fannst rétt að fylgja þessum skilyrðum vel eft- ir.“ Í yfirlýsingu frá Landsvirkjun í gær segir að fyr- irtækið telji sig hafa farið í einu og öllu eftir skilyrðunum. Þá hafi verið starfrækt sérstök eftirlitsnefnd til að fylgjast með þessu og hún reglulega fengið skýrslur frá Landsvirkjun um málið. Lokaskýrsla sé væntanleg í apríllok. Lætur kanna hvort staðið er við skilyrði Svandís Svavarsdóttir Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is JÓN Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur reglu- gerð um fyrirhugaðar veiðar á 130.000 tonnum af makríl, sem kynnt var í gær, fela í sér nýmæli við stjórn fisk- veiða. Áður en reglu- gerðin var kynnt var uppi orðróm- ur um að hluti kvótans, jafnvel verulegur hluti hans, yrði leigð- ur út en nú er ljóst að ekki verður leitað eft- ir lagaheimild til þess en úthlutunin er 130.000 lestir og í þremur flokk- um. „Þetta er klár byggðastefna. Það er verið að hámarka verðmætið á þessum fiski sem vonandi kemur aftur inn í lögsöguna,“ segir Jón. Komið sé til móts við ólík sjón- armið. Aflaheimildirnar verði ekki framseljanlegar. „Með reglugerðinni, sem er til eins árs, er verið að teygja sig í átt að nýrri skipan veiðanna þar sem ekki er verið að úthluta á grunni aflareynslu heldur er þessu skipt í þrjá flokka. Annars vegar er afla út- hlutað til skipa sem hafa verið á veiðum á undanförnum árum og hins vegar er hluti aflans tekinn frá fyrir minni skip, báta sem geta ver- ið á færi eða línu eða á minni veið- um. Þetta er algert nýmæli við stjórn fiskveiða. Þá er tekinn frá pottur fyrir millistærð af skipum sem ekki hafa verið í þessum veið- um þannig að þau geti reynt fyrir sér með þessum veiðum. Þetta er því eins og ég segi algert nýmæli í veiðistjórnun en við verð- um þó að hafa hugfast að það er enn ósamið um þennan fisk og hver heildarhlutdeild Íslendinga verður af þessum stofni. Þetta er lykilatriði sem við verðum að hafa í huga,“ segir Jón. Tryggur lagalegur grundvöllur – Hvað um það sjónarmið að reglugerðin kunni að stangast á við lög þar sem hér sé ekki verið að út- hluta á grunni veiðireynslu? „Ég tel að það sé tryggur laga- legur grunnur fyrir því að fara þessa leið, vegna þess að veiðar á þessum stofni eru nýtilkomnar í svona miklu magni í íslenskri lög- sögu og sökum þess hversu tak- mörkuð reynslan er af makrílveið- um á handfæri. Þá er sem áður segir ósamið um heildarhlutdeild okkar Íslendinga í makrílaflanum. Því er ekki hægt að líta svo á að um varanlega aflareynslu sé að ræða því við vitum ekki í sjálfu sér hver hún endanlega verður. Við skulum vona að makríllinn komi upp að landinu og að okkur takist að veiða það magn sem við erum að gera ráð fyrir, til þess að standa undir kröf- um okkar um hlutdeild í þessum heildarstofnum. Þar eru gríðarlegir hagsmunir í húfi.“ Jákvæð fyrir samfélagið Jón segir ráðstöfun 3.000 lesta til skipa sem fyrirhuga veiðar á línu eða handfæri, í net eða gildrur hluta af þeim nýmælum sem hér séu á ferð. „Þetta er bæði vistvæn og sam- félagslega jákvæð nálgun þar sem flestir útgerðarflokkar og smærri bátar frá sem flestum höfnum geta sótt þessar veiðar, svo fremi sem makríllinn kom inn á veiðistöðina. Hér er brotið blað í úthlutun afla í fisktegund á Íslandi vegna þess að við viljum gefa sem flestum útgerðarmöguleikum tækifæri á að koma inn í veiðina með mismunandi veiðiaðgerðum. Markmiðið er að há- marka verðmætasköpun úr makr- ílnum, bæði sem auðlind til mann- eldis en einnig til atvinnusköpunar í þeim sjávarbyggðum sem geta nýtt sér það,“ segir Jón Bjarnason. Nýmæli við úthlutun afla  Sjávarútvegsráðherra telur nýja reglugerð um makrílveiðar nýmæli við stjórn fiskveiða hér á landi  Telur úthlutunina hluta af byggðastefnu  Heildarverðmæti aflans gæti numið 15-17 milljörðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Auðlind Makrílveiðar munu líklega skila á öðrum tug milljarða króna til þjóðarbúsins. Verðmætið fer m.a. eftir því hversu hátt hlutfall fer til manneldis. Hver er heildaraflinn? Heimilt verður að veiða allt að 130.000 lestir. Hver er stærsti flokkurinn? 112.000 lestum verður ráðstafað til skipa, skv. veiðileyfum, sem stund- uðu makrílveiðar í flottroll eða nót á árunum 2007, 2008 og 2009 og skal skipt hlutfallslega miðað við heildar- afla skipanna á árinu 2007, 2008 og til og með 11. júlí 2009 að undan- skildum sérstökum heimildum til veiða í lögsögu Færeyja. Hvaða flokkur kemur næst? 15.000 lestum skal ráðstafað til skipa, sem falla ekki undir hina flokk- ana tvo en sótt hafa um leyfi til makrílveiða eigi síðar en 30. apríl. Ráðstöfun aflamagns samkvæmt þessum lið verður tengd skipastærð. Hvaða flokkur er minnstur? Innan við 3% heildaraflans, eða 3.000 lestum, verður ráðstafað til skipa sem fyrirhuga veiðar á línu eða handfæri, í net eða gildrur sam- kvæmt leyfi Fiskistofu. Hvert er verðmætið? Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, áætlar að verðmæti heildarafl- ans verði þegar upp er staðið 15-17 milljarðar króna. S&S „ÞAÐ er skyn- samlegt að skipta kvótanum á skip og falla frá sóknarstýring- unni sem var í fyrra. Hún fól í sér að þjóðin varð af tekjum upp á 4-6 millj- arða,“ segir Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. „Það var kapphlaup um veiðina í stað þess að menn væru að skipuleggja hana með til- liti til sem mestra verðmæta.“ Eykur tekjur þjóðarbúsins Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson „FYRIR það fyrsta er ég ánægður með að það skuli vera að koma út makríl- reglugerð til þess að vinna eft- ir. Við erum náttúrlega óánægðir með að hafa ekki fengið að koma að þeirri vinnu,“ segir Adolf Guð- mundsson, formaður LÍÚ, sem ger- ir athugasemdir við að ekki sé skuli gefin út hlutdeild á skip heldur sé ákveðið aflamark fyrir þetta ár sem ekki skapi veiðireynslu á skip. LÍU hefði viljað koma að vinnunni Adolf Guðmundsson „ÞAÐ er ánægju- legt að það sé loksins eitthvað komið. Það er skammur tími til stefnu og skref í rétta átt að út- hluta þessu á skip,“ segir Gunnþór Ingva- son, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. „Við vorum að veiða í opnu sókn- armarki í fyrra. Það var veitt úr einum potti og svo var aflinn bú- inn,“ segir Gunnþór sem áætlar að verðmætið nú sé 15-17 milljarðar. Úthlutun á skip skref í rétta átt Gunnþór Ingvason Jón Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.