Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HUMARINN ÞINN,
HERRA MINN
„MATARGESTUR
RÆÐST Á AÐALRÉTT
MEÐ PIPARSTAUK
AÐ VOPNI“
ÉG GET EKKI FARIÐ Á ÞENNAN
VEITINGASTAÐ FRAMAR
ÉG FÉKK
„A“ Í
EINKUNN!
ÞETTA ER FYRSTI
STAFURINN Í MILLINAFNI
SKÓLASTJÓRANS
ANSANS! ÉG SEM
VAR SVO ÁNÆGÐUR
SJÁÐU BARA! KENNARINN
GAF MÉR „A“ Í EINKUNN!
ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ BÁTURINN
ÞINN SÉ EKKI ALVEG TILBÚINN.
ÉG ER AÐ BÍÐA EFTIR VARAHLUT.
GETUR ÞÚ KOMIÐ Í NÆSTU VIKU?
ÆTLI
ÞAÐ
EKKI
HVAR ER BÁTURINN
HANS? ÉG HEF
EKKI SÉÐ HANN
HANN SÖKK ÁÐUR
EN ÉG KOMST Í AÐ
GERA VIÐ HANN
ÉG ER AÐ
BÍÐA EFTIR
KRANA TIL AÐ
DRAGA HANN
AFTUR UPP
ÚFF
ÞETTA FER ALVEG
POTTÞÉTT Á
YOUTUBE
ÉG Á AÐ MÆTA
FYRIR RÉTT Í DAG
HVERNIG
LÍÐUR ÞÉR?
ÉG ER FREKAR ÖRUGG
MEÐ MIG, EN MAÐUR
VEIT ALDREI HVAÐ
GETUR GERST
ÉG HRINGI
Í ÞIG ÞEGAR
ÞETTA ER
BÚIÐ
ÉG SKAL TRYGGJA
AÐ SÍMINN SÉ Í
LAGI EF SKE KYNNI
AÐ ÞÚ FÁIR BARA
EITT SÍMTAL
ÞÚ ÁTT
ENNÞÁ VINI
SEM STYÐJA
ÞIG
EINS OG
HVERN?
MARÍA
LOPEZ
STYÐUR ÞIG
ENNÞÁ
...KÓNGULÓAR-
MAÐURINN ER
ENGINN GLÆPA-
MAÐUR. ÉG ER VISS
UM AÐ HANN HAFÐI
GÓÐA ÁSTÆÐU FYRIR
ÞVÍ SEM HANN GERÐI
EN HÚN HELDUR LÍKA AÐ ÞESSI
GERVI-KÓNGULÓARMAÐUR SÉ ÉG
Þjóðarskútan í kaf
ÞAÐ er víst ekki nóg
að auðmenn þessa
lands hafi arðrænt
okkur. Þessi vinnu-
sama þjóð hefur verið
arðrænd frá því að ég
man eftir mér, – fædd
1947. En þessir menn
og konur þurfa ekki
gera mér skil verka
sinna, þau gera það
síðar meir og öðrum
öflum. En í ofanálag
þarf svo að búa við
stjórnvöld sem mér
sýnist ætla að sigla
skútunni endanlega í kaf.
Þetta eru stjórnvöld sem stjórna
með hótunum, og nú er ég að tala
um sjávarútveginn, sem þau krefja
um að koma að samningaborðinu,
ella verði málefni hans sett í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta sýnir hversu vanmáttug
þessi stjórnvöld eru.
Hverjir hafa haldið þjóðinni uppi
og skapað mestan gjaldeyri? Jú,
sjómenn og bændur, sem reka
undirstöðuatvinnuvegina.
Og nú í þessari kreppu, að ætla
að hrófla við sjávarútvegi, það er
ekki stjórnkænska. Það má gera
breytingar síðar.
Menn skulu ekki gleyma að flot-
inn getur siglt á önnur mið og
landað í öðrum höfnum í öðrum
löndum. Stjórnvöld
eiga ekki skipin.
Já, Ólína, Dagur B.
Eggertsson, Jóhanna
og Jón Bjarnason, þið
ætlið kannski að
sækja fiskinn, – þið
viljið kannski útiveru
í Barentshafi í 3 mán-
uði í senn, en ef ekki,
þá skuluð þið hætta
að vanvirða sjómenn
og bændur sem hafa
og munu brauðfæða
okkur enn um langa
hríð.
Við lifum ekki bara
á nýsköpun. Takið
heldur til höndum í kringum sjálf
ykkur, eins og til dæmis „litlu sál-
irnar“ sem þiggja sendiherralaun,
en eru ekki í því starfi, og það er
heldur ekki ástæða til að sendi-
herrar séu á launum til æviloka.
En, jú, það eru víst nokkuð margir
á ríkisjötunni.
Og hvernig ætlið þið að hafa það
svona gott, nema sjávarútvegur,
bændur og annað vinnandi fólk
skaffi ykkur peninga? Steypið nú
ekki undan ykkur, og í guðanna
bænum, það er löngu búið að finna
upp hjólið.
Stefanía Jónasdóttir.
Ást er…
… að vona að hún beri
sama hug til þín.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Karl af Laugaveginum orti:Hafðu það ekki eftir mér
en ein er konan væna,
sem hefur allt á hornum sér
og hreytir í vinstri græna.
Og enn kvað karlinn:
Á Austurvelli fljótt ég fann
þó færi að vora í bænum
að kattafárið mæðir mann,
mjálm í vinstri grænum.
Á skírdag er við hæfi að rifja upp
Heilræði skáldsins prestlærða Hall-
gríms Péturssonar, sem eiga alltaf
við:
Ungum er það allra best
að óttast Guð sinn herra.
Þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.
Hafðu hvorki háð né spott,
hugsa um ræðu mína
elska Guð, og gerðu gott.
Geym vel æru þína.
Foreldrum þínum þéna af dyggð.
Það má gæfu veita.
Varast þeim að veita styggð,
viljir þú gott barn heita.
Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra.
Aldrei sá til æru kemst,
sem ekkert gott vill læra.
Lærður er í lyndi glaður,
lof ber hann hjá þjóðum.
Hinn er ei nema hálfur maður,
sem hafnar siðum góðum.
Oft er sá í orðum nýtur,
sem iðkar menntun kæra.
En þursinn heimskur þegja hlýtur,
sem þrjóskast við að læra.
Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína,
við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.
Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta.
Varast spjátur, hæðni, hlátur.
Heimskir menn sig státa.
Víst ávallt þeim vana halt:
Vinna, lesa, iðja.
Umfram allt þú ætíð skalt
elska Guð og biðja.
Sigurður Jónsson tannlæknir
mætti venju samkvæmt með vísu
dagsins í Sundhöllina í gærmorgun
og dugar það fyllilega sem leiðrétt-
ing vegna Vísnahorns þriðjudags-
ins:
Inni í Mogga margur fær
með sitt vísnablaður;
í Vísnahorni var ég í gær
að vísu rangfeðraður.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af heilræðum og köttum
Bridsfélag Akureyrar
Nú er lokið næstsíðasta aðalmóti
Bridsfélags Akureyrar sem er Hall-
dórsmótið.
Mótið er hraðsveitakeppni þar
sem bæði er reiknað sem Board-a-
Match og sem impar.
Eftir frábæra frammistöðu öll
kvöldin var það sveit Unu Sveins-
dóttur sem fékk stærstu páskaegg-
in þó að sveit Sagaplast hafi nartað í
hælana með því að vinna allar við-
ureignir síðasta kvöldið. Með henni
voru Jón Sverrisson, Hjalti Berg-
mann og Gissur Jónasson.
Una Sveinsdóttir 171
Sagaplast 166
Stefán Vilhjálmsson 156
Old Boy 141
Öll úrslit á bridge.is.
Næsta þriðjudag hefst Alfreðs-
mótið sem er þriggja kvölda imp-
atvímenningur þar sem pör eru
einnig dregin saman í sveitir. Best
er að láta Víði keppnisstjóra vita af
þátttöku í síma 8977628.
Að lokum má minna að Kjör-
dæmamótið nálgast, svo áhugasöm-
um er bent á að láta Frímann vita í
síma 8678744 fljótlega.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 30. mars var spilað
á 20 borðum. Meðalskor var 312.
Úrslit urðu þessi í N/S
Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 402
Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínuss.
398
Örn Einarss. – Birgir Ísleifsson 379
Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 359
A/V
Sigrún Pétursd. – Guðrún Jörgensen 415
Knútur Björnss. – Birgir Sigurðsson 409
Ásgrímur Aðalsteinss. - Stefán Ólafss. 370
Katarínus Jónsson – Haukur Guðmss. 345
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is