Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 29
Dagbók 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Sudoku Frumstig 4 5 3 1 6 4 2 9 6 2 6 1 9 3 5 6 4 1 5 7 9 6 3 7 5 6 2 9 6 2 1 3 5 1 4 2 9 6 9 8 5 1 2 3 4 2 8 5 2 8 4 9 3 8 3 8 7 4 1 5 3 2 1 8 4 6 4 3 2 8 7 6 5 2 2 4 6 5 7 6 4 3 8 9 2 1 9 3 1 5 2 7 8 4 6 4 8 2 1 6 9 5 7 3 8 1 5 6 4 3 7 9 2 2 9 4 7 5 1 3 6 8 7 6 3 8 9 2 4 1 5 1 2 7 3 8 4 6 5 9 3 5 9 2 7 6 1 8 4 6 4 8 9 1 5 2 3 7 5 8 2 7 4 3 1 9 6 7 4 1 2 6 9 3 8 5 9 3 6 5 8 1 7 2 4 1 5 9 3 7 4 8 6 2 4 2 7 8 9 6 5 1 3 8 6 3 1 5 2 9 4 7 2 7 4 9 1 5 6 3 8 6 1 8 4 3 7 2 5 9 3 9 5 6 2 8 4 7 1 1 3 7 9 6 2 4 8 5 4 6 8 1 5 7 2 9 3 2 9 5 3 8 4 6 1 7 8 4 3 5 2 1 9 7 6 7 2 6 8 3 9 5 4 1 5 1 9 7 4 6 3 2 8 6 5 1 4 9 8 7 3 2 9 8 2 6 7 3 1 5 4 3 7 4 2 1 5 8 6 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 1. apríl, 91. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Víkverja finnst unglingar frábærtfólk. Hann hefur umsjón með einum slíkum. Unglingurinn sá er ósköp stilltur og góður, á það til að vera aðeins lengur úti en til stendur í upphafi og lærir helst til lítið heima að mati Víkverja. Annars er hér á ferðinni ágætis eintak af unglingi. x x x Eitt vandamál er þó til staðar. Ogfelst það í svefnþörf hins hálf- fullorðna. Unglingurinn er nefnilega sannfærður um að þurfa aðeins um 5-6 stunda svefn á hverri nóttu en Víkverji veit betur og vísar þá gjarn- an í rannsóknir máli sínu til stuðn- ings. Unglingurinn lætur þó ekki undan svo glatt en eftir því sem líða tekur á vikuna þyngjast augnlokin og jafnframt hægist á öllum hreyf- ingum sem er augljóslega gert til að spara orku. Um helgar er svo tekið á því, sofið frameftir líkt og enginn sé morgundagurinn. Um er að ræða nokkurs konar dásvefn þar sem ekk- ert virðist geta raskað rónni. x x x Víkverji er svo ánægður með ung-linginn sinn að hann leyfir hon- um gjarnan að sofa út um helgar og vinna upp svefninn. En aftur að vandamálinu. Víkverji vinnur stundum kvöldvinnu og er þá ekki kominn heim fyrr en um mið- nætti. Og þá vandast málið – þ.e.a.s. ef Víkverji gleymir húslyklunum heima. Það gerðist einmitt eitt sinn. Víkverji kom heim að húsinu sínu, lúinn mjög eftir vaktina. Uppgötvaði hann þá sér til mikillar skelfingar að húslyklarnir höfðu gleymst. Og ung- lingurinn í fastasvefni. Víkverji hóf að berja á útidyrahurðina og glugga en allt kom fyrir ekki. Þá þýddi ekki að hringja þótt farsíminn væri að vanda nær fastur við eyra unglings- ins. Víkverji heyrði hringinguna vel í gegnum hurðina en ekki bifaðist barnið í bæli sínu. Að lokum gafst Víkverji upp og reyndi að blunda í bílnum á planinu. Annað slagið hringdi hann og barði á glugga en þetta bar ekki árangur fyrr en kl. 7 um morguninn. Þá loks raknaði ung- lingurinn úr rotinu og kom úfinn til dyra. Með bros á vör. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 klunni, 8 hlunnindum, 9 ljóskera, 10 rölt, 11 harmi, 13 nytjalönd, 15 fjöturs, 18 grenjar, 21 álít, 22 týna, 23 falla, 24 örlagagyðja. Lóðrétt | 2 gerast oft, 3 víðri, 4 sjóða, 5 urmull, 6 ótta, 7 óþokki, 12 op, 14 ílát, 15 blýkúlur, 16 reik, 17 deila, 18 gömul, 19 passar, 20 kyrrir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 belgs, 4 kinda, 7 tossi, 8 ósköp, 9 gær, 11 rösk, 13 ónar, 14 aflát, 15 stál, 17 tala, 20 úði, 22 tekin, 23 læðan, 24 narra, 25 nárar. Lóðrétt: 1 bitur, 2 losts, 3 seig, 4 klór, 5 nakin, 6 Alpar, 10 æxlið, 12 kal, 13 ótt, 15 sætin, 16 álkur, 18 arður, 19 Agnar, 20 únsa, 21 ilin. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 d5 7. Bg5 dxc4 8. Dxc4 b6 9. Rf3 Ba6 10. Bxf6 Dxf6 11. Da4 Bb7 12. Re5 c5 13. Hd1 a6 14. Rg4 Df4 15. Re5 b5 16. Da5 cxd4 17. Db6 Bd5 18. Dxd4 Df5 19. f3 f6 20. Rd3 Rc6 21. Dc3 Dg5 22. Dc1 Dh4+ 23. g3 Da4 24. Rc5 Da5+ 25. b4 Staðan kom upp í seinni hluta Ís- landsmóts skákfélaga, 1. deild, sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla í Reykjavík. Sænski alþjóðlegi meist- arinn Nils Grandelius (2496) hafði svart gegn Rúnari Berg (2129). 25… Rxb4! og hvítur gafst upp þar sem eftir 26. axb4 Dxb4+ myndi hann óhjá- kvæmilega verða tveim peðum undir. Í stað þess að gefast upp hefði hvítur getað haldið taflinu áfram með því að leika 26. Kf2 en sú staða er að sjálf- sögðu einnig afar erfið. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kínversk svíning. Norður ♠D1093 ♥Á864 ♦ÁG ♣G95 Vestur Austur ♠G86 ♠K75 ♥93 ♥52 ♦1087522 ♦D9643 ♣K76 ♣D43 Suður ♠Á42 ♥KDG107 ♦K ♣Á1082 Suður spilar 6♥. Það er misjafnt hvernig hendur vinna saman. Blankur kóngur í tígli á móti ♦ÁG tvíspili er lítils virði, en færum kónginn yfir í spaðann og slemman væri borðleggjandi. Þetta sáu Martel og Stansby ekki fyrr en of seint – þegar þeir voru komnir í þessa vonlitlu slemmu. Spilið er frá Vanderbilt-úrslitunum, en Martel og Stansby eru í sveit Fleishers, sem beið lægri hlut fyrir Zimmerman. Í þessu spili vann Fleisher-sveitin þó óvænta sveiflu, því Martel tókst að koma slemmunni í hús. Útspilið var tromp. Martel tók annað tromp, spilaði svo sallarólegur ♠D úr borði. Sveitarfor- inginn Zimmerman var í austur og svaf værum blundi – lét smátt í slag- inn. Drottningin hélt og framhaldið var einföld útvinnsla. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú leggur þig alla/n fram og það svo mjög að hætt er við að þú gangir fram af þér. Leitaðu aðstoðar ef eitthvað vefst fyrir þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum. Hvert stefnir þú í lífinu? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu að láta fara lítið fyrir þér í dag og láttu ekki freistast þótt for- vitnileg umræðuefni séu í gangi. Hver er sinnar gæfu smiður og það á jafnt við þig sem aðra. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir í dag og allir sitja fast við sinn keip. Hæfileikar þínir til að kanna smáat- riðin og rannsaka mál ofan í kjölinn eru í hámarki í dag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Notaðu daginn í dag til þess að pæla í því hvernig þú getur farið að því að deila hlutunum með einhverjum. Samræður við ættingja eru alvarlegar og praktískar en líklegar til árangurs. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Láttu ekki erfiðar minningar úr fortíðinni standa í vegi fyrir þér, þegar þú hefst handa á ný. Ekki linna látum fyrr þú ert ánægð/ur með afraksturinn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hikaðu ekki við að fara fram á það sem þú átt skilið, þú hefur unnið fyrir því. Slakaðu á og gerðu það upp við þig hvort það sé þess virði að hafa yfirhöndina. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhverjum gæti hlotnast arf- ur í dag. Reyndu að halda í það, sem þú hefur, og takmarka tjón, sem orðið er. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að kynna þér söguna betur, því það má margt af henni læra um nútíðina og hún geymir líka lykla að fram- tíðinni. Vandkvæði tengd samgöngum að undanförnu leysast. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Dagurinn er fallegur, sama hvernig á það er litið. Gakktu beint til verks og vertu ekkert að tvínóna við það að kveðja til aðstoðarmenn, ef þess þarf. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Verkefnin sem þú hefur valið þér í dag útheimta hörku upp að vissu marki. Þú nærð árangri þar sem þú legg- ur þig fram. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Viðgerðir og endurbætur verða í brennidepli. Til þess að skapa þarf maður fyrst að trúa því að það sé hægt. Stjörnuspá 1. apríl 1957 Útvarpið flutti þær fréttir að 600 lesta flatbotna fljótaskip, Vanadís, sem áður sigldi á Saxelfi, hefði verið keypt til landsins og hefði hafið ferðir til Selfoss. Þetta mun vera eitt frægasta aprílgabbið. 1. apríl 1988 Eyvindur Erlendsson leikari las alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, en síðan hefur slíkur lestur verið árviss viðburður. „Þetta var stór- kostleg tilfinning,“ sagði flytj- andinn í samtali við Morg- unblaðið. 1. apríl 2009 Í umræðum á Alþingi um styrki til kvikmyndagerðar söng Árni Johnsen fyrsta er- indið í ljóðinu Laugardags- kveld eftir Magnús Ásgeirs- son. Ekki var vitað til að áður hefði verið sungið í ræðustól á þingi. „Léttleikinn er lykillinn að tilverunni,“ sagði þingmað- urinn. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Arndís Hildur Tyrfingsdóttir, Oddný Lára Ólafsdóttir og Eneka Abel Sigurðardóttir bjuggu til kerti og seldu fyrir 2.760 krónur á tom- bólu til styrktar börnum á Haítí. Hlutavelta „ÉG ákvað að grípa þetta tækifæri á meðan allir eru hressir og kátir í kringum mann, til að hóa saman smá liði og breyta til,“ segir Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson, sem í dag verður sjötugur. Í tilefni dagsins heldur hann upp á afmæli í Gler- salnum í Kópavogi. „Ég ætla að hafa þetta ópóli- tískt. Maður er svo mikið í hinu pólitíska umhverfi dags daglega,“ segir Hafsteinn, sem hefur setið samfleytt í 26 ár í nefndum á vegum Sjálfstæð- isflokksins í Kópavogi. Hafsteinn segist þó síður en svo vera orðinn þreyttur á pólitíkinni. Pólitíkin sé skemmtileg „að minnsta kosti á meðan maður fer ekki út í prófkjörsslag“. Auk nefndarstarfa vinnur Hafsteinn í dag hjá Hreyfli, og málar myndir og semur lög og ljóð í frístundum. Þótt afmæli Hafsteins beri upp á 1. apríl man hann ekki eftir því að hafa verið plataður á afmælisdaginn – að minnsta kosti ekki hin síðari ár. „Það var kannski eitthvað um það áður fyrr, en nú er ég vaxinn upp úr því. Eða maður heldur það allavega.“ Hafsteinn hélt einnig veislu þegar hann varð fimmtugur, en segir sextugsafmælið þó ekki síður hafa verið eftirminnilegt, en þá var hann staddur á Salvador Dalí-listasafninu á Spáni. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson 70 ára Heldur ópólitískt afmæli Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Akranes Óðinn Sturla fæddist 22. janúar kl. 19.41. Hann vó 4.225 g og var 55 cm langur. For- eldrar hans eru Hadda Hrund Guðmundsdóttir og Þórður G. Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.