Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Sporin voru þung þegar við fylgdum nafna mínum til graf- ar á dögunum. Hann var fæddur á Eskifirði 7. ágúst 1925 – steinsnari sunnar en þar sem ég varð til átta árum síðar, að eigin sögn sonur Gilsa í bankanum – og fór frá okk- ur þann 13. þ.m. Þar fór vænn vin- ur. Flugstjóraferill nafna var far- sæll; honum hlekktist aldrei á. Þegar flotinn var uppfærður úr stimpilvélum í þotuhreyfla var nafni einn af fáum flugstjórum okkar til að verða uppfærður sam- Ingvar Þorgilsson ✝ Ingvar Þorgils-son, flugstjóri, fæddist á Eskifirði 7. ágúst 1928. Hann andaðist á hjúkr- unarheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 13. mars 2010. Útför Ingvars fór fram frá Kópavogs- kirkju 23. mars 2010. tímis. Hann talaði um sálmana – spurninga- og svaralista flug- stjóra og flugmanna – sem kyrja þurfti fyrir flugtak og eftir lend- ingu. Ekki mátti hreyfa vélar eða fara frá borði fyrr en síð- ustu versin höfðu ver- ið kveðin. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Darm- stadt 1956, þar sem ég var við nám. Þar bjó nafni með fjöl- skyldu sinni – Ingu, Ágústínu þriggja ára og Haraldi spánýjum – en Þorgils varð til síðar. Börnin hétu eftir ömmum sínum og öfum eins og hefðin bauð og þetta var fallegt íslenskt heimili. Nafni flaug klunnalegum skrúfuþotum fyrir LTU og síðar Cargolux. Þær voru enskar, uppfærðar í Kanada og búnar fjórum túrbínum með fjög- urra blaða skrúfum, fimm metra í þvermál. Gyro-krafturinn sem heldur skopparakringlu lóðréttri gerði að skrúfurnar vildu fara beint; ekki mátti taka krappar beygjur því þá gátu þær brotnað af. Konfúsíus taldi lífið vera röð af tilviljunum. Ég rakst inn á bar á hóteli í Singapúr, þar sem töluð var íslenska við næsta borð. Þar sat nafni, með Ellu Pálma ásamt fleir- um sem fengið höfðu far til Austur- landa fjær. Nafni var á leið til Hong Kong – og ég líka; önnur til- viljun – og úr varð að ég flaug með. Í Hong Kong blés að austan og varð nafni að koma inn til lend- ingar yfir Kowloon. Kai Tak-flug- völlurinn var barn síns tíma; brautin lá í austur frá háhýsa- hverfi, sem í var rás fyrir aðflug. Við enda rásarinnar var kröpp beygja inn á brautina, sem flug- vélin okkar rétt gat náð. Í flugvél- inni var stór snúður í rafal, en brautin var stutt og til að nýta hana alla varð nafni að setja flug- vélina niður við brautarendann. Annars gat snúðurinn komið fram í til okkar. Við flugum um rásina þröngu þar sem þvottur kín- verskra húsmæðra hékk á snúrum á svölunum, en allt fór vel og nafni notaði alla brautina til að hemla. Þegar síðasta versið var á enda spurði nafni íbygginn hvort þvott- ur myndi hafa flækst í skrúfunum. Ég taldi svo ekki vera. Síðar sagði hann mér oft sögur af svona ferð- um. Gamansamar frásagnir hans einkenndust af að ávallt var grunnt á alvörunni. Þetta var meðfæddur eiginleiki sem þróað- ist í starfi, en því lauk á farsælan hátt – áfallalaust. Menn eins og nafni eru ekki búnir til lengur. Við kvöddum nafna minn í hinsta sinn í Kópavogskirkju þann 23. mars sl. og hittum Ingu, börn- in og barnabörnin í Perlunni að athöfn lokinni. Það voru ljúfir endurfundir þótt tilefnið væri annað en við hefðum kosið. Fjöl- skyldan heldur tryggð við hefðir og ég á enn nafna í henni þótt sá sem ég þekkti best og virti mest sé farinn. Hugur okkar er hjá þeim sem eftir lifa. Kærar kveðjur frá Önnu og Ingvari. ✝ Karl SvanholtBjörgvinsson var fæddur í Krossavík í Þistilfirði 9. apríl 1921. Hann lést á Vistheimilinu Nausti á Þórshöfn 8. mars 2010. Karl var sonur hjónanna Kristmundu Þorbjargar Guð- mundsdóttur, f. 12. ágúst 1892, d. 27. júní 1972, og Björgvins Þórarinssonar, Krossavík, Þistilfirði, f. 1. júní 1890, d. 3. janúar 1979. Karl var fjórði í röð ellefu systkina en þau eru: Þór- halla Svanholt Björgvinsdóttir, f. 23. janúar 1916, d. 18. mars 1996, sambýlismaður Sveinn Kristinn Nikulásson, f. 25. september 1912, d. 25. apríl 1988. Þau áttu fimm syni. Ragnar Þórlaugur Svanholt Björgvinsson, f. 11. október 1917, d. 30. ágúst 1979, sambýliskona Kristín Einarsdóttir, f. 22. desem- 1. nóvember 1934. Þau eiga fjögur börn og Guðmundur einn son af fyrra sambandi. Kristín Sigríður Svanholt Björgvinsdóttir, f. 13. nóvember 1930, sambýlismaður Hreiðar Friðgeirsson, f. 7. sept- ember 1910, d. 2. desember 1964. Þau áttu fjórar dætur og Kristín einn son af síðara sambandi. Þyri Ragnheiður Svanholt Björgvins- dóttir, f. 15. janúar 1932, maki Högni Felixson, f. 29. október 1931. Þau eiga fjögur börn. Elsa Herdís Svanholt Björgvinsdóttir, f. 29. maí 1933, maki Elí Bergmann Jónsson, f. 15. desember 1935. Þau eiga eina dóttur. Sambýliskona Karls var Júlíana Ingilín Gunnarsdóttir frá Kúðá í Þistilfirði, f. 27. nóvember 1934, d. 11. júní 1990. Þeim varð ekki barna auðið. Karl ólst upp í Krossavík og tók ungur við búi foreldra sinna, Karl og Júlíana bjuggu í sambýli með foreldrum Karls í Krossavík. Hann brá búi 1995. Hann flutti til Raufarhafnar þar sem hann hélt heimili með bróðursyni sínum Svani Elvari. Árið 2002 flutti hann á Dvalarheimilið Naust á Þórshöfn og naut þar góðrar umönnunar. Útför Karls fór fram frá Sval- barðskirkju í Þistilfirði 20. mars 2010. ber 1908, d. 17. maí 2001. Þau áttu tvö börn. Þormóður Karl Svanholt Björg- vinsson, f. 1919, d. 1921. Hólmfríður Guðmunda Svanholt Björgvinsdóttir, f. 7. desember 1922 maki Gísli Gíslason, f. 18. apríl 1910, d. 15. jan- úar 1969. Þau eign- uðust fjögur börn. Sigurður Svanholt Björgvinsson, f. 16. apríl 1925, d. 16. apr- íl 2008, maki Jónína Kristín Að- alsteinsdóttir, f. 22. maí 1925, d. 28. ágúst 2006. Þau áttu sjö börn og Kristín tvo syni af fyrra sambandi. Níels Pétur Bergþór Svanholt Björgvinsson, f. 10. ágúst 1926, maki Ágústa Þórey Haraldsdóttir, f. 28. október 1929. Þau eiga þrjár dætur. Halldór Guðmundur Svan- holt Björgvinsson, f. 6. febrúar 1928, maki Helga Jóhannsdóttir, f. Látinn er í hárri elli ljúflingurinn Kalli í Krossavík. Mér til gamans set ég á blað nokkrar endurminningar frá samskiptum okkar. Það byrjaði haustið 1955 þegar „farskólinn í Þist- ilfirði“ var í Krossavík allt frá vet- urnóttum til jóla. Í neðri bænum var kennt og þangað voru tekin tvö að- komubörn. Í efribæ bjó kennarinn hálfa önnina auk þriggja aðkomu- barna. Þrjú heimabörn í efribæ sóttu skólann. Það munu hafa verið 8 börn við námið í þessar 8 vikur sem Óli á Gunnarsstöðum kenndi í stofunni hjá Kristmundu og fór vel um okkur. Því til sanninda má geta þess að við sem ekki áttum heima í Víkunum fórum aldrei heim um helgar. En tvisvar fór ég á sunnudögum í Kollavík, annað sinnið líka í Borgir. Heimilisfólkið í Björgvinsbæ var svo elskulegt við mig 10 ára strákinn sem var í fyrsta sinn að fara að heiman, Kristmunda trúði mér fyrir hafragrautarsuðunni meðan hún var að sækja slátrið í kjallarann, Júlla smitaði mann af áhuga fyrir að læra markaskrána og mest og oftast hélt maður sig nálægt Kalla sem hló svo skemmtilega. Margt var það sem ég, krakkinn, dáðist að hjá Kalla, t.d. þegar hann fór „í gegnum sjálfan sig“ á dyrager- iktinu sem var bara 2 cm á breidd. Þegar skólavistinni lauk í Krossa- vík liðu 15 ár sem leið mín lá ekki þangað og hitti Kalla sjaldan. En þegar ég fékk ásetningsmanns-starf- ið í Svalbarðshreppi endurnýjaðist vinskapurinn. Svo skemmtilega vildi til er ég fór í fyrstu ásetningsferð mína út í víkur að Karl bóndi var að halda upp á fimmtugsafmæli sitt og gestir fyrir er ég kom, ekki margir en nógu margir til að væri spilafært. Það var nú gott því fátt var hægt að gera Kalla betra en bjóða honum að spilaborði, hann var líka góður bridge-maður, þar notaðist honum hæfileikinn að geta reiknað í hugan- um. Því var það ósanngjarnt að aug- un skyldu bregðast svona algjörlega þegar gamli bóndinn var hættur að búa afskekkt og hafði alla aðstöðu til að spila. Eitt af mörgu góðu með Kalla voru saltfiskviðskiptin í haust- ásetningnum. Það voru þó nokkur heimili sem pöntuðu orðið 20 eða 30 kg pakka af verkuðum saltfiski. Um- sögn Gríms á Syðra-Álandi er mér minnisstæð þegar ég innti eftir hvort ætti að taka fisk fyrir hans bæ: „Auð- vitað ef hann fæst, hann er eins og allt sem Kalli gerir, svo vandað og snyrtilegt.“ Björgvin faðir Karls var „fínsmið- ur“. Umtalað var hvað hann var vandur að efni þegar hann byggði hús og frægir eru rokkarnir sem Björgvin smíðaði. Eplin falla oftast nærri eikinni, synirnir voru allir smiðir og sumir að ævistarfi. Það var fleira en fiskurinn sem bar vitni um gott handbragð. Girðingarstaurarnir úr Krossavík voru eftirsótt gæða- framleiðsla. Einu hlassi ók ég til Björns í Sandfellshaga, það var ekki leiðinlegt að afhenda þá vöru. Þegar Kalli var smáhnokki, lítillega byrjað- ur að tala, spurði presturinn: „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?“ og Kalli svaraði: „Ætli ég verði ekki prestur eða kaffiteinn.“ Þetta fór ekki eftir en hlutverkið hans Kalla var samfélaginu jafngott þótt engan bæri hann embættisbúning- inn. Stefán Eggertsson. Karl Svanholt Björgvinsson ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Ásvegi 16. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeildar A-3, fyrir góða umönnun. Ólöf Einarsdóttir, Bogi Þórðarson, Sigurlaug Einarsdóttir, Erna Einarsdóttir, Bergþór Einarsson, Einar Örn Einarsson, Hulda Sólborg Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Einlægar þakkir til ykkar kæru ættingjar og vinir sem sýnduð samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU ÞORSTEINSDÓTTUR píanókennara, áður til heimilis Nesvegi 76, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Valgerðar Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og starfsfólks hennar á deild 3-B á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Lára K. Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Finnbogi Rútur Hálfdanarson, Emil Gunnar Guðmundsson, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, Bjarni Lárusson, Hulda Birna Guðmundsdóttir, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, Óskar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR EYSTEINN STEFÁNSSON, Hraunbæ 8, lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 26. mars. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhalla Björgvinsdóttir, Ólafur B. Pétursson, Bjarney Sif Ólafsdóttir, Stefán Víðir Martin, Maria Irena Martin. ✝ Elskulegur sonur okkar, faðir, tengdafaðir, afi, sambýlismaður og bróðir, GYLFI GUNNARSSON rafeindavirkjameistari, lést mánudaginn 29. mars. Útförin verður auglýst síðar. Elsa Árnadóttir, Magnús Ragnarsson, Haukur Gylfason, Margrét M. Olsen, Bríet Alda Hauksdóttir Olsen, Guðrún Sigurðardóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Guðjón G. Magnússon, Auður S. Magnúsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Ragna J. Magnúsdóttir, Jón Bjarni Geirsson. ✝ Ástkær eiginmaður, besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og tengdasonur, JÓN INGVI SVEINSSON, Skarðshlíð 17, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 26. mars. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Akureyri þriðjudaginn 6. apríl kl. 14.00. Jarþrúður Sveinsdóttir, Pétur Á. Jónsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét S. Jónsdóttir, Arnar Þorbjörnsson, Sveinn Kr. Jónsson, Aðalgeir A. Jónsson, Inga S. Arnardóttir, barnabörn, langafadrengur, Aðalheiður Björgvinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.