Morgunblaðið - 01.04.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 91. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Svíi dó þegar hann féll ofan í …
2. Fólki vísað af Bröttufönn
3. Ótrúleg uppákoma í Króatíu
4. Öruggur sigur Íslands í Króatíu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarmaðurinn Benni Hemm
Hemm verður með tvenna tónleika
um páskana. Þeir fyrri verða á Ak-
ureyri í kvöld en þeir síðari í Reykja-
vík á laugardaginn. Er þetta til að
kynna nýja plötu, Retaliate, en Benni
spilar sjaldan á Íslandi þar eð hann er
búsettur í Skotlandi.
Benni Hemm Hemm
með tvenna tónleika
„Þetta er ein-
faldlega of langt
gengið,“ segir
Hjálmar H. Ragn-
arsson, rektor
Listaháskóla Ís-
lands, um loka-
verkefni þriggja
myndlistarnema í
áfanganum
„Gjörningar og vídeólist“ en í því sést
nakin kona í búri hlaupa í hlaupahjóli
á meðan jakkafataklæddir menn
hrópa að henni svívirðingar. »32
„Einfaldlega of langt
gengið,“ segir rektor
Leikfélagið Aurora í Berkley, Kali-
forníu, kynnir með stolti á vefsíðu
sinni að það verði fyrst bandarískra
leikfélaga til að setja upp leikgerð
Gísla Arnar Garðarssonar og breska
leikstjórans David Farr á
Hamskiptum Kafka. Er
leikgerðinni lýst sem
æsilegri og utangarðs
en leikstjórn vestra
verður í hönd-
um Mark
Jackson. Hefj-
ast sýningar í
ágúst.
Hamskipti Vestur-
ports til Kaliforníu
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 m/s og dálítil él N-lands, en léttskýjað syðra. Frost 1
til 10 stig, kaldast í innsveitum N-lands. Sums staðar frostlaust S-lands yfir hádaginn.
VEÐUR
Íslensku landsliðskonunum
í knattspyrnu tókst ekki
það ætlunarverk sitt að
vinna stórsigur á Króötum í
undankeppni HM í gær. Þær
sigruðu þó 3:0 og snúa
heim úr ferðinni til Serbíu
og Króatíu með sex stig og
sex mörk skoruð, gegn
engu. „Við vildum að sjálf-
sögðu vinna með meiri mun
en ég er ánægður með sig-
urinn,“ sagði Sigurður
Ragnar Eyjólfsson. »4-5
Sóttu sex stig á
Balkanskagann
Guðjón Valur Sigurðsson, lands-
liðsmaður í handknattleik og
fyrirliði þýska 1. deildar liðsins
Rhein-Neckar Löwen, stefnir á
endurkomu í lok þessa mánaðar
en hann gekkst undir aðgerð á
hné í Þýskalandi hinn 11. febr-
úar. „Ég gæti náð síðustu leikj-
unum í deildinni og verið með í
átta liða úrslitum
Meistaradeild-
arinnar
ef við
kom-
ust
þang-
að,“
sagði
Guðjón.
»1
Guðjón stefnir á end-
urkomu í lok apríl
Haukar biðu lægri hlut fyrir HK í 19.
umferð úrvalsdeildar karla í hand-
knattleik í gærkvöld. Þeir fréttu hins
vegar í hálfleik að þeir væru búnir að
vinna deildina þar sem Akureyri hafði
þá tapað leik sínum gegn Val. Grótta
vann Stjörnuna í miklum fallslag á
Seltjarnarnesi og FH sigraði Framara
í Safamýrinni. Allt um leikina í gær-
kvöld. »2-3
Haukar unnu deildina
þrátt fyrir tap gegn HK
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
KATTAVINAFÉLAGIÐ og Katta-
ræktarfélag Íslands, Kynjakettir,
efna í dag til fjölskylduskemmtunar í
sýningaraðstöðu síðarnefnda félags-
ins í Miðhrauni 2 í Hafnarfirði, þar
sem áður var verslunin Just 4 Kids.
Þar verður keppt í kattasmölun og
fyrst til að ríða á vaðið verða tveir
þingmenn Vinstri grænna; þau Ög-
mundur Jónasson og Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, sem til þessa hafa til-
heyrt „órólegu deildinni“ innan VG.
Kattholt mun leggja til ketti í
smölunina en svæði á sýningargólf-
inu verður girt af fyrir keppnina.
Þeir sem ná að smala köttunum inn í
afmarkað hólf á skemmstum tíma
fara með sigur af hólmi. Vegleg
verðlaun verða í boði fyrir þrjú efstu
sætin.
Aðgangur að skemmtuninni er
ókeypis en hins vegar geta áhorf-
endur heitið á keppendur og mun all-
ur ágóði renna óskiptur til starfsem-
innar í Kattholti.
Styrkja gott málefni
Að sögn Sigríðar Heiðberg, for-
manns Kattavinafélagsins, og Mar-
teins Tausen, formanns Kynjakatta,
var megintilefni þessarar skemmt-
unar þau ummæli Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra um síð-
ustu helgi að það að smala saman
meirihluta á Alþingi væri eins og að
smala köttum.
„Við teljum að það sé vel hægt að
smala köttum saman og sjálfsagt að
gefa fólki færi á því, um leið og það
getur styrkt gott málefni í leiðinni,“
sagði Sigríður við Morgunblaðið er
hún gaf þingmönnunum, sem ætla að
hefja leikinn í dag, góð ráð við smöl-
unina í Kattholti í gær. Þar sem þau
byrja keppnina fannst Sigríði rétt að
þau fengju smáforskot, til að kynn-
ast köttunum betur sem á að smala í
dag. Ögmundur og Guðfríður Lilja
sögðust sammála Sigríði um að vel
væri hægt að smala köttum saman,
ekki síst ef vel væri farið að þeim.
„Svo er þetta líka ágætt tækifæri til
að styrkja það góða starf sem fer
fram hér í Kattholti,“ sagði Ög-
mundur og undir það tók Guðfríður
Lilja, sem mætti með ungan son
sinn, Harald Áss, og sýndi hann líka
efnilega takta við smölunina.
Kattasmölunin hefst kl. 11 í dag
og fer sem fyrr segir hún fram í Mið-
hrauni 2 í Garðabæ, við hliðina á
versluninni Dýraríkinu. Aðgangur
er ókeypis á meðan húsrúm leyfir en
Kynjakettir hafa síðustu árin verið
þar með kattasýningar. Þykir hús-
næðið því afar hentugt fyrir keppn-
ina.
„Vel hægt að smala köttum“
Efnt til keppni
í kattasmölun
í Garðabæ í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kattasmölun Ögmundur Jónasson með köttinn Mosa í fanginu í Kattholti í gær en Rósa vildi frekar vera hjá Sigríði
Heiðberg en hjá mæðginunum Guðfríði Lilju og Haraldi Áss Liljusyni sem þó sýndi efnilega takta með aðra ketti.
www.mbl.is/sjonvarp
Keppa í kattasmölun í dag
Formaður Kynjakatta, Marteinn
Tausen, telur að íslenski hús-
kötturinn sé hentugastur til
smölunar og undir það tekur
Sigríður í Kattholti, húskötturinn
sé almennt hlýðnari en ræktaðir
kettir. Enda ætlar Sigríður fyrst
og fremst að mæta með hús-
ketti til keppninnar í dag. Af
nógu er að taka þar sem að-
sóknin í Kattholt hefur verið
mikil í vetur.
Húskötturinn hefur fylgt
mannskepnunni frá örófi alda.
Þó að kettir séu í eðli sínu rán-
dýr, og veiði sér til matar, eru
þeir vinsælustu gæludýrin hér á
landi sem annars staðar. Talið er
að kettir á
Íslandi
skipti tug-
þúsundum
en katta-
rækt hefur
einnig vaxið
fiskur um
hrygg. Fyrir
áhugasama
um kattasmölun má benda á vef
Kattholts en þar má m.a. sjá
myndband er sýnir bandaríska
kattahirða að smala stærð-
arinnar hjörð.
TENGLAR
... . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
www.kattholt.is
Íslenski húskötturinn hentugastur í smölun
Á föstudag (föstudagurinn langi) Norðvestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast V-lands. Snjó-
koma eða él V- og N-lands, en annars bjart veður. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á laugardag Norðvestlæg átt, 13-18 m/s á annesjum NV-lands, en annars víða 5-13.
Snjókoma á N-landi, en annars úrkomulítið og víða bjart S- og A-lands. Hiti breytist lítið.