Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 14

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 14
INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Styrkir úr Pokasjóði Stjórn Pokasjóðs hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2010. Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 15. apríl nk. Umsóknir skulu fylltar út á www.pokasjodur.is en þar eru allar upplýsingar um sjóðinn, fyrirkomulag og styrki. Í ár hefur verið ákveðið að ein- skorða styrki við tvö málefni, þ.e. mannúðarmál og umhverfismál. Bæði einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjóðnum. UMSÓKNARF RESTUR RENNUR ÚT 1 5. APRÍL Eftir Andra Karl andri@mbl.is TILLÖGUR Fangelsismálastofn- unar um vistunarúrræði utan fang- elsa koma ekki til framkvæmda í bráð. Unnið var að frumvarpi um breytingar á lögum um fullnustu refsinga með hliðsjón af tillögunum í dómsmálaráðuneytinu en ekki tókst að ljúka frumvarpsgerð fyrir tilskilinn frest, þ.e. til að koma frumvarpinu á dagskrá vorþingsins. Fresturinn rann út á þriðjudag. Úrræðin eru rafrænt eftirlit og rýmri reglur um samfélagsþjónustu og reynslulausn. Að mati Fangels- ismálastofnunar jafngilti það 23 fangarýmum yrðu úrræðin að veru- leika. Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra segir að frumvarpsgerðin hafi tafist einfaldlega vegna þess að standa verði mjög vel að undirbún- ingi og mörg álitamál þurfi að skoða. „Þetta má ekki vera þannig, að við gefum afslátt af refsingum vegna þess að við höfum ekki pláss fyrir fanga,“ segir Ragna og bætir við að það væri mjög öfugsnúið að um leið og löggjafinn þyngdi refs- ingar væri slegið af þeim á móti. Ýmislegt þarf að skoða Í tillögunni um vægi reynslu- lausnar er gert ráð fyrir að Fangels- ismálastofnun geti heimilað föng- um, sem afplána sinn fyrsta dóm, að fá reynslulausn að liðnum helmingi refsitímans, jafnvel þó að um sé að ræða alvarlegt eða gróft brot. Ragna segist fremur neikvæð í garð þeirrar hugmyndar og þess yf- irleitt að stytta eigi fangelsisvist með þessum hætti. Hvað varði samfélagsþjónustuna þurfi þá að skoða ýmis atriði, s.s. hvaða áhrif það hafi að hægt sé að fullnusta allt að tólf mánaða fang- elsisdóma með samfélagsþjónustu. „Í dag eru það sex mánuðir og ef þessu verður breytt í níu eða tólf mánuði þarf að skoða það nákvæm- lega hvers konar dómar myndu falla þar undir og hverja ætti að und- anskilja,“ segir Ragna og tekur fram að um sé að ræða nokkuð al- varleg brot ef viðkomandi er dæmd- ur í níu eða tólf mánaða fangelsi. Fyrir utan það er enn álitamál hvort Fangelsismálastofnun á að heimila mönnum að fullnusta refs- ingu með samfélagsþjónustu eða hvort dómstólar eiga að sjá um það. Dómstólaráð gerði athugasemdir við ákvæði í frumvarpi til laga um fullnustu refsinga árið 2005, en þá var gert ráð fyrir að dómþolar sem fengið höfðu allt að níu mánaða dóma gætu afplánað með sam- félagsþjónustu. Fimm ár og engin úttekt Allsherjarnefnd Alþingis féll frá tillögunni í frumvarpinu vegna at- hugasemda dómstólaráðs. Í kjölfar- ið var lagt til að dómsmálaráðuneyt- ið léti gera faglega úttekt á kostum og göllum þess að dómstólar dæmdu til samfélagsþjónustu í stað- inn fyrir að Fangelsismálstofnun ákvæði hverjir fengju að gegna henni. Nú tæpum fimm árum síðar hefur úttektin ekki verið unnin. Ragna segir þetta eitt af því sem þurfi að athuga og raunar standi úti grund- vallaspurningar sem þurfi að svara. Áfram verði því unnið að frumvarp- inu á næstu mánuðum. Plássleysi má ekki leiða til afsláttar af refsingum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjart Herbergi í Kópavogsfangelsi þar sem konur afplána meðal annarra. Í HNOTSKURN »Fangelsismálastofnun hef-ur fengið tilboð um raf- rænt eftirlit. Gert er ráð fyrir 10 föngum og kostnaður 8 þús- und krónur á fanga daglega. »Eftirlitið myndi þó aðeinsjafngilda fimm afplán- unarrýmum á ári. Frumvarp um úr- ræði utan fangelsa ekki lagt fram í vor Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að Samkeppniseftirlitið hafi brugðist við kvört- unum Múrbúðarinnar, en eigandi fyrirtækisins sagði í Morgunblaðinu í gær að hann hefði engin viðbrögð fengið frá stofnuninni. Páll Gunnar sagði að Samkeppniseftirlitið hefði feng- ið kvörtun frá Múrbúðinni í lok október vegna yfirtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. „Vegna hennar óskuðum við eftir sjónarmiðum Múr- búðarinnar um umræðuskjal um fjárhagslega endur- skipulagningu sem eftirlitið gaf út. Þar var verið að fjalla um sömu álitaefni og kvörtunin snerist um. Múr- búðin sendi inn sjónarmið sín um þetta í janúar. Sam- hliða þessu er Samkeppniseftirlitið með rannsókn á yf- irtöku Landsbankans á Húsasmiðjunni. Við höfum verið að nýta sjónarmið Múrbúðarinnar og fleiri við þá athug- un.“ Líka hægt að leita til ESA Páll Gunnar sagði að til viðbótar við þetta hefði Sam- keppniseftirlitið tekið við kvörtunum frá Múrbúðinni og starfsmenn eftirlitsins hefðu átt fund með lögmanni búðarinnar. Á þeim fundi hefði verið kallað eftir ít- arlegri upplýsingum um þau tilvik sem kvartað var yfir, vegna þess að þau voru nokkuð almenn, en þær upplýs- ingar hefðu ekki borist. Páll Gunnar sagði það því ekki rétt sem Baldur Björnsson, eigandi Múrbúðarinnar, hélt fram í Morgunblaðinu í gær að engin svör hefðu borist frá Samkeppniseftirlitinu og að eftirlitsstofnanir gætu ekki tekið á málum. Páll Gunnar sagðist hvetja alla til að senda Sam- keppniseftirlitinu ábendingar ef þeir hefðu grun um samkeppnisbrot. „Það skiptir hins vegar miklu máli að slíkar kvartanir séu settar fram á skýran hátt og studd- ar gögnum eins og mögulegt er. Tími starfsmanna Sam- keppniseftirlitsins er takmarkaður og við þurfum að forgangsraða m.a. eftir því hvaða árangur við teljum verða af aðgerðum.“ Páll Gunnar tók fram að Samkeppniseftirlitið hefði í ýmsum tilvikum bent aðilum á þann möguleika að kvarta til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en forstjóri Múrbúðarinnar segist ætla að fara þá leið. Brugðumst við kvört- unum Múrbúðarinnar Hægt er að senda ábendingar um samkeppnislagabrot til Sam- keppniseftirlitsins í gegnum vef- síðu stofnunarinnar. Samkeppn- islög banna hvers konar samkeppnishamlandi samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. „Brot á samkeppnislögum geta verið framin með leynd og valdið almenningi og atvinnulíf- inu miklu tjóni. Það er því mjög brýnt fyrir Samkeppniseftirlitið að fá upplýsingar um það þegar fyrirtæki hafa með sér ólögmætt samráð um t.d. verð eða skipta með sér mörkuðum,“ segir á heimasíðu stofnunarinnar. Brot geta valdið almenningi tjóniForstjórinn segir mikilvægt að rökstyðja kvartanir vel Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.