Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 32

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010  Tvíeykið Saga&Magga, þ.e. danslistamennirnir Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðar- dóttir, halda til Uppsala í næstu viku þar sem þær munu koma fram á árlegu tónlistar- og per- formansfestivali, TUPP, í Borg- arleikhúsi Uppsala. Heið- ursgestur hátíðarinnar í ár er bandaríska listakonan Laurie Anderson en hún mun flytja nýtt verk eftir sig, „Delusion“. Eftir frumflutning á því verki, 7. apríl, munu Margrét og Saga flytja verk sitt „PRETTY BASSIC“, sviðsett hljóðverk fyrir tvo flytj- endur og tvo rafmagnsbassa, sem þær sömdu með tónlistarmann- inum Úlfi Hanssyni. Saga&Magga kæla niður eftir Anderson Fólk ÞRÍR nemendur á lokaári í myndlistardeild við Listaháskóla Íslands hafa verið ávítaðir af rekt- or skólans, Hjálmari H. Ragnarssyni, fyrir gjörn- ing sem þeir tóku upp á myndband sem var loka- verkefni þeirra í áfanganum „Gjörningar og vídeólist“. Ástæða ávítunarinnar er sú að á myndbandinu sést nakin kona í búri (einn nem- enda) hlaupa í hlaupahjóli svipuðu því sem hamstrar hafa oft í búrum sínum, en jakkafata- klæddir menn standa fyrir utan búrið og hrópa að henni svívirðingar. Alexander Douglas Guð- mundsson, einn myndlistarnemanna þriggja, segir að með verkinu hafi hópurinn viljað benda á kúgun og niðurlægingu kvenna frá örófi alda. „Erum við karlmenn ekki svín, viljum við ekki helst hafa konur lokaðar inni í búrum, að þær dansi súludans fyrir okkur?“ sagði Alexander í samtali við blaðamann í gær. Þessu yrði að breyta. „Þetta er hápólitískt verk, póstmódern- ísk en jafnframt existensíalísk ádeila á klisju- kenndar birtingarmyndir karlmennsku og kven- leika, sýnir hvernig femínismanum er nauðgað á tímum McDonald’s og sojalatte í götumáli.“ Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ, vildi sem minnst segja um ástæður þess að nemendurnir voru ávítaðir fyrir verkið, en vildi þó að fram kæmi að skólinn liði ekki slíka niðurlægingu á konum og kvenlíkamanum. „Þetta er einfaldlega of langt gengið,“ segir Hjálmar. Myndbandið var sett á YouTube í gær en fjarlægt af stjórnendum síðunnar klukkustund síðar. Það má hins vegar sjá á eftirfarandi vefslóð: mbl.is/myndband. Nakin kona í búri veldur uppnámi Öskur Úr myndbandi nemendanna.  Hljómsveitakeppnin Þorska- stríðið 2010 er hafin og er nú haldin í þriðja skipti. Árið 2008 sendu rúmlega 100 hljómsveitir lög til keppni og í fyrra voru þær 135. Í ár verður eingöngu tekið við lögum með íslenskum texta og er það gert til að hvetja hljóm- sveitir sem syngja á ensku til að prófa sig áfram á íslensku. Hljóm- sveitir þurfa að senda inn minnst tvö lög en í mesta lagi fjögur lög. Verðlaunin eru ekki af verri end- anum, stúdíótímar til að fullklára þrjú lög sem Þorskur (Cod Music) mun sjá um að markaðssetja, árs- birgðir af þorskalýsi og flugferð fyrir sigurbandið til Færeyja þar sem það mun koma fram á G festi- val, 15.-17. júlí. Opið verður fyrir innsendingar á lögum til 24. apríl og verður sigurvegarinn kynntur í beinni á Rás 2 föstudaginn 30. apríl. Þeir sem hafa hug á þátt- töku kíki á thorskur.is. Aðeins lög á íslensku í Þorskastríðinu í ár  Rekstri Café Cultura við Hverf- isgötu hefur verið hætt og skv. heimildum blaðsins er óljóst hvern- ig framtíðarskipan verður þar á bæ. Djassklúbburinn Múlinn heldur tónleika þar í kvöld en óljóst er hvort framhald verður á tónleikum klúbbsins í kjallara Café Cultura. Múlinn er samstarfsverkefni FÍH og Jazzvakningar og heitir í höf- uðið á Jóni Múla Árnasyni. Í fyrrasumar voru gerðar end- urbætur á kjallaranum þannig að mun rýmra varð um gesti en ná- lægð engu að síður mikil við tónlist- arflytjendur, alvöru djassklúbbs- stemning. Í kvöld verður leikin tónlist alt- saxófónleikarans Charlie Parker í tilefni af því að hann hefði orðið ní- ræður á árinu. Rekstri Café Cultura hætt og Múlinn í óvissu Eftir Matthías Árna Ingimarsson matthiasarni@mbl.is ÞAÐ verður af nægu að taka á Ísa- firði þessa páskana líkt og und- anfarin ár. Ekki nóg með að skíða- vikan sé í fullu fjöri heldur fyllist bærinn af tónlist- arfólki og -unn- endum nú um helgina, þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suð- ur fer fram. Blaðamaður náði í skottið á Krist- jáni Frey Halldóssyni, einum af skipuleggjendum hátíðarinnar, þar sem hann þeyttist um Ísarfjarðarbæ og hengdi upp plaköt ásamt Mugison til að minna á hátíðarhöldin og spurði hverng gengið hefði að skipuleggja hátíðina í ár og við hverju gestir mættu búast. „Þetta hefur verið erfið og löng fæðing og það heyrðust sögusagnir um að ekki yrði af hátíðinni í ár“ seg- ir Kristján. Litlu munaði að hátíðin í ár yrði blásin af sökum þess að ekki var á lausu húsnæði fyrir tónleika- haldið. Biluð, stórvirk vinnuvél sem vantaði varahluti í var að stríða skipuleggjendum að sögn Kristjáns en KNH vertakar gerðust svo al- mennilegir að lána húsnæði sitt aftur þetta árið, þannig að vélinni hefur verið ýtt út í horn og fortjaldi slegið upp fyrir framan húsið svo allir kom- ist nú örugglega inn. „Heimamenn eru allir í svo góðu stuði fyrir hátíð- ina og erum við því KNH afar þakk- látir fyrir að hafa reddað þessu.“ Tónlist fyrir alla Á heimasíðu hátíðarinnar segir að húsið hafi verið stuðmælt og mælst 1.200 Travolt sem sé vel yfir því stuð- marki sem hátíðin krefst. Líkt og undanfarin ár mun dag- skrá hátíðarinnar höfða til allra ald- urshópa og ættu allir að geta fundið tónlist við sitt hæfi enda breiddin mikil. Má segja að á hátíðinni megi finna sneiðmynd af íslensku tónlist- arlífi því í ár troða upp tónlistarmenn á borð við Rúnar Þór, Ólöfu Arnalds og Sigríði Thorlacius í bland við hljómsveitir eins og Hudson Wayne, Diktu, Geirfuglana og Bróður Svart- úlfs. Búist er við mun fleiri gestum í ár en hin fyrri ár. Gistirými á Ísafirði er fullbókað og leita gestir því til ná- lægra bæjarfélaga, en Kristján hefur heyrt af því að gestir séu komnir með með gistingu allt til Þingeyrar og annarra staða í Dýrafirðinum. „Fólk verður bara að ákveða um áramótin hvort það ætlar að koma eða ekki því íbúafjöldi bæjarins tvölfaldast í skíðavikunni og það sama má segja um Aldrei fór ég suður.“ Lyftistöng fyrir tónlistarlífið Kristján segir hátíðina hafa verið mikla lyftistöng fyrir tónlistarlífið í bænum, þá sér í lagi hjá yngri kyn- slóðinni. Gott dæmi um það er rapp- arinn Trausti Már Ísaksen, öðru nafni MC Isaksen, sem kemur fram á hátíðinni í ár. Trausti Már er nýflutt- ur frá Ísafirði og aðeins 10 ára gam- all. Það er ekki algengt að svo ungir rapparar komi fram á stórri tónlist- arhátíð. „Við stuðlum að mjög góðu tónlistaruppeldi fyrir krakkana hérna fyrir vestan. Það er ekkert sjálfgefið að hingað komi rjómi ís- lensku tónlistarsenunnar og spili. Þetta gerir það að verkum að hér sprettur upp tónlistarfólk, þannig við þurfum engu að kvíða hérna fyrir vestan hvað varðar tónlistina.“ Samhliða hátíðinni verður svo haldin lítil tónlisarbransaráðstefna þar sem tónlistarfólk kemur saman og ræðir málin, um allt frá STEF- gjöldum til markaðssetningar á tón- list á netinu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Gulir hanskar Dr. Spock að gera það sem þeir gera best á Aldrei fór ég suður á síðasta ári, að trylla lýðinn með polkarokki eins og þeim einum er lagið. 1.200 Travolta stuð  Gestir byrja að bóka gistingu um áramótin fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður  Litlu munaði að hátíðin yrði blásin af í ár, að sögn skipuleggjanda TÓNLISTARHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður fer fram um helgina. Fram koma Ólöf Arnalds, Bloodgroup, Urmull, Dikta, Hjaltalín, Bróðir Svartúlfs, Lára Rúnars, Pollapönk, Mið-Ísland, Lay Low, Sigríður Thorlacius, Morð- ingjarnir, Hudson Wayne, Sólinn frá Sandgerði, Rúnar Þór, Geirfuglarnir, Ingó og Veðurguðirnir, Biggibix, Orphic Oxtra, Skúli hinn mennski, Stjörnuryk, MC Isaksen, Klikkhausarnir, Hjálmar, Rúnar Þóris, Mugison, Yxna, Tom Hannay, Ugly Alex, Jitney, Korter í þrjú, Biogen, Drengjakór- inn Konráð, Sesar A, BlazRoca og DJ Kocoon, Nine Elevens, Óminn- ishegrar og Baunirnar. Auk þess munu Reykjavik!, Morðingjarnir og Mið- Ísland verða með skemmtun á Krúsinni á skírdag. Fyrir þá sem ekki kom- ast vestur í ár verður hægt að fylgjast með hátíðinni á www.aldrei.is Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjörnsson Aldrei 2008 Fullt út úr skemmu á tónleikum með Mugison. Veislan hefst annað kvöld Kristján Freyr Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.