Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 16

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 ÚTLIT er fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna heimsæki Reykjavík um páskana samkvæmt upplýs- ingum frá flugfélögum og hótelum í borginni. Gosið í Eyjafjallajökli virðist hafa haft jákvæðar afleið- ingar á eftirspurn eftir ferðum til landsins en þó hefur það einnig gerst að fólk hafi afbókað Íslands- ferð að ótta við gos. Óhætt er þó að fullyrða, miðað við fyrirspurnir blaðamanna og fleiri til Höfuðborg- arstofu, að gosið sé mikilvæg land- kynning og líklegt til að hafa já- kvæð áhrif á straum ferðamanna til landsins. Ferðaskipuleggjendur hafa nú 13 gosskoðunarferðir í boði. Þá eru ótaldar ferðir sem einkum höfða til Íslendinga. Morgunblaðið/RAX Vinsælt Margir vilja heimsækja landið og skoða eldgosið. Ferðamannapáskar AFMÆLISFUNDUR AA-samtak- anna verður haldinn að venju í Laugardalshöllinni á morgun, föstudaginn langa. Húsið opnað kl. 19.30 en fundurinn hefst kl. 20.30. Kaffiveitingar að fundi loknum. Táknmálstúlkur verður á fund- inum. Allir velkomnir. AA-menn, vinir og velunnarar eru hvattir til að koma saman og fagna 56 ára starfi AA-samtakanna á Íslandi. Hátíðarfundur AA-samtakanna STJÓRN SFR samþykkti ályktun í fyrradag þar sem kemur fram að: „Góð almannaþjónusta er grunnur að hagsæld og velferð fólks í land- inu. Því mega skammtímasjón- armið um hagræðingu og samein- ingu þegar þrengir að ekki verða til þess að eyðileggja hana til fram- tíðar. Þvert á móti þarf að verja hana og efla enn frekar á erfiðum tímum. Stjórn SFR leggur áherslu á það að í áætlunum um sameiningu og hagræðingu séu störf ríkis- starfsmanna tryggð. SFR leggur áherslu á að ríkisstarfsmenn verði ekki sendir út í atvinnuleysi. Í slík- um vanhugsuðum aðgerðum felst enginn sparnaður.“ Tryggi þjónustu AUÐUR Guð- jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og stjórnarfor- maður Mænu- skaðastofnunar Íslands, hefur af- hent Zsuzönnu Jakab, yfirmanni Evrópudeildar WHO, Alþjóða- heilbrigðismála- stofnunarinnar, áskoranir frá um 5.000 Norðurlandabúum um að WHO láti til sín taka í leitinni að lækningu á mænuskaða. Undir- skriftasöfnunin fór fram samhliða auglýsingaátaki Mænuskaða- stofnunar á öllum Norðurlöndum í desember sl. Frú Jakab lofaði frum- kvæði Íslands og hét því að málið yrði skoðað vandlega. Afhentu áskoranir gegn mænuskaða Auður Guðjónsdóttir Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is TRYGGVI Axelsson, forstjóri Neytendastofu, hvetur olíufélögin til að efla verðupplýsingagjöf sína og birta á netinu verð á hverri bens- ínstöð fyrir sig. Með aukinni verðsamkeppni félaganna á sömu vörunni, innan sama fé- lags og eftir staðsetningu bensínstöðva, sé orðið dýrmæt- ara fyrir neyt- endur að fá þessar upplýsingar skýrt fram til að auðvelda þeim verðsamanburð. „Eldsneytiskaup eru farin að skipta neytendur verulegu máli í heim- ilishaldinu, enda eru bensínútgjöld einnar fjölskyldu orðin dágóð upp- hæð í dag. Betri verðupplýsingar ættu að efla samkeppni og vera neytendum til hagsbóta,“ segir Tryggvi og telur það einnig geta komið til greina að skoða löggjöfina en samkvæmt núgildandi lögum og reglum er félögunum aðeins skylt að upplýsa um verð á sölustað, ekki á netinu nema þau vilji. Sjálfs- afgreiðslufélögin Orkan, ÓB og Atl- antsolía gera þetta fyrir hverja bensínstöð en ekki stóru félögin; N1, Olís og Skeljungur. Þar er ým- ist birt algengt verð, meðalverð eða lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, líkt og N1 og Olís gera. „Neytendur verða að fara á stað- inn til að finna út besta verðið, eins og lögum og reglum er háttað nú. Þeir geta heldur ekki gert almenni- legan verðsamanburð á netinu en það má spyrja sig af hverju ný tækni ætti ekki að auðvelda okkur aðgengi og samanburð á verð- upplýsingum. Það hefur verið mikil tregða til þess,“ segir Tryggvi. Hann hefur kynnt sér hvernig þessum málum er háttað á Norð- urlöndum. Þannig sé eldsneyt- isverð ekki birt á netinu í Svíþjóð og þar sé verðsamkeppni almennt frekar lítil. Verðlagningarstefna Svía hafi verið svipuð þeirri sem ríkt hefur hér á landi. Hins vegar sé heldur meiri samkeppni í Dan- mörku þó að löggjöfin sé svipuð, þ.e.a.s. félögunum er ekki skylt að birta verð á netinu fyrir hverja stöð en hins vegar standi samtök bif- reiðaeigenda þar í landi fyrir vef- síðu sem safnar verðupplýsing- unum saman. Stóru félögin tregari Hér á landi er komin af stað vef- síða, www.bensinsverd.is, sem birt- ir á einum stað verð allra stöðva sjálfsafgreiðslufélaganna, þ.e. Ork- unnar, ÓB og Atlantsolíu, en aðeins algengt verð og meðalverð stóru fé- laganna. Hugbúnaðarfyrirtækið Seiður stendur að vefnum. „Þetta var alfarið okkar framtak, sem við fórum af stað með af eigin áhuga. Við tengjumst hvorki FÍB né neinu olíufélagi,“ segir Tryggvi Hjörvar hjá Seiði en FÍB er þó með tengil á sínum vef yfir á bensinverd.is, sem hefur einnig slóðina gsmbensin.is. Tryggvi segir upplýsingarnar alfar- ið byggðar á því sem félögin birta á sínum vefsíðum. Stóru félögin hafi verið tregari til að gefa upp verð á öllum stöðvum þar sem þau segjast vera á markaðnum á öðrum for- sendum en „lággjaldafélögin“ Ork- an, ÓB og Atlantsolía. Frekari upp- lýsingar yrðu bara fagnaðarefni. Morgunblaðið/Ómar Samkeppni Aukinn verðmunur hefur verið hjá olíufélögunum, jafnvel innan sama félags. Þau birta hins vegar ekki öll eldsneytisverðið á netinu. Verð verði birt á netinu  Forstjóri Neytendastofu hvetur olíufélögin til að auka verðupplýsingar og þær verði birtar á netinu fyrir hverja stöð  Til greina komi að skoða löggjöfina Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÚTHLUTUN 500 tonna af skötusel gegn sérstöku gjaldi mun eflaust koma mörgum grásleppukarlinum vel, en skötuselur hefur verið vax- andi sem meðafli í grásleppunetin. Ingvar Pétursson, sem gerir út frá Hólmavík, segist hafa fengið um 400 kíló af skötusel fyrstu tvo dagana og hafa landað um 800 kílóum á mark- aði. „Það er algjörlega nýtt að svona mikið sé af skötusel í Húnaflóanum,“ segir Ingvar. „Í fyrra fengum við einn og einn skötusel, en nú virðist hann vera kominn um allt. Ég hef líka heyrt að Vestirðingarnir séu að fá mikið af skötusel fyrir vestan og það jafnvel á línuna.“ Eftir tvo góða daga í upphafi grá- sleppuvertíðar hefur verið stöðug bræla í Húnaflóanum. Fyrir utan einn dagpart hefur Ingvar ekki getað róið í 15 daga eða fjórðung vertíð- arinnar. „Maður er alveg í öngum sínum út af þessari ótíð og ég hangi yfir veðrinu í þeirri von að geta skot- ist út,“ segir Ingvar. 500 tonn af skötusel gegn gjaldi Í reglugerð sem sjávarútvegsráðu- neytið gaf út í gær er fjallað um sér- staka úthlutun aflaheimilda á 500 tonnum af skötusel á þessu fiskveiði- ári. Í fréttatilkynningu segir að út- hlutunin sé gerð að höfðu samráði við síðar en 3. maí 2010 á grundvelli um- sókna sem borist hafa stofunni eigi síðar en 26. apríl 2010. Ef umsóknir um aflaheimildir eru umfram þær aflaheimildir sem til ráðstöfunar eru, skal Fiskistofa skipta því sem til ráð- stöfunar er jafnt á milli umsækjenda, enda hafi umsækjandi ekki sótt um minna magn en því nemur. Framsal aflaheimilda sem úthlutað er sam- kvæmt reglugerð þessari er óheimilt. Þá var í gær gefin út sérstök reglu- gerð um veiðar á skötusel í net. Þar kemur fram að óheimilt er að stunda veiðar með skötuselsnetum á tíma- bilinu 1. janúar – 30. apríl. Ekki er heimilt á sama tíma að stunda neta- veiðar á skötusel og netaveiðar á þorskfiski. Hafrannsóknastofnun. Heimilt er að úthluta á skip allt að fimm lestum í senn gegn greiðslu 120 króna á kíló, enda hafi viðkomandi skip leyfi til veiða í atvinnuskyni. Fiskistofa annast þessa úthlutun aflaheimilda sem skal fara fram eigi Talsvert af skötusel veiðist í grásleppunetin í Húnaflóa  Kvóti gegn gjaldi gæti nýst grásleppukörlum  Framsal aflaheimilda óheimilt Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segist ekki getað tekið heilshugar undir hugmyndina um að ol- íufélögum sem öðrum verði gert skylt að birta verð á netinu á öllum sínum vörum. Það sé einkenni sam- keppninnar á eldsneytismarkaðnum í dag, þar geisi „skærur“ á einstökum svæðum. „Félögin vakta hvert annað og reyna að ná forskoti en um leið og verðið er orðið lifandi á netinu finnst mér enginn hvati vera lengur til þess að stunda svona skæruhernað. Ef menn sjá að keppinauturinn breytir alltaf verði hjá sér þá enda allir með nánast sama verðið. Þessi aukna upplýsingagjöf getur því virkað í báðar áttir,“ segir Hermann. Hann segir bensín ekkert merkilegra en aðra vöru, fólk kaupi kannski eldsneyti einu sinni í viku en fari jafnvel daglega í mat- vörubúðir þar sem verðinu er breytt oft á dag. „Matvöruverslanir aug- lýsa verð á 10 til 20 vörunúmerum en enginn veit hvað allar hinar vörurn- ar kosta fyrr en þú mætir þangað. Neytandinn veit ekki hvort hann er með ódýrustu matarkörfuna fyrr en hann kemur heim. Það væru ríkari hagsmunir, ef menn ætluðu sér að ná einhverju miðstýrðu verðeftirliti, að matvara væri þá undir þessum hatti,“ segir Hermann. Minnkar hvata til að stunda skæruhernað Hermann Guðmundsson Tryggvi Axelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.