Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.04.2010, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Elsku afi. Nú ertu búinn að kveðja okkur og lagður af stað í ferð til að hitta for- eldra þína og systkini sem farin voru á undan. Ég á svo góðar minningar frá öllum tímanum sem ég var hjá þér og ömmu í Eyrarlandsveginum. Það var alltaf svo gott að koma og finna hlýjuna og kærleikann hjá ykk- ur. Ég bjó fyrstu æviárin mín í hús- inu í Eyrarlandsveginum þegar mamma og pabbi voru að klára Menntaskólann á Akureyri og kom svo oft í pössun á meðan þau kláruðu Háskólann. Það var alltaf gaman koma og gaman að leika sér í garð- inum í kringum húsið og í Lystigarð- inum sem er rétt hjá húsinu. Bæði þú og amma eigið sérstakan stað í hjarta mínu eftir allar stundirnar sem við áttum saman. Bræður mínir, Aron og Viktor, komu líka í heim- sókn nú seinni árin, en okkur fannst öllum svo yndislegt að vera hjá þér, elsku afi. Eftir að ég varð núna ófrísk að mínu fyrsta barni langaði mig alltaf að geta komið norður og leyft þér að sjá það eftir að það kæmi í heiminn. Því miður náðist það ekki, en lífið er svo skrítið og óútreiknanlegt því ég fæddi litla drenginn minn 24. mars, sama daginn og þú kvaddir þennan heim. Í hvert sinn sem við munum Sigurður Björgvin Svanbergsson ✝ Sigurður BjörgvinSvanbergsson fæddist í Lögmanns- hlíð 16. júlí 1920. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð á Ak- ureyri þann 24. mars síðastliðinn. Útför Sigurðar var gerð frá Akureyr- arkirkju 31. mars 2010. Jarðsett var að Lögmannshlíð. halda upp á afmæli hans munum við líka minnast þín og hversu góður þú varst mér. Elsku afi, far þú í friði og megi góður guð blessa þig og gefa ömmu styrk. Þín afastelpa, Ásta Sigurðardóttir. Sigurður var tengdafaðir minn í 12 ár en vinskapurinn hélst þau 14 ár sem liðin eru frá því að „formlegum“ fjölskyldutengslum okkar lauk. Hann var 63 ára þegar við kynnt- umst, þá vatnsveitustjóri á Akureyri og varð ég þess vör að hann sinnti Vatnsveitunni af sömu natni og ann- að fólk sinnir sínu einkafyrirtæki. Í svefni sem vöku vakti hann yfir gæð- um kalda vatnsins, fann nýjar vatns- lindir fyrir Akureyringa og skipu- lagði hvernig best væri að koma vatninu til bæjarbúa. Fyrir 22 árum urðu miklar breytingar á lífi Sigurð- ar og Ástu, þegar hún varð fyrir lík- amlegu áfalli. Eftir það tók Sigurður, þá 68 ára, við öllum rekstri heimilis- ins. Var unun á að horfa hvað hann sinnti henni og heimilinu af mikilli al- úð. Aðdáunarvert og lærdómsríkt var að sjá hvernig hann hagaði lífi sínu, þegar starfsorka fór þverrandi, löngu eftir áttrætt. Hann kom hæg- indastól fyrir í þvottahúsinu og hvíldi sig þar í garðslættinum eða snjó- mokstrinum. Svo hló hann dátt að þessu fyrirkomulagi hjá sér. Í huga hans voru örugglega engin vanda- mál, bara verkefni til að leysa. Söngur var aðaláhugamál Sigurð- ar sem hafði fallega og djúpa bassa- rödd og var alla tíð ein af sterku stoðunum í Karlakórnum Geysi og Gömlum Geysismönnum. Hann ásamt hópi Geysismanna sem tóku að sér að syngja við jarðarfarir, voru í gamni innan fjölskyldunnar kallað- ir Násöngvararnir og að heyra Sig- urð syngja einsöng í Faðirvorinu, við jarðarfarir, er nokkuð sem viðstadd- ir gleymdu seint. Fyrir nokkrum ár- um stóð hann að útgáfu á geisladiski með söng sinna gömlu félaga í Geysi- skvartettinum. Þetta verkefni gaf Sigurði mikla gleði og vann hann það af sömu hugsjón og nákvæmni og annað sem hann tók sér fyrir hend- ur. Sigurði féll sjaldan verk úr hendi. Síðustu árin nýtti hann í að hand- skrifa söguna sína, frá því að hann var lítill strákur í Lögmannshlíð og ungur maður á Akureyri. Ævin hans var framan af ekki dans á rósum. Fimm ára gamall missti hann móður sína og nýfæddan bróður úr misling- um. Eftir það ákvað faðir hans að byggja húsið nr. 97 við Þórunnar- strætið. Þar sleit Sigurður barns- skónum ásamt föður, stjúpu, systk- inum og hálfsystkinum. Hann fór fljótt að vinna fyrir sér og sem ungur maður var hann m.a. vinnumaður í Lundi, býlinu sem þá var langt ofan við byggð bæjarins. Á seinni árum ræddum við oft saman um bæjar- málin. Sigurður hafði allt þar til yfir lauk mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Við vorum oft sam- mála um hugmyndir frá bæjarstjórn sem væru betur látnar niður falla. Við viljum líka fleiri gosbrunna í bæ- inn og sagði hann mér frá þeirri hug- mynd sinni að nýta ætti klappirnar austan í hæðinni við Glerárgötuna, fyrir myndarlegan foss. Að leiðar- lokum vil ég þakka Sigurði fyrir alla umhyggjuna sem hann alla tíð sýnd- ir mér og strákunum okkar Hrafns Óla. Alltaf var hann boðinn og búinn ásamt Ástu að rétta okkur hjálpar- hönd og við hvert einasta innlit til þeirra töfraði hann fram stórveislu. Kæra Ásta, ég votta þér og allri fjölskyldunni mína innilegustu sam- úð. Sía. ✝ Magnús var fædd-ur í Reykjavík 16. október 1913, hann lést 4. mars 2010, 96 ára að aldri. Móðir Magnúsar var Kristólína Guð- jónsdóttir, ættuð úr Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, og faðir hans Jón Magnússon frá Miðseli í Reykja- vík. Magnús var alinn upp hjá ömmu sinni og afa, Kristínu og Guðjóni úr Stóru- Mörk, og bjuggu þau með barna- hópinn sinn lengst af á Frakka- stígnum. Magnús kvæntist Lilju Hjaltadótt- ur, dóttur Eldeyjar-Hjalta, 1937. Þau eignuðust tvær dætur. Guðrún Kristín er ein á lífi. Lilja dó í janúar 2001, og var mikill missir að svo yndislegri eig- inkonu. Barnabörn Magnúsar eru Magn- ús, Helgi, Kristín og Hjalti Bjarnabörn, barnabarnabörnin Bjarni Þór, Högni Freyr, Roxanne, Þur- íður Lilja, Lilja Sól og Dagur Hrafn. Magnús var gjald- keri hjá Kolum og salti í 10 ár, síðar verslunarstjóri hjá Slippfélaginu við Mýrargötu frá stofnun þess í tæp- lega 50 ár. Magnús Jónsson, Skarphéðins- götu 2, var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 11. mars 2010. Mig langar til að minnast föður- bróður míns, Magnúsar Jónssonar, með fáeinum orðum. Ástæðan fyrir því er þakklæti í hans garð og konu hans, Lilju Hjaltadóttur, sem lést fyrir tæpum áratug. Líf foreldra minna og okkar systk- inanna var samofið lífi þeirra Magga og Lilju. Foreldrar mínir hófu bú- skap sinn í húsi þeirra hjóna, á Skarphéðinsgötu 2 í Reykjavík, þar sem systir mín og eldri bróðir bjuggu sín fyrstu æviár. Samgangur var mikill milli fjölskyldnanna enda voru pabbi og Maggi ekki einungis bræður heldur líka bestu félagar. Þeir höfðu náið samband alla tíð, allt fram á seinasta dag. Var það Maggi sem fór með pabba í hans seinasta flug, sem flugstjóri hjá Flugleiðum, áður en hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Fannst mér vænt um að það var hann sem fór með pabba í það flug. Báðir bræður mínir unnu svo hjá Magga í Slippfélaginu í Reykjavík og nutu leiðsagnar hans og góðvildar á unglingsárunum. Heimsóknir okkar á heimili þeirra hjóna voru alltaf eftirminnilegar og skemmtilegar. Móttökurnar voru svo hlýjar og innilegar og gestrisnin svo mikil. Það var alltaf gott að vera í návist þeirra. Rósemi og hlýtt við- mót mætti manni en líka mikil glað- værð. Ég minnist þess sérstaklega er við heimsóttum Magga og Lilju austur í Kálfsholt. Skógi vaxið, fagurt land þeirra við Hvítá var heillandi. Ég minnist veiðitilrauna í ægifögrum gljúfrum Hvítár og feluleikja í skóg- inum. Maggi og Lilja voru þá, eins og alltaf, svo umhyggjusöm og skiln- ingsrík við ærslafulla æskuna. – Yndislegar stundir. Ævintýralegar minningar. Ég vil þakka þeim Magga og Lilju alla gæsku þeirra, gjafir og um- hyggju í minn garð og systkina minna og þótt samband mitt við þau hafi minnkað með tímanum, eins og gengur og gerist í dagsins önn, þá finn ég að allar hinar góðu minningar sem ég á um þau eru fastar í huga mér og hjarta – og þær hverfa þaðan aldrei. Að endingu vil ég votta öllum að- standendum dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar. Marfríður Smáradóttir. Magnús Jónsson Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Við kynntumst haustið 1999, þú lítill, ljóshærður með fallegu bláu augun þín. Bæði vorum við að hefja störf í Laugargerðisskóla, þú sem nemandi, ég sem skólastjóri. Þú Þórólfur Helgi Jónasson ✝ Þórólfur HelgiJónasson fæddist á Akureyri 2. sept- ember 1988. Hann lést í bílslysi hinn 13. mars sl. Þórólfur Helgi var jarðsunginn frá Egils- staðakirkju 23. mars 2010 komst að norðan, ég að sunnan. Þær eru ótrúlegar tilviljanirn- ar í lífinu. Örlögin hög- uðu því þannig að í nokkra mánuði bjóst þú hjá okkur Pálínu, dóttur minni, sem þá var aðeins 5 ára göm- ul. Í hennar huga bjóst þú hjá okkur nánast allan þann tíma sem við bjuggum í Laugar- gerði. Minni lítilla barna er skemmtilegt. Ég minnist tíma okkar saman með mikilli gleði. Mikið bakað af Betty Crocker súkkulaðikökunni góðu, þú vildir hana með brúnu kremi en Pálína með hvítu, þá varð að skiptast á. Þú að æfa þig á gít- arinn, sem þú varst að læra á hjá Steinku Páls. Þið Pálína að vesenast í tölvunni saman. Þú varst alltaf svo góður og þolinmóður við hana. Svo skildu leiðir, þegar við Pálína flutt- um aftur suður. Þú komst að heim- sækja okkur, það var svo notalegt. Oft höfum við rætt um þig og það var ánægjulegt þegar við hittumst aftur á Facebook, því frábæra tæki. Fyrir stuttu var ég að skoða myndir af þér á þorrablóti fyrir austan, þar sem þú dansaðir við stelpurnar, alltaf jafn heillandi. Við áttum saman stutta stund og eftir lifa fallegar minning- ar. Takk fyrir samveruna, elsku Helgi minn. Fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Margret Ísaksdóttir. ✝ Elskulega móðir mín, vinkona, dóttir og systir, GUÐMUNDA MAGNEA GUNNARSDÓTTIR, lést á heimili sínu mánudaginn 29. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Sigmar Kristjánsson, Svavar Bergmann Indriðason, Sigríður Magnúsdóttir, Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir, Margrét Jenný Gunnarsdóttir, Óskar Tryggvi Gunnarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, VILHJÁLMUR HÁLFDÁNARSON, Klapparstíg 1, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 9. apríl kl. 14.00. Bára Jónsdóttir, Arnar Vilhjálmsson, Hjördís Elísabet Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Árni Kjartansson, Fannar Vilhjálmsson, Andrea Lind Vilhjálmsdóttir, Hálfdán Þorgrímsson, Hjördís Vilhjálmsdóttir, Jón Jóhannsson, Jóhanna Tyrfingsdóttir, systkini og makar. ✝ Bróðir okkar, fósturbróðir og mágur, INGIMAR ODDSSON frá Presthúsum í Garði, lést á heimili sínu í Linköping í Svíþjóð mánudaginn 15. mars. Sóley Oddsdóttir, Eyjólfur Gislason, Helga Tryggvadóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, BENEDIKT ÞORVALDSSON húsasmiður frá Hólmavík, Hrafnistu, Reykjavík, lést þriðjudaginn 30. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðbrandur Benediktsson, Guðlaug Þorkelsdóttir, Þorvaldur Helgi Benediktsson, Sigurlaug Gísladóttir, Birgir Benediktsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Steinþór Benediktsson, Hildur Guðbjörnsdóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.