Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 31

Morgunblaðið - 01.04.2010, Side 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Það heyrðust sögu- sagnir um að ekki yrði af hátíðinni í ár 32 » HYMNODIA efnir til miðnæt- urtónleika í Akureyrarkirkju á föstudaginn langa. Kvenna- raddir Hymnodiu verða í aðal- hlutverki í dagskránni og ein- söngvarar koma úr röðum þeirra. Að auki kemur kamm- erkórinn Ísold fram með Hymnodiu. Meðal annars verður Stabat mater eftir Pergolesi flutt, en einnig verk með sama nafni eftir franska barokktónskáldið Marc-Antoine Charpentier, verk eftir Pjotr Tsjajkovskíj og Sergei Rachm- aninov og sálmurinn Á föstudaginn langa. Kirkjan verður myrkvuð að mestu til að skapa rétta stemmningu. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Tónlist Miðnæturtónleikar í Akureyrarkirkju Marc-Antoine Charpentier KVIKMYNDIR Jims Finns verða í forgrunni á kvikmynda- kvöldi Kínóklúbbsins í Hafn- arhúsinu í kvöld. Myndir Finns hafa meðal annars verið sýnd- ar í Museum of Modern Art í New York og á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á borð við Sundance og Edinborgarhátíð- ina og hlotið fjölmörg verðlaun. Jim Finn er ættaður frá St. Lo- uis en býr um þessar mundir í Providence á Rhode Island og kennir við Emer- son College í Boston. Myndirnar sem verða sýnd- ar í kvöld eru The Juche Idea (62 min, 2008), Great Man and Cinema (3:49, 2009) og Dick Che- ney in a Cold, Dark Cell (2:30, 2009). Kvikmyndir Jim Finn í Kínó- klúbbnum Jim Finn SALKA hefur gefið út bókina Allra besta gjöfin eftir Jim Sto- vall. Guðrún G. Bergmann þýddi bókina sem heitir The Ultimate Gift á frummálinu og hefur selst metsölu víða um heim. Í kynningu frá útgefanda segir að bókin fjalli um það hvernig uppgötva megi tilgang lífsins með því að endurmeta gildi sín og samskipti við aðra. „Endrum og sinnum færðu í hendurnar svo sérstaka bók að þér finnst þú verða að deila henni með öllum sem þú þekkir. Þetta er slík bók. Ferðalagið getur verið langt eða stutt, en ferðin hefst á þeim stað sem þú ert staddur hverju sinni.“ Sjálfshjálp „Allra besta gjöfin“ frá Sölku Kápa bókarinnar Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Péturssonar hafa orðið mörgum tilefni tónsmíða hvort sem menn hafa verið að lagsetja stöku sálma eða sálmaflokka, nú eða skrifa óra- toríur eins og þeir hafa gert Atli Heimir Sveinsson, Haf- liði Hallgrímsson og Sigurður Sævarsson. Óratoría Sig- urðar, Hallgrímspassía hans, er nýjust þeirra, frumflutt í Hallgrímskirkju af Schola cantorum, Caput og Jóhanni Smára Sævarssyni, bassasöngvara, undir stjórn Harðar Áskelssonar um páskana fyrir þremur árum. Sömu flytjendur komu svo aftur saman um daginn til að hljóðrita óratoríuna og eins til að flytja hana á Kirkju- listahátíð nú á föstudag, föstudaginn langa, kl. 17:00. Ég varð vitni að píslarsögunni Sigurður segir að ástæðuna fyrir því að hann valdi Passíusálmana sem viðfangsefni megi rekja til æskuára sinna á heimili afa síns. „Það var einhver alvarleiki sem fyllti stofuna á föstunni, þegar hann kveikti á útvarpinu til að hlusta á lestur Passíusálmanna. Hann sat þá með sína bók og las með í hljóði. Svo var útvarpið stillt aðeins lægra en þegar hlustað var á fréttirnar. Kannski af virð- ingu við píslarsöguna. Mörgum árum seinna þegar ég sat við dánarbeð hans á sjúkrahúsinu, daginn sem hann kvaddi þennan heim, þuldi hann Passíusálmana eins og upp úr svefni. Að hann skyldi helga síðustu andardrætti sína sálmunum hans Hallgríms, hafði mikil áhrif á mig. Frá þeim degi var aldrei spurning um annað en að ég semdi tónlist við Passíusálmana.“ Orðin hans Hallgríms leiddu mig á allt annan stað „Ég ætlaði í fyrstu að gera verk sem átti að hljóma eitthvað í líkingu við þann hljóða og látlausa lestur í út- varpinu, sem ég mundi eftir úr æsku En svo var eins og orðin hans Hallgríms leiddu mig á allt annan stað. Ég fann fyrir reiði hans og sorg; stuðlarnir, höfuðstafirnir og rímið fannst mér allt í einu ekki skipta máli, heldur var það hin mikla nálægð við píslarsöguna sem ég upp- lifði. Ég varð vitni að píslarsögunni.“ Vitni að píslarsögunni  Hallgrímspassía Sigurðar Sævarssonar flutt í Hallgrímskirkju  Segir að rekja megi viðfangsefnið til æskuára sinna á heimili afa síns Morgunblaðið/Einar Falur Passía Flytjendur og aðstandendur óratoríunnar Hallgrímspassíu stilla sér upp á æfingu; Schola cantorum, Caput-hópurinn og söngvarar. TÓNLISTARHÁTÍÐIN „Músík í Mývatnssveit“ hefst í dag, skírdag, en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Laufey Sigurðardóttir, sem stendur að hátíðinni og hefur gert frá upphafi, segir að tilgangur hátíðarinnar sé upprunalega sá að auka framboð á afþreyingu til að lengja ferðamannatímann í sveitinni og að það hafi gengið vel og hátíðin spurst vel út. „Það er mikið um að vera í sveit- inni á þessum tíma, en vantaði aðra afþreyingu að okkar mati; það er nóg af útivist en vantaði andlega næringu,“ segir hún en „Músík í Mý- vatnssveit“ er haldin í samvinnu við Hótel Reynihlíð, sem hefur verið einn helsti stuðningsmaður og styrktaraðili hennar, aukinheldur sem hátíðin hefur notið stuðnings á fjárlögum sem Laufey segir að hafi valdið straumhvörfum „og við erum mjög þakklát fyrir þann stuðning“. Tvennir tónleikar Hver hátíð er með sínu sniði, en haldnir eru tvennir tónleikar sem Laufsey segir að séu mjög ólíkir inn- byrðis. Hinir fyrri verða í Skjól- brekku á morgun kl. 20:00 og þá eru tangóar eftir argentínska tónskáldið Astor Piazolla í aðalhlutverki í bland við íslensk dægurlög. Aðrir tónleikar og öllu háðtíðlegri verða síðan í Reykjahlíðarkirkju kl: 21:00 föstudaginn langa og Laufey segir að þeir séu sérstaklega sniðnir að helgi dagsins. „Þeir eru haldnir seinna um kvöldið og passar því vel fyrir þá sem ganga í kringum vatnið og ná síðan að hvílast og matast áður en þeir mæta á tónleikana.“ Sömu flytjendur eru á hvorum tveggja tónleikunum; Gissur P. Giss- urarson tenórsöngvari, Laufey Sig- urðardóttir fiðluleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari, Kristinn H. Árnason gítarleikari, Jón Þ. Reynisson harmonikkuleikari og Aladár Rácz, píanó- og orgelleik- ari, en Laufey nefnir harmonikku- leikarann Jón sérstaklega: „Þetta er kornungur strákur úr Skagafirð- inum og lofar svo sannarlega góðu.“ Andleg næring  Tónlistarhátíðin „Músík í Mývatns- sveit“ hefst í dag í tólfta sinn Hátíð Flytjendur á tónlistarhátíðinni „Músík í Mývatnssveit“ sem hefst í dag með tangó- og dægurlagatónleikum í Skjólbrekku. SVEITIN Altó ást með altósaxófón- leikarana Hauk Gröndal og Sigurð Flosason í broddi fylkingar heldur upp á 90 ára fæð- ingarafmæli Charlies Parkers í jazzklúbbi Múl- ans í kjallara Café Cultura í kvöld. Ásamt þeim koma fram Kjartan Valde- marsson, Þor- grímur Jónsson og Erik Qvick. Haukur Gröndal segir að þeir Sig- urður hafi áður haldið slík altó- samsæti, en þegar þeir fóru að setja saman dagskrá fyrir þetta kvöld tók Parker brátt völdin. „Það spilaði enginn eins og Parker þegar hann kom fram og djassinn varð ekki samur eftir.“ Hann segir og að þó margir hafi tileinkað sér spilastíl hans þá sé meira um vert að líta til frumkvöðulshugsunarinnar sem ein- kenndi Parker sem hljóðfæraleikara og hún sé alltaf í gildi. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Altó ást í Múlanum 90 ára afmælis Char- lies Parkers minnst Haukur Gröndal ÞÆR STÖLLUR Kristín R. Sigurð- ardóttir, sópran, og Hólmfríður Jó- hannesdóttir, mezzósópran, flytja Stabat mater eftir Pergolesi í Dóm- kirkjunni. á morgun, föstudaginn langa, kl. 15:00. Undirleikarar verða Julian M. Hewlett á orgel, Ari Vil- hjálmsson á fiðlu og Sigurgeir Agn- arsson á selló. Stabat mater Tónleikar Kristín og Hólmfríður. Í DAG Kl. 13.30 Hallgrímskirkja – kirkjan, turninn og kennileitið. Listasmiðja fyrir börn á aldr- inum 5-12 ára í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík. Kl. 17.00 Söngvahátíð barna – Kórtónleikar 100 barna ásamt hljóðfæraleikurum. Á MORGUN Kl. 13:00-15:30 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, heildar- flutningur – fyrri hluti. Flytj- endur eru nemendur af höfuð- borgarsvæðinu, sem hafa unnið til verðlauna í Stóru upplestrar- keppninni í 7. bekk undanfarin fjögur ár. Kl. 17:00 Hallgrímspassía eftir Sigurð Sævarsson. Schola can- torum og Caput hópurinn flytja Hallgrímspassíu Sigurðar Sæv- arssonar undir stjórn Harðar Áskelssonar. Kl. 19:00-21:30 Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, heildar- flutningur – síðari hluti. Kirkjulistahátíð Kammerkórinn Schola cantor- um, Caput hópurinn og ein- söngvarar flytja Hallgrímspassíu en sami mannskapur flutti verk- ið fyrir þremur árum og kom síðan saman til að flytja það í Njarðvíkurkirkju 6. mars síðast- liðinn og hljóðrita í framhaldinu til útgáfu síðar á árinu. Stjórnandi er Hörður Áskels- son og konsertmeistari Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Hlutverkaskipan söngvara er svo: Hallgrímur Pétursson: Jóhann Smári Sævarsson, bassi. Pílatus: Benedikt Ing- ólfsson, barítón. Jesús: Haf- steinn Þórólfsson, barítón. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, alt. Júdas: Guðmundur Vignir Karlsson, tenór. Kaífas: Örn Arnarsson, tenór. Fjölmennt lið flytjenda Hörður Áskelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.