Morgunblaðið - 01.04.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 01.04.2010, Síða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 2010 Elsku afi. Það er erfitt og skrítið að þú sért far- inn frá okkur. Minn- ingarnar með þér eru margar. Flestar eru úr Reynihvamminum en þar átti ég ófáar stundir með þér, ömmu Mundu, mömmu, frænkum og frændum. Þar hentir þú okkur krökkunum á háhest, snerir okkur í kleinu og stóðst á haus. Þú varst alltaf vinnusamur og undir þér best við framkvæmdir af ýmsu tagi. Þú varst herramaður, nægjusamur og hraustmenni mikið. Sundferðirnar í Kópavogslaugina með þér eru líklega yfir hundraðið, enda engin betri leið að byrja dag- inn. Þú varst alltaf ljúfur við ömmu, vildir allt fyrir hana gera og okkur öll. Þegar þú loksins leyfðir þér að setjast niður í stólinn þinn á kvöldin liðu ekki margar mínútur áður en hroturnar komu. Síðustu árin versnaði heilsa þín jafnt og þétt. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa getað hitt þig oftar og verið með þér. Ekki er að finna ljúf- ari og auðmjúkari mann í ellinni. Það verður furðulegt að fara í mat til mömmu og hafa þig ekki með í för. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku afi. Finnur Emilsson Fenger. Eftir stutt en erfið veikindi hefur bróðir minn, Böðvar Árnason, kvatt þennan heim. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 23. marz. Böðvar var fjórða barn foreldra okk- ar, Maríu Wilhelminu Heilmann Ey- vindardóttur, húsmóður og Árna Sigurðar Böðvarssonar, rakara- meistara og útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum. Foreldrar okkar eign- uðust 6 börn, en elsta barn þeirra, Böðvar Árnason ✝ Böðvar Árnasonfæddist í Bifröst í Vestmannaeyjum 19.5. 1927. Hann lést á elliheimilinu Grund 23.3. 2010. Útför Böðvars fór fram frá Bústaða- kirkju 31. mars 2010. Jarðsett var í Gufu- neskirkjugarði. Fríða Sophia, andaðist 1932 aðeins 11 ára gömul úr skarlatssótt, sem þá gekk í Eyjum. Hin dóttirin, Erna, lést fyrir tveim árum. Efir lifðu þá fjórir bræður og er Böðvar nú sá fyrsti þeirra, sem fellur frá. Sem ungur drengur var Böðvar sendur í sveit í Mýrdal, en mik- ill samgangur Vest- manneyinga var á þessum árum við fólk úr Landeyjum undir Eyjafjöllum og úr Skaftafellssýslu. Foreldrar okkar ráku stóra rakarastofu, frystihús og útgerð í Eyjum og sendu fisk á markað í Grimsby. Því var oft líf í tuskunum á hinu stóra heimili. Vorið 1940 seldu foreldrar okkar allar eig- ur sínar í Eyjum og fluttust á Sel- tjarnarnes þar sem þau bjuggu næstu 11 árin. Böðvar fór snemma að vinna við atvinnurekstur föður síns líkt og bræður hans. Hann fór líka snemma til sjós, var meðal ann- ars messagutti á togaranum Rán, og um tíma með Ingvari Einarssyni á Fanneyju, fyrir utan að vera á bát- um föður síns. Sem unglingur æfði Böðvar fimleika hjá ÍR. Þetta var á stríðsárunum og hann sýndi meðal annars fimi sína í glæsilegum hópi íþróttafólks á Lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. Böðvar kvæntist Guðmundu Gunnarsdóttur árið 1948 og eignuðust þau fimm mannvænleg börn, einn son og fjór- ar dætur. Hann byggði einbýlishús að Reynihvammi 28 í Kópavogi, að mestu af eigin rammleik. Böðvar var kappsamur til vinnu og var einkar laginn við að hlaða hús úr hleðslu- steini. Hann vann við að byggja frystihús, fiskþurrkhús og fiski- mjölsverksmiðju ásamt föður okkar og bræðrum í Kópavogi á árinu 1947, uns faðir okkar seldi eignirnar árið 1956. Þá keypti hann steina- verksmiðju í Kópavogi ásamt bræðrum sínum og rak það fyrir- tæki með þeim til ársins 1990, en fyrirtækinu breyttu þeir í verk- smiðju sem framleiddi einangrunar- plast og ráku einnig byggingarvöru- verslun. Árið 1990 skildi leiðir í rekstrinum og rak Böðvar eftir það eign sína með bróður sínum Ey- vindi, þar til hann settist í helgan stein. Böðvar hafði yndi af söng og söng í mörg ár í tveim kórum. Hann var mjög barngóður og naut þess að vera með fjölskyldu sinni, börnum og barnabörnum. Böðvar var hreinn og beinn og ætlaði öðrum ekki nein undirferli. Hann var alla tíð grann- vaxinn og samsvaraði sér vel. Allt fram á áttræðisaldur var bróðir minn vel á sig kominn og hafði t.d. gaman að því að standa á höndum. Þegar komið er að kveðjustund vil ég þakka fyrir margar góðar stundir saman. Hann var alltaf traustur og góður bróðir, við náðum oftast vel saman um málefni. Eftir að sam- starfi okkar lauk kom Böðvar oft í heimsókn og var jafnan aufúsugest- ur. Aðeins góðar minningar lifa um bróður minn. Við Dísa sendum börn- um hans og allri fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Gottfreð Árnason. Mig langar að senda móðurbróður mínum Böðvari Árnasyni smá kveðjuorð við þessi tímamót er hann hverfur til nýrra heimkynna og þakka honum fyrir ánægjuleg kynni og samferð þessi rúm 60 ár sem liðin eru frá okkar kynnum. Böðvar, eða Böddi frændi, var sérstakur maður og mér og öllum sem honum kynntust afar kær. Létt- ur í lund, skipti aldrei skapi og hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Ég minnist heimsókna minna til hans og Mundu í Reynihvamminn með mikilli hlýju þar sem alltaf var tekið vel á móti manni og glaðværð var ríkjandi. Ég minnist ánægju- legra stunda með Gunna í kjallar- andum á Reynihvamminum þar sem við spiluðum gamlar „grammifón- plötur“ á handtrekktan „grammi- fón“ og þær snerust á ólíkum hraða með tilheyrandi hljómfalli. Þá leit Böddi stundum niður til okkar til að athuga hvað varð okkur svo mikið til skemmtunar þegar hlátrasköllin bárust upp á efri hæðina. Böðvar var mikill samkvæmis- maður. Hann naut nærveru fólks og í fjölskylduboðum sá hann til þess að tekið var í spil. Til að tryggja það kom hann gjarnan með sitt eigið spilaborð og spil. Það var aldrei lognmolla við spilaborðið þar sem Böddi var. Böddi var alla tíð vel á sig kominn líkamlega. Grannur, stæltur og létt- ur á fæti. Það kom gjarnan fyrir að hann sýndi okkur krökkunum leikni sína í því að ganga á höndum. Lyfti sér upp á hendurnar með jafnvægið í góðu lagi og gekk svo um hvort sem var innan dyra eða utan, jafnvel upp stigaþrep. Böðvar var framkvæmdamaður og leið aldrei betur en þegar hann hafði mikið fyrir höndum. Hann var handlaginn og eru þau ófá húsin sem hann hefur átt þátt í að reisa eða bæta. Á árum áður er Böðvar og bræðurnir ráku Víbró í Kópavogi, þar sem þeir steyptu holstein til húsagerðar og síðar einangrunar- plast, tók Böðvar gjarnan að sér að hlaða hús úr þessum holsteini. Hann var snöggur til verka og það gekk vel undan honum. Eitt var það sem Böðvar naut um- fram allt annað og það var að borða. Þrátt fyrir það að vera grannur og spengilegur alla tíð, þá gat hann allt- af á sig bætt, hvort sem það var mat- ur eða kökur. Allt smakkaðist jafn vel. Meðan mömmu naut við snæddi ég ávallt hjá henni í hádegi og eldaði hún alltaf ríflega til að eiga til handa Bödda, en hann leit gjarnan við hjá henni. Það voru ánægjuleg hádegi. Böðvar var virkur í félagsstarfi hin síðari ár og naut þess að skemmta sér innan félags eldri borgara. Dansaði og söng í kór, ekki einum, heldur tveimur eða þremur. Það kom jafnvel fyrir að hann þurfti að vera á tvennum tónleikum sam- tímis. Ég kveð móðurbróður minn með hlýjum hug og þakka honum sam- fylgdina um leið og ég óska afkom- endum hans Guðs blessunar. Heið- arleiki og góðvild í allra garð var Böðvari í blóð borin. Anton Bjarnason. Við erum búin að missa elsku Rikka okkar. Hans á eftir að verða sárt saknað. Þótt að ég þekkti Rikka ekki mikið, þá vissi ég að hann var góður maður, dug- legur og indæll. Síðasta skiptið sem ég hitti hann var í nóvember árið 2009. Hann flaug frá Svíþjóð til Íslands og heimsótti m.a. okkur mæðgurnar. Þegar mamma sagði mér að Rikki væri að koma í heimsókn, þá byrj- aði ég strax að plana hvernig allt yrði þegar hann kæmi, t.d. hvað ætti að vera matinn og hvernig herbergið sem hann var í ætti að vera. Ég hlakkaði ekkert smá til. Með honum kom þessi hlýjutilfinn- ing. Það var svo gott að fá hann í heimsókn, bara eins og hann hefði alltaf verið þarna í litla herberginu hér heima. Oft þegar maður fær einhvern í heimsókn sem maður hittir ekki oft, þá fær maður svona skrýtna tilfinningu, en þegar Rikki kom til Ríkharður Liam Róbertsson ✝ Ríkharður LiamRóbertsson var fæddur í Reykjavík hinn 8. júlí 1980. Hann lést á heimili sínu í Gautaborg 19. febrúar 2010. Útför Ríkharðs fór fram í Gautaborg, en minningarathöfn fór fram frá Áskirkju 31. mars 2010. okkar var þessi til- finning alls ekki til staðar. Við þrjú gerð- um fullt af skemmti- legum hlutum saman, eins og eitt kvöldið fórum við í keilu og við hlógum og hlóg- um að ýmsum skemmtilegum atvik- um. Rikki var svo skemmtilegur og mikill prakkari en hann var líka svo góðhjartaður og hug- ulsamur. Hann var alltaf til í að gera allt og var svo hress. Við tengdumst mjög sterk- um vinaböndum á ferð hans heim til Íslands. Þegar hann fór héðan kom tómleikatilfinning. Það var eins og partur af mér hefði horfið í smá stund. Ég saknaði hans. En nú þarf ég að kveðja hann í hinsta sinn og ég veit að hann kemur ekki aftur til mín, en hins vegar veit ég að ég geymi góðu minningarnar með honum í hjarta mínu að eilífu. Ég mun muna röddina hans og krúttlega sænsk- íslenska hreiminn, ég mun muna eftir gleðinni og hugrekki hans, ég mun muna eftir Rikka. Guð blessi minninguna um elsku fallega Rikka okkar. Hvíl í friði. Með saknaðar- og hlýjum kveðj- um, Björg. Elsku besta Sigga mín. Hvað ég á eftir að sakna þín. Við vorum alltaf nánar þótt við værum ólíkar. Þú varst mér allt í senn góð systir, móðir og vinkona. Líf þitt hefur oft verið erfitt, kæra systir, en sem betur fer áttir þú líka góðar gleðistundir. Við fórum í gegnum súrt og sætt saman, hugguðum hvor aðra þegar við vorum sorgmæddar og glödd- umst saman þegar vel gekk. Ég geymi allar góðu minningarnar í hjarta mínu Sigga mín. Strákarnir mínir eiga eftir að sakna þín sárt enda varst þú besta uppáhalds- frænkan eða Sigga sæta eins og tvíburarnir kölluðu þig. Þú gleymdir aldrei stórum eða litlum sigrum og afmælisdögum og allir fengu pakka frá þér og oftar en ekki fleiri en einn. Meira að segja hundarnir voru ekki undanskildir og fögnuðu þér ákaft þegar þú komst í heimsókn. Yndislega systir mín, ég trúi að góður Guði geymi þig og sé búinn að taka burt allar þjáningar þínar. Ég trúi því líka að þú sért nú hjá mömmu og pabba, Geira bróður, Brynju systur og Jóni bróður. Við hin sem eftir sitjum eigum eftir að sakna þín og yljum okkur á öllum góðu minningunum sem við eigum af þér. Elsku Sigga mín, hvíl í friði. Jesú sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Þín systir Kristín (Tiddý). Elsku Sigga mín. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Elsku Jenný, Binni, Sara Lind, Tiddý, Gísli og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur, Rúna. Þá ertu farin frá okkur. Við skul- um fara svona ca 40 ár aftur í tím- ann. Ég var að hefja kennslustund í myndmennt í Kársnesskóla. Nem- endur farnir að vinna en þá er bankað á hurðina. Ég fer til dyra og þar stendur þú hágrátandi og reynir að segja eitthvað milli ekka- soganna. Ég kom þá fram til þín og lokaði dyrunum. Tók þig í fangið og reyndi að hugga þig. Þú róaðist og sagðir að bróðir þinn hefði gleymt að vekja þig. Mér tókst að hugga þig og við gengum inn í stof- una brosandi. Þú varst afskaplega samviskusamur og duglegur nem- andi og það var gaman að kenna þér. Vinnubækurnar voru lofaðar á kennarastofunni og það var gaman að sjá þig leika í skólaleikritunum. Þú varst eins og fædd leikkona. Fyrir u.þ.b. 10 árum mættumst við svo sem nágrannar í Hátúni. Ég bauð þér inn til mín og þegar þú sást kennaraskólamyndina af mér kveiktir þú strax á perunni. Og upp frá því urðum við perlu- vinkonur. Og það er margs að minnast. Við vorum oft mikið á ferðinni og eru Gróttuferðirnar okkar frægar. Við fengum okkur gönguferð og settumst á bekki og ræddum lífið og tilveruna meðan Sigríður Ásgeirsdóttir ✝ Sigríður Ásgeirs-dóttir fæddist 3. september 1958. Útför Sigríðar fór fram frá Laugarnes- kirkju 31. mars 2010. við horfðum út á haf- ið. Við elskuðum báðar hafið í allri sinni dýrð. Stundum fórum við í brjáluðu veðri bara til að horfa á reiðina í haf- inu. Þú hafðir ágætis söngrödd og kunnir ósköpin öll af text- um. Ég alveg naut þess að hlusta og horfa á þig. Þetta kom sér vel þegar við vorum á bílnum með bilaða útvarpið. Bara panta lag hjá þér. Stundum þegar vel lá á þér tókstu syrpu og hermdir eftir Ladda og ýmsum öðrum í samfélaginu og ég grét úr hlátri. Þú náðir þessu svo frábær- lega vel. Þegar þú misstir Guðjón, sam- býlismann þinn, þ. 22. nóv. sl. átt- irðu mjög bágt. Þú varst líka að berjast við einn þann illvígasta sjúkdóm sem manneskjan getur þurft að berjast við. En þú stóðst þig sem hetja meðan þú hafðir bar- áttuþrek. En þrekið þvarr. Nú ertu komin til þinna heittelskuðu. Arnór sendir þér hlýja kveðju að norðan og börnin mín í Gautaborg, Gunnar Páll og Ólöf Jóhanna, senda einnig hlýjar kveðjur yfir hafið. Að lokum sendi ég öllum ættingjum og vinum Sigríðar mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Vertu blessuð að sinni. Þín vinkona, Ólöf Rafnsdóttir. Elsku besta Sigga mín. Það er erfitt að koma orðum að því hve vænt mér þótti um vinskap okkar. Þú varst svo hlý og yndisleg kona. Margt var það sem við bröll- uðum saman, sérstaklega þann tíma sem þú bjóst hjá mér. Dýra- vinur varstu mikill og fáar voru þær dýrabúðir sem við vorum ekki fastagestir í á tímabili. Ég mun ávallt minnast þín fyrir þá góðu sál sem þú varst og þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú auðgaðir líf mitt á þinn ein- staka hátt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég sendi ættingjum og vinum Siggu mínar innilegustu samúðar- kveðjur, þau hafa misst svo mikið. Elsku Jenný, Brynjar, Sara Lind, Gísli og Kristín, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Minn- ing hennar mun ávallt lifa með okkur öllum. Hvíl í friði, elsku Sigga mín, Þín vinkona, Elísabet Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.