Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.2010, Blaðsíða 2
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞAÐ sem af er árinu hefur sala á áfengi dregist saman í lítrum talið um rúmlega 7,8% miðað við sama tímabil árið 2009. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu hefur salan minnkað í öllum flokkum áfengis en mismikið þó eftir tegundum. Þannig er samdrátturinn mestur í sterkum drykkjum annars vegar og blönduðum drykkjum hins veg- ar, en þar er aðallega um að ræða sætblandaða áfenga gosdrykki. Selt fyrir sex milljarða Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurð- ardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, er samdrátturinn í áfengissölu milli ára svipaður og ráð hafði ver- ið fyrir gert í sölutölum fyrirtæk- isins. Á fyrstu fjórum mánuðum eru sölutölur ÁTVR vegna áfengis með virðisaukaskatti rúmar 5.964 milljónir króna, en voru á sama tíma í fyrra 5.727 milljónir króna, en þess ber að geta að árið 2009 var virðisaukaskattur af áfengi 24,5% en hækkaði í 25,5% á árinu 2010. 64 milljónum undir áætlun Í fjárlögum ársins 2010 var gert ráð fyrir að áfengisgjaldið myndi Morgunblaðið/Heiddi Sterkt Verðhækkunin hefur mest dregið úr sölu sterks áfengis. skila 10,3 milljörðum kr. í ríkis- kassann, en áfengisgjaldið skilaði í fyrra alls 9,5 milljörðum. Sam- kvæmt óbirtum bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins hefur inn- heimta áfengisgjaldsins verið und- ir áætlunum það sem af er ári sem nemur 2,2%. Í lok apríl hafði áfengisgjaldið þannig skilað 2.889 milljónum í ríkiskassann, en áætl- unin gerði ráð fyrir að gjaldið myndi skila 2.953 milljónum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og því vantar 64 milljónir upp á að innheimta áfengisgjaldsins stand- ist áætlun. Minni tekjur en vænst var  Mestur samdráttur í sölu sterkra drykkja og blandaðra  Áfengisgjaldið á að skila 10,3 milljörðum króna til ríkisins á árinu en er nú þegar 2,2% undir áætlunum Breyting á sölu áfengis milli ára Sala í þúsundum lítra jan.-apr. 2009, samt. 5.739 þús. lítra jan.-apr. 2010, samt. 5.290 þús. lítra 600 500 400 300 200 100 0 Rauðvín Hvítvín Sterkir drykkir Blandaðir drykkir 508 488 297 287 109 83 57 37-3,9% -3,5% -24,2% -35,7% -7,82% Samtals: 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 4.534 Bjór 4.186 -7,7% Heimild: ÁTVR 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Velkomin á opnun kosningamiðstöðva Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningamiðstöðvar í Reykjavík Fimmtudagurinn 6. maí kl. 17.30 Austurbær og Norðurmýri, Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbær: Fiskislóð 14 Laugardagurinn 8. maí kl. 15.00 Hlíða- og Holtahverfi, Háaleitishverfi, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Ármúla 18 www.xd.is/reykjavik Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓÁNÆGÐIR slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur launanefndar sveitarfélaga í gærmorgun og mótmæltu seinagangi við gerð kjarasamn- inga. Kveiktu þeir lítið bál í tunnu til að leggja áherslu á kröf- ur sínar. Þar fundaði samninganefnd stéttarfélags þeirra með launanefndinni um nýja samninga. Samningar hafa verið lausir frá því í ágúst á síðasta ári en félagsmenn felldu kjara- samning sem nefndirnar höfðu gert. Nefndirnar ákváðu á fundinum í gær að vísa málinu til ríkissáttasemjara. MÓTMÆLA SEINAGANGI VIÐ GERÐ KJARASAMNINGS Morgunblaðið/Júlíus ALLS hafa Ný- sköpunarsjóði námsmanna bor- ist 603 umsóknir um styrki til verkefna við rannsóknir og þróun á komandi sumri. Umsóknir hafa aldrei verið jafn margar. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að styrkja 255 verk- efni um alls 823 mannmánuði og mun sjóðurinn þar með gera fjölda háskólanemenda kleift að starfa að sjálfstæðum rannsóknum á sínu sviði í sumar. Heildarframlag í sjóðinn var rúmlega þrefaldað í ár og munaði þar mest um 90 millj. kr. framlag frá menntamálaráðuneyt- inu og 30 millj. kr. frá Reykjavík- urborg. sbs@mbl.is Styrkja 225 verk- efni en rúmlega 600 sóttu um Ýmsar rannsóknir verða styrktar. ENGAN sakaði í tveimur umferð- aróhöppum sem urðu á Suðurlands- vegi í Svínahrauni, ofan við Litlu kaffistofuna, í gær. Veginum var lokað til beggja átta vegna þessa. Í seinna tilvikinu var ekið á sjúkrabíl sem var á vettvangi vegna fyrra óhappsins. Svartaþoka var á Suðurlandsvegi þegar þetta gerðist og því var nauðsynlegt að loka veginum vegna vinnu lögreglu og sjúkraliðs á vett- vangi. Þá er engin hjáleið á þessum slóðum nema þá Þingvallavegur eða Nesjavallaleið. Opnað var fyrir umferð til austurs um klukkan 17 en leiðin til vesturs varð fær nokkru síðar. Ekið á sjúkrabíl á leið í útkall REKSTUR Sjúkrahússins á Ak- ureyri var 78,5 millj. kr. í plús á síð- asta ári. Þetta kom fram á ársfundi stofn- unarinnar í gær. Reksturinn ein- kenndist af sparnaðarkröfum en hagræðingaraðgerðir sem gripið var til þóttu takast betur en vænta mátti. Laun og launatengd gjöld voru um 3,3 milljarðar og lækkuðu um 1% frá fyrra ári. sbs@mbl.is Sjúkrahúsið á Ak- ureyri í plús í fyrra „ÞÆR hugmyndir sem hafa verið á lofti eru býsna ólíkar og innan starfshópsins hefur ekki heldur ver- ið algjör samhljómur,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi. Vinnuhópur sem hefur það hlutverk að endurskoða staðsetningu og af- greiðslutíma vínveitingahúsa í mið- borg Reykjavíkur mun fyrir kosn- ingar skila borgarráði upplýsingum um hvernig miðborgarmálum er háttað í nágrannalöndunum sem og upplýsingum og sjónarmiðum hags- munaaðila. Einnig ábendingum um hvernig bæta megi miðborgarmenn- inguna hér með tilliti til umkvartana þeirra sem þar búa. Íbúar telja að samþjöppun veitingastaða hafi leitt af sér subbuskap, glæpi og hávaða með þungum bassatónum – svo þeir séu svefni sviptir og verð- gildi húsa sé rýrt. „Meðal veit- ingamanna ann- ars vegar og svo íbúa hafa verið mjög ólíkar skoð- anir um hvernig best verði tekið á miðborgarmálum. Ég reikna því með að okkar tillegg verði fyrst og síðast upplýsingar sem borgarráð getur unnið úr, enda hefur starfs- hópurinn sem slíkur ekki ákvörð- unarvald,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson. sbs@mbl.is Ekki samhljómur í miðborgarhópi  Veitingamenn og íbúar eru ósammála Júlíus Vífill Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.