Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 17

Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 Golli Grín Oddvitar framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor tókust á á opnum fundi í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í gær. Í upphafi fundar lýsti oddviti Besta flokksins, Jón Gnarr, því yfir að hann myndi draga framboðið til baka þar sem kosningabaráttan væri svo leiðinleg. Fljótlega bar hann þetta til baka og sagðist hafa verið að grínast. FYRIRSÖGN á leiðara Morgunblaðsins 1. maí er „Sprengjur í héraðsdómi“. Vís- að er í að einhver sprengdi kín- verja í dómhúsinu. Meginefnið er í stuttu máli að „ríkisvaldinu er rétt og skylt að verja helstu stofnanir samfélagsins gegn of- beldismönnum“. Hárrétt. Það hefði mátt hafa í huga áður en ræningjar fóru höndum um bankana, sem leiddi til hruns þjóðfélagins. Málið sem olli atburðinum er með óheppilegum ólíkindum og slær að mínum dómi flest met í dómgreindarleysi og víð- áttuvitleysu. Þar eru níu ung- menni ákærð fyrir árás á Al- þingi. Ákæran þýðir að verði unga fólkið dæmt sekt er lágmarksrefsing eins árs fangelsi og hámarksrefsing lífstíð- arfangelsi. Árás á Alþingi er litin alvarlegri augum en árás á friðhelgi einkalífs og heimila eða misþyrming á lögreglumönnum svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsagt voru ungmennin í þinghúsinu. Jafnvel urðu stympingar við þingverði og lögreglu sem leiddu til einhverra meiðsla, sem ekki er ásættanlegt. En hafa verður í huga að ástandið á þessum tíma var án fordæma. Gífurleg reiði skók þjóðfélagið og mikil mildi að ekki fór verr. Fáir slösuðust og enginn beið bana. Um eitt og hálft ár er liðið frá þessum atburðum. Enginn af höfuðpaurum hruns- ins hefur verið ákærður, enginn bankaræn- ingjanna, enginn eftirlitsmannanna, enginn sem þjóðin kaus til að stjórna landinu. Enginn hefur tekið á sig sök, allir segjast saklausir. Engu er líkara en hrunið hafi verið náttúrulögmál. Jú, einn sökudólgur hefur fundist, ráðuneytisstjóri sem seldi hlutabréf á óheppilegum tíma. Hann var ákærður og nú níu ungmenni sem eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist. Er ekki eitt- hvað bogið við þetta? Mér virðist stjórnvöld hafa einbeittan vilja til að ofbjóða almenn- ingi. Verði eitthvert ungmenn- anna eða öll dæmd sek, er þá virkilega ætlun ákæruvaldsins að þau afpláni heils árs fang- elsisdóm? Þessar ákærur eru ekki góð- ar fréttir fyrir bankaræningja og embættis- og stjórn- málamenn sem brugðust trausti þjóðarinnar. Fróðlegt verður að sjá ákærur í þeim málum. Hámarksrefsing í mál- um sem landsdómur fjallar um er þó aðeins tveggja ára fang- elsi. Ljóst er þó að koma verð- ur upp fleiri fangelsum og ráða fjölda fangavarða, verði samræmi í refsikröfu. Skrifari afsakar ekki ofbeldi, en spyr: Er þetta réttlætið sem koma skal? Meðferðin á fólkinu sem vildi fylgjast með réttarhöldunum í héraðs- dómi yfir ungmennunum er óréttlætanleg. Það fór gott orðspor af lögreglunni í búsá- haldabyltingunni, þökk sé Geir Jóni Þór- issyni og hans líkum. Það breytist fljótt verði framhald á ofbeldisfullri framkomu við saklausa borgara. En aftur að Morgunblaðinu. Þarf blaðið ekki að skoða málið betur? Ritstjórinn er maður sem flestir hlusta á. Fáir tala skýrar við þjóðina svo hún skilji. Í frægu Kastljós- viðtali í hruninu miðju sagði hann efnislega: Það er enginn að tala við fólkið í landinu og telja í það kjark. Það var alveg rétt og þannig er það enn. Hér er talað við fólkið í frösum, hótunum, bulli og blaðri. Hver hef- ur talað við þetta unga fólk og spurt hvað því gekk til? Hvernig væri að Morgunblaðið gerði það? Að lokum: Einhver sagði að tveir sam- fylkingarráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu framið valdarán. Þeir ákváðu að halda sam- ráðherra sínum, sem bar ábyrgð á banka- og eftirlitsmálum, utan við vitneskju og ákvarðanir í hruninu. Ef rétt er: Hvaða refsing liggur við valdaráni og hvenær verður ákært? Eftir Tryggva P. Friðriksson »Engu er líkara en hrunið hafi verið náttúrulögmál. Tryggvi P. Friðriksson Höfundur er listmunasali. Dómgreindarleysi og víðáttuvitleysa? HNEYKSLIN sem hafa tröll- riðið prófkjörum eru nú að sliga suma stjórnmálaflokka. Þess vegna er sannarlega kominn tími til að íhuga hvernig farsæl- ast er að haga prófkjöri fyrir kosningar. Hverju beri að stefna að, og hvað beri að forð- ast. Þetta er nauðsynlegt hvað sem líður uppgjöri við þá sem einhverjir telja að hafi gengið of langt í prófkjörum á liðnum ár- um. Helsta markmiðið með próf- kjöri ætti að vera að fá eins hæfa frambjóðendur og kostur er á. Til þess þurfa þeir að njóta jafnréttis í prófkjörinu á allan hátt. Fyrsta jafnréttisregla ætti að vera að veita engum frambjóð- anda í prófkjöri forgang í krafti fjármuna, hvort sem það fé er fengið með styrkjum eða úr eig- in sjóði. Annað jafnréttismál er að list- inn sjái um kynningu þar sem öllum frambjóðendum er gert jafn hátt undir höfði, með sam- eiginlegri útgáfu, fundahöldum, eða á annan hátt. Þriðja jafnréttisatriði er að enginn frambjóðandi misbjóði öðrum með því að taka fram að hann stefni að því að hljóta tiltekið sæti á listanum, heldur sé hver og einn tilbúinn að láta árangur sinn ráðast í prófkjörinu. Fjórða jafnréttistryggingin er að út- rýma ágalla sem hefur verið á því hvernig árangur hvers frambjóðanda hefur verið reiknaður. Sá ágalli gefur hverri samtaka fylkingu innan flokkanna möguleika á að fá kosna frambjóðendur í öll efstu sæti listans með því einu að ná naumlega fleiri atkvæðum en hver um sig af öðrum sam- taka fylkingum flokksins. Þetta getur hver maður séð sem leiðir að því hugann. Þann- ig gætu til dæmis frambjóðendur úr stærsta sveitarfélagi kjördæmis náð öllum efstu sætum á listanum þó að öll önnur sveitarfélög kjördæmisins væru samtaka um lista hvert um sig. Þó að útkoman verði ekki fyllilega svo ranglát getur hún orðið verulega brengluð af þessum sökum, og því er sjálfsagt að sjá við þessum ágalla. Það er hægt á þann einfalda hátt að gefa atkvæðunum vægi eftir reglum hlutfallskosn- inga. Atkvæði sem fram- bjóðandi fær í efsta sæti fær þá vægið 1, atkvæði í annað sæti ½ og atkvæði í þriðja sæti vægið einn þriðja, og svo framvegis. Þetta er í samræmi við hvernig íslensk kosningalög úthluta hverjum framboðs- lista fjölda kjörinna fulltrúa eftir fylgi hans í hverju kjördæmi. Fimmtu reglunni og ekki þeirri þýðingarminnstu, um jafnrétti karla og kvenna, má að svo búnu fullnægja með því að búa til svokall- aðan fléttulista, þar sem fyrsta sæti er óbreytt, karl- ar halda sinni innbyrðisröð og konurnar sinni, en hvort kyn fær annað hvert sæti. Ekki er víst að þörf sé á að setja um þetta lög, því að ætla má að flokkar vilji ekki taka á sig þá áhættu að líða fylgistap fyrir að virða ekki jafnrétti frambjóðenda sinna. Það sýnir sú umræða sem nú hefur farið fram um prófkjörin. Ef hægt er að lagfæra prófkjör á þenn- an hátt til þess að afstýra hneykslismálum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að aðferðin verði höfð til að ákveða framboðs- lista til kosninga. Hvort kjósendum verði gefinn réttur til einhvers konar persónu- kjörs á kjördaginn sjálfan er svo annað mál sem er hægt að taka til sérstakrar at- hugunar. Eftir Pál Bergþórsson »Helsta mark- miðið með prófkjöri ætti að vera að fá eins hæfa frambjóð- endur og kostur er á. Til þess þurfa þeir að njóta jafnréttis í prófkjörinu á allan hátt. Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur. Hvernig á að forðast prófkjörshneykslin?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.