Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 20

Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 ✝ Lena MargrétHinriksdóttir fæddist í Keflavík þann 8. febrúar 1992. Hún lést af slysförum þann 25. apríl sl. For- eldrar hennar eru Jó- hanna Berglind Krist- jánsdóttir, fædd 3. ágúst 1966, og Hinrik Þór Valgeirsson, fæddur 22. mars 1964. Stjúpfaðir hennar er Halldór Vagn Jónsson, fædd- ur 25. janúar 1956. Systkini Lenu Margrétar eru Guðný Rós Kahari, fædd 24. apríl 1985, maki hennar er Harry Kahari og eiga þau dótturina Kristínu Helgu Kahari. Yngri bróðir Lenu Margrétar er Valgeir Örn, fæddur 12. febrúar 1993. Stjúpsystkin Lenu Margrétar, börn Halldórs, eru Her- dís Jakobína, fædd 27. júní 1990, Helga Jónína, fædd 21. september 1992, Eggert Jóhannes, fæddur 4. mars 1997, og Sigríður Kristjana, fædd 19. júlí 2000. Lena Margrét bjó til sex ára aldurs í Njarðvík og byrjaði í Njarðvíkurskóla. Sjö ára gömul flutti hún í Garðinn með móður sinni og systkinum og gekk þar í Gerða- skóla. Fjórtán ára flutti hún með fjöl- skyldu sinni í Kefla- vík og gekk í Myllu- bakkaskóla þar sem hún lauk 10. bekk. Hún var mikið hjá ömmu sinni og afa í Njarðvíkunum, þeim Valgeiri Þorlákssyni og Lenu Ol- sen. Hún var eina önn í Mennta- skólanum á Akureyri en kom svo aftur suður og var um tíma í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Í ágúst sl. flutti hún til Englands til systur sinnar og síðar móður og stjúpa. Hún var nýkomin til Íslands til sum- ardvalar er hún lést. Útför hennar fer fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju í dag, 6. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarð- sett verður í Útskálakirkjugarði. Elsku Lena mín, okkur langar að minnast þín í nokkrum orðum þótt við vitum að þú hefðir viljað að við skrifuðum heila bók, mamma þín gerir það kannski seinna. Kraftmik- il, ákveðin, dugleg, falleg, orkumikil og jarðbundin. Mjög ung varstu far- in að hjálpa til við heimilisstörfin og það fannst þér afskaplega gaman en hjartað mitt, þú sagðir alltaf það sem þér bjó í brjósti og lentir oft í vandræðum út af því. Ekki dvaldir þú þó lengi við leiðindi, þú bara hélst áfram í næsta mál sem var þér hug- leikið. Við vorum lengi bara fjögur í heimili, það fannst þér aldrei nóg og mikið varstu glöð þegar Dóri flutti til okkar, þið náðuð mjög vel saman þótt oft gengi mikið á því þú varst alltaf á fleygiferð um allt. Við flutt- um til Englands á síðasta ári og mikið höfum við notið þess að eiga svona dýrmætar stundir með þér Lena mín, allt sem þér datt í hug til að gera líf okkar betra, skemmti- legra og notalegra, allar pönnukök- urnar og vöfflurnar sem þú bakaðir, jólasokkarnir sem þú saumaðir, gjafirnar sem þú gafst okkur bara af því þig langaði til. Þessi tími var ótrúlegur, þú blómstraðir, grænu augun þín ljómuðu og hlátur þinn var fullur af gleði og hamingju. Það er svo erfitt að meðtaka það að þú sért farin frá okkur fyrir fullt og allt, að við fáum ekki aftur að faðma þig, heyra hlátur þinn og skoðanir þínar á lífinu sem voru oft ansi ákveðnar. 18 ár er ekki hár aldur og þú varst búin að reyna meira en margur miklu eldri, þú hlakkaðir svo til að komast til Íslands, ætlaðir að hafa svo gaman í sumar. Kald- hæðnin var það sem bjargaði þér oft á tíðum og þú varst snillingur í þannig kommentum, það átti enginn neitt inni hjá þér. Þú verður alltaf í hjörtum okkar, taktarnir þínir, hvernig þú hlammaðir þér niður í sófann eða á milli okkar í rúminu þegar þér leið illa og við áttum að laga það, við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Elsku Lena Margrét, perlan mín, með miklum trega og sorg í hjarta kveðj- um við þig. Af lifandi gleði var lund þín hlaðin, svo loftið í kringum þig hló, en þegar síðast á banabeði brosið á vörum þér dó, þá sóttu skuggar að sálu minni og sviptu hana gleði og ró. En seinna skildi ég: Hér áttirðu ekki að eiga langa töf. Frá drottni allsherjar ómaði kallið yfir hin miklu höf: Hann þurfti bros þín sem birtugjafa bak við dauða og gröf. (Grétar Ó. Fells) Mamma og Halldór. Líf mitt verður aldrei eins. En ég kemst ekki hjá því að vera einstak- lega þakklát að hafa fengið að kynn- ast þér upp á nýtt. Þegar þú komst til mín til Englands síðastliðinn ágúst var eins og við þekktumst varla en við vorum fljótar að ná vel saman enda einstaklega líkar, og áð- ur en við vissum vorum við orðnar bestu vinkonur. Ég vil þakka þér fyrir að vera svona hjálpleg með dóttur mína, hún saknar þín sárt og talar mikið um þig, hún skilur ekki alveg hvar þú ert en það er erfitt að svara þar sem ég skil þetta ekkert frekar, mér verður svo illt þegar ég hugsa um hvað þú áttir langt líf framundan, allt það sem þig langaði til að gera. En ég reyni að hugsa um góðu stundirnar, það hjálpar svo mikið, eins og þegar við fórum á fimm stjörnu hótel í London og út að borða á fínan veitingastað, dúlluðum okkur upp og það var svo leiðinlegt, en það var það leiðinlegt að það var bara fyndið. Alveg sama hvað við gerðum eða gerðum ekki svo lengi sem við vorum saman, skemmtum við okkur. Við gátum talað út í eitt, Við töluðum einmitt mjög mikið saman áður en þú fórst til Íslands og ég er glöð að hafa fengið tækifæri til að segja þér hversu mikið ég elska þig og náð að knúsa þig sundur og saman. Ég elska þig, Lena Margrét, og þú munt alltaf vera mér efst í huga alla ævi. Þín systir, Guðný Rós. Lena fluttist úr Garðinum og lauk grunnskólanum í Njarðvík. Þaðan fluttist hún svo með fjölskyldu sinni til Englands og við höfðum því ekki eins mikið af henni að segja nú allra seinustu árin. En alltaf höfðu þær stelpurnar samband og héldu sínum sterka vinskap. Það skipti engu máli þó haf væri á milli, þær deildu öllu, eins og símreikningar sýna. Lena var nýkomin til landsins til að hitta félagana og vinna hjá ömmu í bakaríinu í sumar. Og þvílíkir fagn- aðarfundir þegar vinkonurnar hitt- ust á flugvellinum. Lena var ein- staklega sjálfbjarga og þroskuð stelpa og vílaði fátt fyrir sér. Var dugleg heima og korung byrjuð að vinna í bakaríi ömmu og afa í Kefla- vík. Gleymi því seint þegar hún bauð Ásu í mat, þá 10 ára og hafði hún eldað allt sjálf. Hún var róleg og dagfarsprúð stelpa, afskaplega þægileg í umgengni. Var ein þeirra sem aldrei biðja um eitt eða neitt og þakkaði alltaf fyrir sig þegar henni var boðið eitthvað. Hún var þræl- myndarleg en virtist ekki vita af því. Þegar hún var ein með Ásu heima vissi maður varla af henni, hún gekk alltaf frá öllu og fannst það sjálf- sagt. Þegar fjölskyldan vildi komast í ró og ýtt var á unglingana með að tygja sig til heimferðar var Lena ávallt sú fyrsta sem stóð upp og allt- af án nokkurrar mótbáru, sama hvað fjörið var mikið. Elsku Jóhanna, Halldór, Guðný, Valgeir, Lóa amma og fjölskylda, Lena amma og fjölskylda svo og aðrir aðstandendur; ég votta ykkur mína innilegustu samúð með þökk- um fyrir ykkar stuðning í okkar garð sem er ómetanlegur á þessum erfiðu tímum. Engin orð geta lýst því hve sárt það er að missa fólk sem maður elskar. Guð geymi ykkur öll. Sigríður Þorleifsdóttir. Elsku Lena mín, ég trúi því ekki enn að þú sért farin, þú sem varst bara að koma aftur inn í líf mitt. Ég hef ávallt litið á þig sem litlu systur mína og hef alltaf passað upp á þig! Efst í minningunni um þig er þegar þú bjóst hjá mér heilt sumar. Þar áttum við góðar stundir ég, þú og Sesar. Við gátum talað um allt og ekkert, púsluðum, spiluðum og fífl- uðumst. Ég vona að ég hafi staðið mig vel sem frænka og fóstur-stóra systir. Ég reyndi allt til að láta þér líða vel á erfiðum stundum. Ég mun aldrei gleyma dansinum þínum og kaldhæðnisgríninu (sem þú fékkst frá mér). Ég veit að Sesari þótti ótrúlega vænt um þig Lena mín og hann mun aldrei gleyma öllum gönguferðunum í strætó á leið í skólann. Mér finnst æðislegt að ég hafi verið fyrsta manneskjan sem þú hringdir í þegar þú komst til lands- ins og mér fannst svo gott að geta eytt sumardeginum fyrsta með þér, tókum upp gamla takta og spiluðum og töluðum langt fram á nótt. Við söknum þín öll hérna á þessu heim- ili, en við getum líka verið glöð að við fengum að kynnast þér og áttum góða tíma með þér. Minningum um þig og orðin þín munum við aldrei gleyma, þú hefur alltaf átt stóran stað í hjarta mínu og núna eru minn- ingarnar okkar geymdar þar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Við vitum að þú munt vaka yfir okkur og strákunum. Elskum þig alltaf. Anna Egils, Brynjar Mar, Sesar Aron og Egill Bergþór. Ég hugsa til þín á hverri stundu, hverjum degi alla mína daga og það verða alltaf fallegar hugsanir fullar af þakklæti, fyrir allar þær yndis- legu stundir sem við áttum. Þú heill- aðir mig alveg upp úr skónum fyrstu jólin þín þegar þú varst byrjuð að labba og gast séð um að afhenda sumar jólagjafirnar. Það var ósjald- an að þú bjóst til jólagjafirnar sjálf og færðir okkur, nú eigum við alla þessa dýrgripi eins og sandstein sem þú skrifaðir á „Ási cool“ þegar þú varst níu ára. Þegar þú varst þrettán ára var ég á ferðalagi yfir jólin, þegar ég kom aftur heim biðuð þið Valgeir eftir mér fram yfir mið- nætti og þú færðir mér stóran tré- lykil, ég man ég þakkaði þér sér- staklega fyrir og sagði: „Þetta er lykillinn að hjartanu mínu.“ Þú færðir ömmu þinni og afa ýms- ar myndir af þér og Valgeiri sem þú útbjóst sjálf. Mér þykir líka mjög vænt um stóran mósaíkspegil sem á stendur LENA en hann var eitt af nýjustu listaverkunum þínum. Með öllum þessum gjöfum sýndirðu okk- ur svo mikla umhyggju, þú vildir að við vissum hvað þér þótti vænt um okkur. Þú gerðir okkur svo glöð alla daga. Þú varst alltaf svo hraust, byrj- aðir strax að príla upp um alla veggi, hillur og stóla, það var hlið fyrir stiganum og þér fannst kjörið að nota hliðið sem rólu, fram og til baka þangað til hliðið losnaði og þú dast niður stigann, þá kom tilefni til að taka myndir af þér slasaðri en samt ertu hlæjandi á þeim myndum. Þú naust þín best þegar þú hafðir nóg fyrir stafni, til dæmis þegar þú varst á fleygiferð í körfuboltanum og þið stelpurnar í Njarðvíkurliðinu unnuð alla leiki. Þegar ég fór með ykkur til Lond- on fyrir nokkrum árum fannst þér skemmtilegast á hjólabátnum og þú sást bara alveg um það, við sigldum um allt vatnið í Hyde Park og ég gat bara dundað mér við að taka mynd- ir. Þegar ég var að flytja í fyrra fékk ég þig til að hjálpa mér með þunga kassa, þú gast keyrt þá sjálf svo ég sendi þig bara eina með þá því ég vissi að þú réðir við það. Afa þínum Valgeiri fannst þetta svolítið mikið hjá mér en þú varst samt dálítið montin yfir dugnaðinum í þér. Við fórum ósjaldan saman að kaupa skólaföt og sumarföt, þú hafðir mjög nákvæman fatasmekk og það gat verið áskorun að finna föt sem þú vildir en það gekk alltaf vel upp að lokum, sérstaklega var gam- an að velja fermingarkjólinn og -skóna með þér. Við áttum ótrúlega margar góðar stundir saman, fórum í tívolí, að versla og ýmis ferðalög, þá áttum við ekki síst ánægjulegar stundir í bílnum þar sem við töluð- um mikið saman, þú sagðir brand- ara eða hneykslaðist á einhverju. Oft lenti maður í því að þú sást gul- an bíl, þá varstu komin í leik og sá sem fyrstur sá gulan bíl mátti kýla þá sem töpuðu – þú tókst svo vel eft- ir umhverfinu að þú vannst flestar umferðir. Þú varst alltaf svo frískleg, sjálf- stæð og ákveðin að ég var viss um að þú ættir eftir að ná mjög langt. Þú varst alltaf vonarstjarnan mín, en nú finnst mér gott að gráta og hugsa til þín, eiga með þér stund, þú verð- ur alltaf vonarstjarnan mín. Kveðja – Ásmundur frændi. Ásmundur Örn Valgeirsson. Lena Margrét Hinriksdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GESTUR MOSDAL KRISTJÁNSSON bóndi, Forsæti II, Flóahreppi, andaðist á Ljósheimum fimmtudaginn 29. apríl. Jarðarförin fer fram frá Villingaholtskirkju föstu- daginn 7. maí kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlega láti Vinafélag Ljósheima og Fossheima njóta þess. Helga Kristín Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þ. Gestsdóttir, Þráinn Elíasson, Kristján Gestsson, Anna Guðbergsdóttir, María Gestsdóttir, Böðvar Sverrisson, Valgerður Gestsdóttir, Bjarki Reynisson, Lárus Gestsson, Elísabet Pálsdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, bróðir, afi og langafi, KARL GUÐJÓN GUÐMUNDSSON frá Þorgeirsstöðum í Lóni, lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn föstudaginn 30. apríl. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 8. maí kl. 13.00. Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði í Lóni. Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Ingvar Pétursson, Kristrún Harpa Kjartansdóttir, Gunnar Pálmi Pétursson, Sigurborg Jóhanna Svavarsdóttir, Ragnar Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, MARTHA MARÍA AÐALSTEINSDÓTTIR, Þorvaldsstöðum, Breiðdal, lést á heimili sínu sunnudaginn 2. maí. Jarðarförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Jónsson, Bjarki Pétursson, Viðar Pétursson, Hlíðar Pétursson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.